Valencia vann þá góðan sjö stiga sigur á Bitci Baskonia, 71-78, eftir nokkuð sveiflukenndan leik.
Martin var atkvæðamikill í sóknarleik Valencia og lauk leik sem næststigahæsti leikmaður liðsins með fimmtán stig. Martin gaf einnig sex stoðsendingar, mest allra leikmanna á vellinum.
Valencia í þriðja sæti deildarinnar og líta vel út fyrir úrslitakeppnina en fimm umferðir eru eftir af deildarkeppninni.