Fjarðabyggð til framtíðar Eydís Ásbjörnsdóttir, Sigurður Ólafsson og Einar Már Sigurðarson skrifa 18. apríl 2022 20:30 Nú er kjörtímabilið senn á enda og gengið verður til kosninga. Kjósendur hafa því enn á ný tækifæri til að ákveða hverjum þau treysta til að leiða rekstur og stefnumótun sveitarfélagsins næstu fjögur árin. Við teljum því viðeigandi að líta yfir áherslur og árangur Fjarðalistans á liðnu kjörtímabili. Við lögðum af stað með metnaðarfullan málefnasamning þar sem stefnumál Fjarðalistans voru rauði þráðurinn - áhersla á velferð og bætt lífsgæði fjölskyldna. Þeim áherslum komum við í verk með ýmsum hætti: Verð skólamáltíða var lækkað í áföngum og eru þær nú gjaldfrjálsar, sem er mikil búbót fyrir barnafjölskyldur í Fjarðabyggð. Tekin voru upp ný vinnubrögð við snemmtæka íhlutun í málefnum barna. Verkefnið nefnist Sprettur og gengur út á teymisvinnu fagfólks og foreldra með það markmið að börn sem lenda í einhverskonar vanda fái viðeigandi aðstoð sem fyrst, áður en vandinn dýpkar. Til að koma verkefninu á laggirnar var skipulagi á fjölskyldusviði breytt og það stóreflt. Verkefnið er þegar farið að skila árangri í því að fyrirbyggja ónauðsynlegar þjáningar barna og fjölskyldna. Til lengri tíma mun það einnig skila miklum sparnaði. Tekjuviðmið og afsláttur eldri borgara og öryrkja af fasteignaskatti var hækkaður svo um munar. Einnig er boðið upp á garðslátt og snjómokstur fyrir þann hóp. Álagningarhlutfall fasteignaskatts var lækkað til að koma til móts við hækkun fasteignamats. Ákvörðun tekin um fara í metnaðarfullt verkefni sem miðar að heilsueflingu eldri borgara. Töluverð áskorun reyndist að koma slíku verkefni á laggirnar í miðjum heimsfaraldri, en það hafðist og fer það af stað á þessu ári. Almenningssamgöngur hafa verið efldar til muna og nú er 16 mánaða verkefni í gangi sem miðar að því að meta þarfir til framtíðar. Almenningssamgöngur í Fjarðabyggð gerðar gjaldfrjálsar. Fjarðabyggð hefur skuldbundið sig til að vera barnvænt sveitarfélag og innleiða þar með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Farið var í gagngera endurskoðun á stefnum sveitarfélagsins í ýmsu tengdu velferð, svo sem fræðslu- og frístundastefnu, jafnréttisstefnu, ferðamálastefnu og að auki er vinna hafin við stefnumótun og þarfagreiningu í málefnum eldri borgara. Við höfum sinnt fleiru en velferðarmálunum af metnaði, því miklar framkvæmdir hafa verið í gangi í sveitarfélaginu á kjörtímabilinu. Umfangsmiklum vegaframkvæmdum á Fáskrúðsfirði er að ljúka. Lokið var við viðbyggingu leikskólans á Reyðarfirði og ákveðið að stækka leikskólann á Eskifirði, en þær framkvæmdir hefjast fljótlega. Rafveita Reyðarfjarðar seld og nýtt íþróttahús byggt fyrir andvirði hennar, sem mun gjörbylta aðstöðu til íþróttaiðkunar á Reyðarfirði. Miklar framkvæmdir voru í gangi á vegum hafnarsjóðs um alla Fjarðabyggð sem allar miða að því að bæta hafnaraðstöðu, en undirstaða velferðar íbúa í Fjarðayggð eru hinar öflugu grunnstoðir atvinnulífsins á sviði sjávarútvegs, iðnaðar og fiskeldis, sem allt er hafnsækin starfsemi. Uppbygging ofanflóðamannvirkja í Fjarðabyggð hélt áfram og mikilvægt að þeim framkvæmdum ljúki sem fyrst. Þau mannvirki veita það öryggi og skjól sem hverjum einstaklingi og samfélagi er nauðsynlegt að eiga. Mikil uppbygging á göngu- og hjólastígum. Slíkar framkvæmdir þarf að vinna áfram af krafti sem víðast enda mikið öryggis- og lýðheilsumál. Ný umhverfis- og loftslagsstefna Fjarðabyggðar var unnin og samþykkt. Innleiðing hennar er þegar hafin. Aðalskipulag Fjarðabyggðar var endurskoðað, sem var mikil og þörf vinna. Slík stefnumótun er nauðsynlegur grunnur fyrir þá björtu framtíð sem við sjáum fyrir okkur í Fjarðabyggð. Við vitum nú betur hvert við stefnum sem samfélag. Þessi upptalning er ekki tæmandi, en dæmi um þá öflugu uppbyggingu sem við höfum unnið að á kjörtímabilinu. Árangur kjörtímabilsins er ekki síst ánægjulegur í ljósi þeirra miklu áskorana sem samfélagið þurfti að takast á við, svo sem ítrekaðan loðnubrest og heimsfaraldur. Ríksvaldið hvatti sveitarfélög til að halda sjó í framkvæmdum og rekstri til að styðja við eftirspurn á þessum erfiðu tímum og við gátum ekki látið okkar eftir liggja, sérstaklega í ljósi sterkrar stöðu sveitarfélagsins. Það að takast á við þessar óvæntu áskoranir var kostnaðarsamt, en þrátt fyrir allt stendur Fjarðabyggð betur fjárhagslega en flest önnur sveitarfélög. Við tókum þá ákvörðun að sækja fram frekar en að fara í niðurskurð og aðhaldsaðgerðir á erfiðum tímum og erum stolt af þeirri ákvörðun. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks úr minnihlutanumhalda því nú fram að rekstur sveitarsjóðs hafi verið óábyrgur á kjörtímabilinu. Sá flokkur hefur þó ekki lagst með skýrum hætti gegn ákvörðunum meirihlutans, öðrum en niðurgreiddum skólamáltíðum (sem voru þeim sérstakur þyrnir í augum), sölu á Rafveitu Reyðarfjarðar og nauðsynlegum en afar hagstæðum lántökum. Þeir firtast svo við þegar spurt er hvar hefði átt að skera niður og hvaða framkvæmdum þeir hefðu viljað sleppa og svara engu. Slíkt tal er því ódýrt. Þeir sleppa því líka að nefna að hallinn á rekstri síðasta árs er tilkominn vegna óvæntra breytinga á uppreiknuðum lífeyrisskuldbindingum, sem meirihlutinn hefur ekki ákvarðanavald yfir. Þær skuldbindingar hafa í raun ekki bein áhrif á reksturinn. Án þess höggs hefði A-hlutinn skilað ágætum afgangi og batinn í rekstri milli ára er umtalsverður. Það eru spennandi tímar framundan í Fjarðabyggð. Metnaðarfull áform eru á teikniborðinu um frekari uppbyggingu græns iðnaðar, öflug sjávarútvegsfyrirtæki halda áfram að vaxa og dafna og annar matvælaiðnaður, t.a.m. laxeldi er einnig í örum vexti. Í Fjarðabyggð þarf því að halda áfram uppbyggingu innviða og íbúðahúsnæðis, en framundan er mikill uppbyggingartími um land allt. Við slíkar aðstæður skiptir máli að leiðandi afl í sveitarstjórn hafi velferð og hamingju íbúanna í víðara samhengi að leiðarljósi. Fjarðalistinn verður áfram augljós valkostur þeirra sem vilja tryggja að áherslur velferðar og jöfnuðar verði í forgrunni í rekstri sveitarfélagsins. Við sem hér skrifum erum að draga okkur í hlé og viljum nýta tækifærið til að þakka íbúum Fjarðabyggðar traustið og samvinnuna á liðnum árum. Við keflinu tekur frábært nýtt fólk, sem við treystum fullkomlega fyrir forystu listans. Stefán Þór, Arndís Bára og Einar Hafþór eru ung, klár og dugleg og það verður gaman að sjá þau takast á við verkefnin sem bíða. Þeim til halds og trausts eru svo Hjördís Helga Seljan, Birta og Esther Ösp, sem allar hafa reynslu og þekkingu frá fyrri kjörtímabilum, auk þess að vera eldklárar og með félagshyggjuhjartað á réttum stað. Listinn allur er skipaður toppfólki sem vill leggja sitt af mörkum og við hlökkum til að fylgjast með þeim gera okkar góða samfélag enn betra. Framtíðin er því björt hjá Fjarðalistanum, eins og í Fjarðabyggð allri. Setjum X við L á kjördag! Höfundar eru forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, og bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð og formaður SSA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fjarðabyggð Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Sjá meira
