Íslandsbankasalan - Að bregðast trausti þjóðarinnar Eyjólfur Ármannsson skrifar 16. apríl 2022 13:00 Flokkur fólksins er eini flokkurinn á Alþingi sem var móti sölunni á Íslandsbanka. Óljóst er hver rök annarra stjórnmálaflokka er fyrir sölunni í núverandi umhverfi á bankamarkaði, þar sem samkeppnisleysið er algjört. Ofurhagnaður bankanna sýnir að um sjálftöku á hagnaði er að ræða. Samanlagður hagnaður þriggja stóru banka á sl. ári var 82 milljaðar króna, aukning um 52 milljarða á milli ára. Þetta er á tímum heimsfaraldurs. Ríkið, eigandi Landsbanka og Íslandsbanka hefur enga eigendastefnu um að koma á samkeppni á bankamarkaði. Stefnuleysi ríkisstjórnarinnar í bankamálum er algjört. Sala Íslandsbanka er sama marki brennd. Þar fer saman stefnuleysi, vanhæfni og fúsk, að ekki sé talað um spillingu, þar sem stóra spurningin er hverjir fengu að kaupa. Birtingin á nöfnum kaupenda opinberar fyrir almenningi hverskonar hneyksli útboðið var. Kröfurnar til kaupenda voru engar og gæði þeirra eftir því. Hugtakið "fagfjárfestar" var notað til að blekkja þjóðina í útboðinu, þar sem gífurlegir fjármunir voru sviknir útúr þjóðinni. Ríkið ætlaði að hámarka sölutekjur en seldi með afslætti í umframeftirspurn. Lífeyrissjóðir fengu ekki að kaupa líkt og þeir óskuðu eftir, heldur var selt til hrunverja, kvótakónga, skuldugra aðila o.fl. sem náðu í stubb. Margir seldu strax aftur og leystu út hagnað. Reynt var að halda nöfnum þeirra leyndum, en það er einmitt þannig sem spilling þrífst. Stjórnendur Íslandsbanka sögðu það brjóta persónuverndarlög að birta nöfn minnstu fjárfestanna. Það var gert án fyrirframsamráðs við Persónuvernd líkt og lögin kveða á um. Birting á nöfnum kaupenda ætti að kalla á kæru til Persónuverndar, sé einhver fótur fyrir útspilinu. Persónuverndarlög heimila vinnslu persónupplýsinga vegna almannahagsmuna og lög um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum kveða á um gagnsæi. Með fyrirslættinum var reynt að telja þjóðinni trú um að hún gæti ekki fengið réttmætar upplýsingar. Upplýsingarnar varða svo sannarlega almannahag og opinberað ótrúlegt fúsk, vanhæfni og spillingu í klíkusamfélagi um það hverjir fengu, á kostnað skattborgaranna, aðgang að milljóna hagnaði yfir nótt. Stjórnendur bankans ættu að taka pokann sinn fyrir þátttöku sína þessari yfirhylmingu. Traustið er ekkert. Meginreglur laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum voru hunsaðar. Meginreglurnar kveða um á um að áhersla skuli lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði. Lögum samkvæmt skal Bankasýslan annast sölumeðferð eignarhluta fyrir hönd ríkisins í samræmi við ákvörðun ráðherra. Ábyrgðin er þeirra. Bankasýslan undirbýr sölu, leitar tilboða í eignarhlut, metur tilboð, hefur umsjón með samningaviðræðum við utanaðkomandi ráðgjafa og væntanlega kaupendur og annast samningagerð. Svo var ekki. Söluráðgjafar fengu 700 milljónir kr. fyrir að hringja í kaupendur og seldu sjálfum sér í leiðinni. Upplýsa á almenning um hvað liggur á bakvið þessar greiðslur og hvaða kröfur voru gerðar til þeirra. Alþingi ber að skipa rannsóknarnefnd til að rannsaka söluna á Íslandsbanka ef skapa á traust í samfélaginu. Höfundur er alþingsmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi og 2. varaformaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Salan á Íslandsbanka Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins er eini flokkurinn á Alþingi sem var móti sölunni á Íslandsbanka. Óljóst er hver rök annarra stjórnmálaflokka er fyrir sölunni í núverandi umhverfi á bankamarkaði, þar sem samkeppnisleysið er algjört. Ofurhagnaður bankanna sýnir að um sjálftöku á hagnaði er að ræða. Samanlagður hagnaður þriggja stóru banka á sl. ári var 82 milljaðar króna, aukning um 52 milljarða á milli ára. Þetta er á tímum heimsfaraldurs. Ríkið, eigandi Landsbanka og Íslandsbanka hefur enga eigendastefnu um að koma á samkeppni á bankamarkaði. Stefnuleysi ríkisstjórnarinnar í bankamálum er algjört. Sala Íslandsbanka er sama marki brennd. Þar fer saman stefnuleysi, vanhæfni og fúsk, að ekki sé talað um spillingu, þar sem stóra spurningin er hverjir fengu að kaupa. Birtingin á nöfnum kaupenda opinberar fyrir almenningi hverskonar hneyksli útboðið var. Kröfurnar til kaupenda voru engar og gæði þeirra eftir því. Hugtakið "fagfjárfestar" var notað til að blekkja þjóðina í útboðinu, þar sem gífurlegir fjármunir voru sviknir útúr þjóðinni. Ríkið ætlaði að hámarka sölutekjur en seldi með afslætti í umframeftirspurn. Lífeyrissjóðir fengu ekki að kaupa líkt og þeir óskuðu eftir, heldur var selt til hrunverja, kvótakónga, skuldugra aðila o.fl. sem náðu í stubb. Margir seldu strax aftur og leystu út hagnað. Reynt var að halda nöfnum þeirra leyndum, en það er einmitt þannig sem spilling þrífst. Stjórnendur Íslandsbanka sögðu það brjóta persónuverndarlög að birta nöfn minnstu fjárfestanna. Það var gert án fyrirframsamráðs við Persónuvernd líkt og lögin kveða á um. Birting á nöfnum kaupenda ætti að kalla á kæru til Persónuverndar, sé einhver fótur fyrir útspilinu. Persónuverndarlög heimila vinnslu persónupplýsinga vegna almannahagsmuna og lög um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum kveða á um gagnsæi. Með fyrirslættinum var reynt að telja þjóðinni trú um að hún gæti ekki fengið réttmætar upplýsingar. Upplýsingarnar varða svo sannarlega almannahag og opinberað ótrúlegt fúsk, vanhæfni og spillingu í klíkusamfélagi um það hverjir fengu, á kostnað skattborgaranna, aðgang að milljóna hagnaði yfir nótt. Stjórnendur bankans ættu að taka pokann sinn fyrir þátttöku sína þessari yfirhylmingu. Traustið er ekkert. Meginreglur laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum voru hunsaðar. Meginreglurnar kveða um á um að áhersla skuli lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði. Lögum samkvæmt skal Bankasýslan annast sölumeðferð eignarhluta fyrir hönd ríkisins í samræmi við ákvörðun ráðherra. Ábyrgðin er þeirra. Bankasýslan undirbýr sölu, leitar tilboða í eignarhlut, metur tilboð, hefur umsjón með samningaviðræðum við utanaðkomandi ráðgjafa og væntanlega kaupendur og annast samningagerð. Svo var ekki. Söluráðgjafar fengu 700 milljónir kr. fyrir að hringja í kaupendur og seldu sjálfum sér í leiðinni. Upplýsa á almenning um hvað liggur á bakvið þessar greiðslur og hvaða kröfur voru gerðar til þeirra. Alþingi ber að skipa rannsóknarnefnd til að rannsaka söluna á Íslandsbanka ef skapa á traust í samfélaginu. Höfundur er alþingsmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi og 2. varaformaður fjárlaganefndar.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar