Tólf slasaðir eftir skotárás í verslunarmiðstöð í Suður Karólínu Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2022 20:24 Hópur lögreglumanna sést hér utan við verslunarmiðstöðina í kjölfar árásarinnar í kvöld. Vísir/AP Tólf eru slasaðir eftir skotárás í verslunarmiðstöðinni Columbiana Centre í Suður Karólínu nú í kvöld. Þrír eru í haldi lögreglu vegna árásarinnar. Árásin átti sér stað nú undir kvöld en verslunarmiðstöðin er staðsett í borginni Columbia sem er höfuðborg Suður Karólínu, skammt frá borgunum Charleston og Charlotte. Af þeim tólf sem slösuðust í árásinni hlutu tíu þeirra skotsár og tveir eru alvarlega slasaðir. Sá yngsti sem slasaðist er fimmtán ára gamall. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar sem haldinn var núna klukkan níu. https://t.co/trhYAej2Rr— Columbia Police Dept (@ColumbiaPDSC) April 16, 2022 Þar kom einnig fram að þrír einstaklingar séu í haldi, vitni hafi séð þrá þeirra með skotvopn og vitað sé að minnsta kosti einn þeirra hafi skotið. Enn er unnið að rannsókn málsins og lögregla vildi lítið gefa upp um ástæðurnar að baki árásinni. Fram kom í máli William Holbrook lögreglustjóra að lögreglan telji skotárásina ekki hafa átt sér stað af handahófi heldur hafi einhvers konar átök á milli einstaklinga átt sér stað. Fjölmörgum skotum hafi verið skotið. Statement from @ColumbianaCtr: Today s isolated, senseless act of violence is extremely upsetting and our thoughts are with everyone impacted. We are grateful for the quick response and continued support of our security team and our partners in law enforcement. — Columbia Police Dept (@ColumbiaPDSC) April 16, 2022 Allir viðbragðsaðilar voru kallaðir til þegar tilkynning um skotárásina barst og sagði Holbrook að ástandið hefði verið erfitt. Hann þakkaði góðri æfingu lögreglumanna fyrir góð viðbrögð en bandaríska alríkislögreglan var meðal þeirra sem aðstoðaði á vettvangi. Lögreglan í Columbia tilkynnti strax í kjölfar árásarinnar að starfsfólk ætti að halda sér í verslunum sínum og að yfirgefa ekki verslanir sínar nema skipanir komi frá yfirvöldum. Update: We have confirmed that people have been injured during the incident they are receiving medical attention. The extent of injuries unknown at this time. #ColumbiaPDSC officers have been evacuating the mall and getting people to safety.— Columbia Police Dept (@ColumbiaPDSC) April 16, 2022 Employees inside the mall who were told to shelter in place for safety, law enforcement officers will come to you as a protected escort. DO NOT leave a store until told to do so by proper authorities.— Columbia Police Dept (@ColumbiaPDSC) April 16, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Árásin átti sér stað nú undir kvöld en verslunarmiðstöðin er staðsett í borginni Columbia sem er höfuðborg Suður Karólínu, skammt frá borgunum Charleston og Charlotte. Af þeim tólf sem slösuðust í árásinni hlutu tíu þeirra skotsár og tveir eru alvarlega slasaðir. Sá yngsti sem slasaðist er fimmtán ára gamall. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar sem haldinn var núna klukkan níu. https://t.co/trhYAej2Rr— Columbia Police Dept (@ColumbiaPDSC) April 16, 2022 Þar kom einnig fram að þrír einstaklingar séu í haldi, vitni hafi séð þrá þeirra með skotvopn og vitað sé að minnsta kosti einn þeirra hafi skotið. Enn er unnið að rannsókn málsins og lögregla vildi lítið gefa upp um ástæðurnar að baki árásinni. Fram kom í máli William Holbrook lögreglustjóra að lögreglan telji skotárásina ekki hafa átt sér stað af handahófi heldur hafi einhvers konar átök á milli einstaklinga átt sér stað. Fjölmörgum skotum hafi verið skotið. Statement from @ColumbianaCtr: Today s isolated, senseless act of violence is extremely upsetting and our thoughts are with everyone impacted. We are grateful for the quick response and continued support of our security team and our partners in law enforcement. — Columbia Police Dept (@ColumbiaPDSC) April 16, 2022 Allir viðbragðsaðilar voru kallaðir til þegar tilkynning um skotárásina barst og sagði Holbrook að ástandið hefði verið erfitt. Hann þakkaði góðri æfingu lögreglumanna fyrir góð viðbrögð en bandaríska alríkislögreglan var meðal þeirra sem aðstoðaði á vettvangi. Lögreglan í Columbia tilkynnti strax í kjölfar árásarinnar að starfsfólk ætti að halda sér í verslunum sínum og að yfirgefa ekki verslanir sínar nema skipanir komi frá yfirvöldum. Update: We have confirmed that people have been injured during the incident they are receiving medical attention. The extent of injuries unknown at this time. #ColumbiaPDSC officers have been evacuating the mall and getting people to safety.— Columbia Police Dept (@ColumbiaPDSC) April 16, 2022 Employees inside the mall who were told to shelter in place for safety, law enforcement officers will come to you as a protected escort. DO NOT leave a store until told to do so by proper authorities.— Columbia Police Dept (@ColumbiaPDSC) April 16, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira