Takmarkalaust djamm: Langur opnunartími á föstudaginn langa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. apríl 2022 13:27 Steinþór Helgi rekur skemmtistaðinn Röntgen. Vísir/Vilhelm Þriggja ára gamlar breytingar á reglum um skemmtistaði valda því að nú geta djammarar landsins stundað áhugamál sitt um páskana, án þess að helgihald eða aðrar hefðir verði þeim fjötur um fót. Staðarhaldari í miðborg Reykjavíkur mælist þó til þess að fólk gangi ekki of hratt um gleðinnar dyr. Það vakti eflaust athygli einhverra að fjöldi skemmtistaða hefur auglýst óskertan opnunartíma yfir páskana. Þar á meðal í kvöld, á sjálfum föstudeginum langa, degi sem margir Íslendingar hafa alist upp við að eigi að vera langur, en ekki síður leiðinlegur. Nú er öldin hins vegar önnur. Vísir hafði samband við Steinþór Helga Arnsteinsson, einn eiganda skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu, sem getur nú boðið skemmtanaþyrstum inn fyrir sínar dyr án takmarkana, í fyrsta sinn. Helgidagar eins og helgar Margir muna eflaust þá tíð þegar skemmtistaðir áttu að loka á miðnætti aðfaranótt föstudagsins langa, og hafa lokað í sólarhring. Þá þurftu þeir sömuleiðis að vera lokaðir til miðnættis á páskadag. Að sögn Steinþórs var reglum um þetta breytt árið 2019, en síðan þá hefur ekki reynt á þær um páska, þar sem páskana 2020 og 2021 voru í gildi miklar takmarkanir á skemmtanalífinu, vegna Covid. „Það er búið að vera bara fínt. Fólk er bara temmilegt og flott á djamminu, þetta er ekkert of galið,“ segir Steinþór, aðspurður hvort djammarar hafi sætt færis í upphafi páska. „Reglurnar voru settar til þess að breyta því að skemmtistaðir gætu ekki haft opið á aðfangadegi eða föstudaginn langa, þegar það er mikið af túristum og svona. Þær gera ráð fyrir því að skemmtistaðir geti dagana fyrir helgidaga bara haft opið eins og það sé föstudagur eða laugardagur, samkvæmt sínu leyfi bara,“ segir Steinþór. Röntgen er til að mynda með leyfi til að hafa opið til klukkan þrjú um helgar, meðan sumir staðir mega hafa opið til hálf fimm. Þannig má staðurinn vera opinn til þrjú í kvöld, annað kvöld og sunnudagskvöld, þar sem næsti mánudagur er helgidagur, annar í páskum. Engum hollt að taka fimm daga djamm Þrátt fyrir frjálsan opnunartíma skemmtistaða þessa páskana hvetur Steinþór alla til að fara varlega. „Maður er bara að prófa þetta í fyrsta sinn. Það segir sig samt alveg sjálft að það er engum hollt að djamma fimm daga í röð. Þannig að við mælum ekki með því, heldur bara að fólk dreifi þessu jafnt yfir helgina,“ segir hann. Steinþór segist þá sjá fyrir sér að tækifæri felist í því að skemmtistaðir, veitingastaðir og annað þvíumlíkt fái að halda venjulegum opnunartíma um helgar. „Ég held að fólk hafi áttað sig á þessu seint, en í framtíðinni verður þetta kannski helgi sem fólk mun líta til við innflutning á stórum tónlistaratriðum eða eitthvað svoleiðis. Ég held að við eigum mikið inni í að fullnýta páskana og þá kosti sem þetta mun hafa í för með sér,“ segir Steinþór. Næturlíf Reykjavík Páskar Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Fleiri fréttir Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Sjá meira
Það vakti eflaust athygli einhverra að fjöldi skemmtistaða hefur auglýst óskertan opnunartíma yfir páskana. Þar á meðal í kvöld, á sjálfum föstudeginum langa, degi sem margir Íslendingar hafa alist upp við að eigi að vera langur, en ekki síður leiðinlegur. Nú er öldin hins vegar önnur. Vísir hafði samband við Steinþór Helga Arnsteinsson, einn eiganda skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu, sem getur nú boðið skemmtanaþyrstum inn fyrir sínar dyr án takmarkana, í fyrsta sinn. Helgidagar eins og helgar Margir muna eflaust þá tíð þegar skemmtistaðir áttu að loka á miðnætti aðfaranótt föstudagsins langa, og hafa lokað í sólarhring. Þá þurftu þeir sömuleiðis að vera lokaðir til miðnættis á páskadag. Að sögn Steinþórs var reglum um þetta breytt árið 2019, en síðan þá hefur ekki reynt á þær um páska, þar sem páskana 2020 og 2021 voru í gildi miklar takmarkanir á skemmtanalífinu, vegna Covid. „Það er búið að vera bara fínt. Fólk er bara temmilegt og flott á djamminu, þetta er ekkert of galið,“ segir Steinþór, aðspurður hvort djammarar hafi sætt færis í upphafi páska. „Reglurnar voru settar til þess að breyta því að skemmtistaðir gætu ekki haft opið á aðfangadegi eða föstudaginn langa, þegar það er mikið af túristum og svona. Þær gera ráð fyrir því að skemmtistaðir geti dagana fyrir helgidaga bara haft opið eins og það sé föstudagur eða laugardagur, samkvæmt sínu leyfi bara,“ segir Steinþór. Röntgen er til að mynda með leyfi til að hafa opið til klukkan þrjú um helgar, meðan sumir staðir mega hafa opið til hálf fimm. Þannig má staðurinn vera opinn til þrjú í kvöld, annað kvöld og sunnudagskvöld, þar sem næsti mánudagur er helgidagur, annar í páskum. Engum hollt að taka fimm daga djamm Þrátt fyrir frjálsan opnunartíma skemmtistaða þessa páskana hvetur Steinþór alla til að fara varlega. „Maður er bara að prófa þetta í fyrsta sinn. Það segir sig samt alveg sjálft að það er engum hollt að djamma fimm daga í röð. Þannig að við mælum ekki með því, heldur bara að fólk dreifi þessu jafnt yfir helgina,“ segir hann. Steinþór segist þá sjá fyrir sér að tækifæri felist í því að skemmtistaðir, veitingastaðir og annað þvíumlíkt fái að halda venjulegum opnunartíma um helgar. „Ég held að fólk hafi áttað sig á þessu seint, en í framtíðinni verður þetta kannski helgi sem fólk mun líta til við innflutning á stórum tónlistaratriðum eða eitthvað svoleiðis. Ég held að við eigum mikið inni í að fullnýta páskana og þá kosti sem þetta mun hafa í för með sér,“ segir Steinþór.
Næturlíf Reykjavík Páskar Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Fleiri fréttir Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Sjá meira