Nú er kjörtímabilið senn á enda og gengið verður til kosninga. Kjósendur hafa því enn á ný tækifæri til að ákveða hverjum þau treysta til að leiða rekstur og stefnumótun sveitarfélagsins næstu fjögur árin. Við teljum því viðeigandi að líta yfir áherslur og árangur Fjarðalistans á liðnu kjörtímabili. Við lögðum af stað með metnaðarfullan málefnasamning þar sem stefnumál Fjarðalistans voru rauði þráðurinn - áhersla á velferð og bætt lífsgæði fjölskyldna. Þeim áherslum komum við í verk með ýmsum hætti: Verð skólamáltíða var lækkað í áföngum og eru þær nú gjaldfrjálsar, sem er mikil búbót fyrir barnafjölskyldur í Fjarðabyggð. Tekin voru upp ný vinnubrögð við snemmtæka íhlutun í málefnum barna. Verkefnið nefnist Sprettur og gengur út á teymisvinnu fagfólks og foreldra með það markmið að börn sem lenda í einhverskonar vanda fái viðeigandi aðstoð sem fyrst, áður en vandinn dýpkar. Til að koma verkefninu á laggirnar var skipulagi á fjölskyldusviði breytt og það stóreflt. Verkefnið er þegar farið að skila árangri í því að fyrirbyggja ónauðsynlegar þjáningar barna og fjölskyldna. Til lengri tíma mun það einnig skila miklum sparnaði. Tekjuviðmið og afsláttur eldri borgara og öryrkja af fasteignaskatti var hækkaður svo um munar. Einnig er boðið upp á garðslátt og snjómokstur fyrir þann hóp. Álagningarhlutfall fasteignaskatts var lækkað til að koma til móts við hækkun fasteignamats. Ákvörðun tekin um fara í metnaðarfullt verkefni sem miðar að heilsueflingu eldri borgara. Töluverð áskorun reyndist að koma slíku verkefni á laggirnar í miðjum heimsfaraldri, en það hafðist og fer það af stað á þessu ári. Almenningssamgöngur hafa verið efldar til muna og nú er 16 mánaða verkefni í gangi sem miðar að því að meta þarfir til framtíðar. Almenningssamgöngur í Fjarðabyggð gerðar gjaldfrjálsar. Fjarðabyggð hefur skuldbundið sig til að vera barnvænt sveitarfélag og innleiða þar með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Farið var í gagngera endurskoðun á stefnum sveitarfélagsins í ýmsu tengdu velferð, svo sem fræðslu- og frístundastefnu, jafnréttisstefnu, ferðamálastefnu og að auki er vinna hafin við stefnumótun og þarfagreiningu í málefnum eldri borgara. Við höfum sinnt fleiru en velferðarmálunum af metnaði, því miklar framkvæmdir hafa verið í gangi í sveitarfélaginu á kjörtímabilinu. Umfangsmiklum vegaframkvæmdum á Fáskrúðsfirði er að ljúka. Lokið var við viðbyggingu leikskólans á Reyðarfirði og ákveðið að stækka leikskólann á Eskifirði, en þær framkvæmdir hefjast fljótlega. Rafveita Reyðarfjarðar seld og nýtt íþróttahús byggt fyrir andvirði hennar, sem mun gjörbylta aðstöðu til íþróttaiðkunar á Reyðarfirði. Miklar framkvæmdir voru í gangi á vegum hafnarsjóðs um alla Fjarðabyggð sem allar miða að því að bæta hafnaraðstöðu, en undirstaða velferðar íbúa í Fjarðayggð eru hinar öflugu grunnstoðir atvinnulífsins á sviði sjávarútvegs, iðnaðar og fiskeldis, sem allt er hafnsækin starfsemi. Uppbygging ofanflóðamannvirkja í Fjarðabyggð hélt áfram og mikilvægt að þeim framkvæmdum ljúki sem fyrst. Þau mannvirki veita það öryggi og skjól sem hverjum einstaklingi og samfélagi er nauðsynlegt að eiga. Mikil uppbygging á göngu- og hjólastígum. Slíkar framkvæmdir þarf að vinna áfram af krafti sem víðast enda mikið öryggis- og lýðheilsumál. Ný umhverfis- og loftslagsstefna Fjarðabyggðar var unnin og samþykkt. Innleiðing hennar er þegar hafin. Aðalskipulag Fjarðabyggðar var endurskoðað, sem var mikil og þörf vinna. Slík stefnumótun er nauðsynlegur grunnur fyrir þá björtu framtíð sem við sjáum fyrir okkur í Fjarðabyggð. Við vitum nú betur hvert við stefnum sem samfélag. Þessi upptalning er ekki tæmandi, en dæmi um þá öflugu uppbyggingu sem við höfum unnið að á kjörtímabilinu. Árangur kjörtímabilsins er ekki síst ánægjulegur í ljósi þeirra miklu áskorana sem samfélagið þurfti að takast á við, svo sem ítrekaðan loðnubrest og heimsfaraldur. Ríksvaldið hvatti sveitarfélög til að halda sjó í framkvæmdum og rekstri til að styðja við eftirspurn á þessum erfiðu tímum og við gátum ekki látið okkar eftir liggja, sérstaklega í ljósi sterkrar stöðu sveitarfélagsins. Það að takast á við þessar óvæntu áskoranir var kostnaðarsamt, en þrátt fyrir allt stendur Fjarðabyggð betur fjárhagslega en flest önnur sveitarfélög. Við tókum þá ákvörðun að sækja fram frekar en að fara í niðurskurð og aðhaldsaðgerðir á erfiðum tímum og erum stolt af þeirri ákvörðun. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks úr minnihlutanumhalda því nú fram að rekstur sveitarsjóðs hafi verið óábyrgur á kjörtímabilinu. Sá flokkur hefur þó ekki lagst með skýrum hætti gegn ákvörðunum meirihlutans, öðrum en niðurgreiddum skólamáltíðum (sem voru þeim sérstakur þyrnir í augum), sölu á Rafveitu Reyðarfjarðar og nauðsynlegum en afar hagstæðum lántökum. Þeir firtast svo við þegar spurt er hvar hefði átt að skera niður og hvaða framkvæmdum þeir hefðu viljað sleppa og svara engu. Slíkt tal er því ódýrt. Þeir sleppa því líka að nefna að hallinn á rekstri síðasta árs er tilkominn vegna óvæntra breytinga á uppreiknuðum lífeyrisskuldbindingum, sem meirihlutinn hefur ekki ákvarðanavald yfir. Þær skuldbindingar hafa í raun ekki bein áhrif á reksturinn. Án þess höggs hefði A-hlutinn skilað ágætum afgangi og batinn í rekstri milli ára er umtalsverður. Það eru spennandi tímar framundan í Fjarðabyggð. Metnaðarfull áform eru á teikniborðinu um frekari uppbyggingu græns iðnaðar, öflug sjávarútvegsfyrirtæki halda áfram að vaxa og dafna og annar matvælaiðnaður, t.a.m. laxeldi er einnig í örum vexti. Í Fjarðabyggð þarf því að halda áfram uppbyggingu innviða og íbúðahúsnæðis, en framundan er mikill uppbyggingartími um land allt. Við slíkar aðstæður skiptir máli að leiðandi afl í sveitarstjórn hafi velferð og hamingju íbúanna í víðara samhengi að leiðarljósi. Fjarðalistinn verður áfram augljós valkostur þeirra sem vilja tryggja að áherslur velferðar og jöfnuðar verði í forgrunni í rekstri sveitarfélagsins. Við sem hér skrifum erum að draga okkur í hlé og viljum nýta tækifærið til að þakka íbúum Fjarðabyggðar traustið og samvinnuna á liðnum árum. Við keflinu tekur frábært nýtt fólk, sem við treystum fullkomlega fyrir forystu listans. Stefán Þór, Arndís Bára og Einar Hafþór eru ung, klár og dugleg og það verður gaman að sjá þau takast á við verkefnin sem bíða. Þeim til halds og trausts eru svo Hjördís Helga Seljan, Birta og Esther Ösp, sem allar hafa reynslu og þekkingu frá fyrri kjörtímabilum, auk þess að vera eldklárar og með félagshyggjuhjartað á réttum stað. Listinn allur er skipaður toppfólki sem vill leggja sitt af mörkum og við hlökkum til að fylgjast með þeim gera okkar góða samfélag enn betra. Framtíðin er því björt hjá Fjarðalistanum, eins og í Fjarðabyggð allri. Setjum X við L á kjördag! Höfundar eru forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, og bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð og formaður SSA.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun