Biðlisti á námskeið um aðskilnaðarkvíða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. apríl 2022 22:02 Sigrún Bjarglind Ingólfsdóttir hundaatferlisráðgjafi hjá Hundalífstíl. Vísir/Arnar Biðlisti er hjá hundaþjálfara sem sérhæfir sig í aðskilnaðarkvíða hunda en í verstu tilvikum þarf að gefa hundinum kvíðalyf. Talið er að allt að fjórir af hverjum tíu hundum þjáist af aðskilnaðarkvíða. Sprenging hefur verið í hundahaldi síðustu ár þar sem margir unnu heima í samkomutakmörkunum. En nú eru breyttir tímar og flestir hafa snúið aftur á vinnustaðinn. Snöggar breytingar á samveru milli eiganda og hunds getur hins vegar valdið aðskilnaðarkvíða hjá hundum en talið er að milli 20-40 prósent þeirra þjáist af honum. „ Margir eru að skella sér í vinnuna eftir langan tíma heima og fara í fyrsta skipti í einn til þrjá tíma í burtu frá hundinum sínum og það getur verið of mikið til að byrja með. Við þurfum að byrja með einhverjar sekúndur og auka svo tímann smám saman sem við erum í burtu,“ segir Sigrún Bjarglind Ingólfsdóttir hundaatferlisráðgjafi hjá Hundalífstíl. Mikilvægt sé að byrja sem fyrst að þjálfa hundinn. „Ef það eru ungir hvolpar að gera þá svona gægjuleiki eins og við lítil börn. Hvolparnir verða að æfa sig í að skilja að þegar eitthvað hverfur þá kemur það til baka,“ segir Sigrún. Sigrún sem hefur sérhæft sig í aðskilnaðarkvíða segir að sífellt fleiri hundaeigendur leiti aðstoðar vegna hans. Sigrún segir mikilvægt að þjálfa hunda sem fyrst í að vera eina. Alls ekki megi skilja þá skyndilega eftir eina heima án þess að þeir hafi verið þjálfaðir áður. „Eins og er er biðlisti í slík námskeið og ég er varla byrjuð að auglýsa það er bara svo mikið að gera. Rakkar eru t.d. í 60% meiri hættu en tíkur á að þjást af aðskilnaðarkvíða en einkenni hans eru til að mynda meira gelt eða væl en svo eru sumir hundar sem þagna alveg.,“ segir hún. Hún segir að í alvarlegustu tilvikum þurfi að gefa hundunum kvíðalyf. „Kvíðalyf alveg eins og fyrir fólk er bara mikilvægt tæki til að hjálpa hundum sem eru rosalega kvíðnir,“ segir hún. Í Bandaríkjunum hefur CBD- fyrir hunda verið auglýst sem lyf gegn kvíða. Sigrún segist hafa heyrt af því. „Ég mæli hins vegar ekkert sérstaklega með CBD-fyrir hunda því ég hef ekki séð neinar rannsóknir um gagnsemi þessi við kvíða hjá þeim,“ segir hún að lokum. Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sprenging hefur verið í hundahaldi síðustu ár þar sem margir unnu heima í samkomutakmörkunum. En nú eru breyttir tímar og flestir hafa snúið aftur á vinnustaðinn. Snöggar breytingar á samveru milli eiganda og hunds getur hins vegar valdið aðskilnaðarkvíða hjá hundum en talið er að milli 20-40 prósent þeirra þjáist af honum. „ Margir eru að skella sér í vinnuna eftir langan tíma heima og fara í fyrsta skipti í einn til þrjá tíma í burtu frá hundinum sínum og það getur verið of mikið til að byrja með. Við þurfum að byrja með einhverjar sekúndur og auka svo tímann smám saman sem við erum í burtu,“ segir Sigrún Bjarglind Ingólfsdóttir hundaatferlisráðgjafi hjá Hundalífstíl. Mikilvægt sé að byrja sem fyrst að þjálfa hundinn. „Ef það eru ungir hvolpar að gera þá svona gægjuleiki eins og við lítil börn. Hvolparnir verða að æfa sig í að skilja að þegar eitthvað hverfur þá kemur það til baka,“ segir Sigrún. Sigrún sem hefur sérhæft sig í aðskilnaðarkvíða segir að sífellt fleiri hundaeigendur leiti aðstoðar vegna hans. Sigrún segir mikilvægt að þjálfa hunda sem fyrst í að vera eina. Alls ekki megi skilja þá skyndilega eftir eina heima án þess að þeir hafi verið þjálfaðir áður. „Eins og er er biðlisti í slík námskeið og ég er varla byrjuð að auglýsa það er bara svo mikið að gera. Rakkar eru t.d. í 60% meiri hættu en tíkur á að þjást af aðskilnaðarkvíða en einkenni hans eru til að mynda meira gelt eða væl en svo eru sumir hundar sem þagna alveg.,“ segir hún. Hún segir að í alvarlegustu tilvikum þurfi að gefa hundunum kvíðalyf. „Kvíðalyf alveg eins og fyrir fólk er bara mikilvægt tæki til að hjálpa hundum sem eru rosalega kvíðnir,“ segir hún. Í Bandaríkjunum hefur CBD- fyrir hunda verið auglýst sem lyf gegn kvíða. Sigrún segist hafa heyrt af því. „Ég mæli hins vegar ekkert sérstaklega með CBD-fyrir hunda því ég hef ekki séð neinar rannsóknir um gagnsemi þessi við kvíða hjá þeim,“ segir hún að lokum.
Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira