Framsóknarflokkurinn sniðgengur börn af erlendum uppruna í borginni Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 22. apríl 2022 10:31 Öll sveitarfélög landsins fá framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna barna af erlendum uppruna - nema Reykjavík. Borgin hefur stefnt ríkinu vegna þessa og stefnir allt í að þessi framlög verði útkljáð fyrir dómstólum. Öll börn í Garðabæ af erlendum uppruna fá fjármagn frá Jöfnunarsjóði, öll börn í Kópavogi, öll börn í Hafnarfirði - öll börn nema í Reykjavík. Á dögunum sagðist nýr oddviti Framsóknarflokksins í borginni styðja formanninn sinn og reyndi að aftengja framboð flokksins í Reykjavík frá formanninum og óréttlætanlegri framgöngu hans gagnvart konu af erlendum uppruna. Um leið sagði hann kjósendum að að Framsókn væri umburðalyndur fjölmenningarsinnaður velferðaflokkur og þau sem væru í framboði bæru hag fjölmenningarsamfélagsins mjög fyrir brjósti. Ef Framsóknarflokknum væri í raun umburðarlyndur fjölmenningasinnaður velferðarflokkur þá myndi flokkurinn ekki standa fyrir þeirri mismunun ár eftir ár að Reykjavíkurborg sé útilokuð frá framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna grunnskólareksturs og þjónustu við börn með annað móðurmál en íslensku. Við erum að tala um einn viðkvæmasta hóp barna í íslensku skólakerfi. Sigurður Ingi hefði, sem innviðaráðherra, getað komið til móts við borgina og leiðrétt þennan mismun en gerði það ekki og virðast hvorki barna- og menntamála ráðherra, Ásmundur Einar Daðason, né ráðherra íslenskunnar, Lilja Alfreðsdóttir, heldur hafa áhuga málinu. Bæði eru þau flokkssystkyni Einars og Sigurðar Ingar. Skilaboðin gætu ekki verið skýrari. Er Framsókn að hugsa um grunnskólabörn í borginni? Nei. Er Framsókn að hugsa um stöðu barna af erlendum uppruna? Nei. Að minnsta ekki þeim meirihluta barna af erlendum uppruna sem býr í Reykjavík. Línuleg fjölgun fjöltyngdra barna í borginni Í tölulegum upplýsingum sem Skóla- og frístundasvið heldur úti má sjá línulega fjölgun fjöltyngdra barna í leik- og grunnskólum borgarinnar síðustu sex árin. Hvergi á Íslandi er fjölbreyttari samsetning íbúa en í hverfinu mínu, Breiðholti. Þegar horft er á fjölgun barna yfir síðasta kjörtímabil í grunnskólum borgarinnar hefur þeim fjölgað úr rúmlega 2.200 yfir í tæplega 3.000 börn á árinu 2021. Jöfnunarsjóður greiðir 130.000 krónur með börnum annarra sveitarfélaga en Reykjavik og því verða börn af erlendum uppruna tæplega 390 milljónum króna bara fyrir árið 2021. Á þessu kjörtímabili erum við að tala um rúmlega 1,4 milljarð króna sem börn af erlendum uppruna hafa verið sniðgengin um og fjölmennasti hópurinn býr í hverfinu mínu, Breiðholti. Ef Framsókn er umburðarlyndur, fjölmenningasinnaður velferðarflokkur, hvers vegna láta þá formaður flokksins, tveir Reykjavíkurþingmenn á ráðherrastólum og oddviti borgarstjórnarframboðsins, nýfluttur í Breiðholt, þennan ójöfnuð viðgangast? Lýðskrum Framsóknarflokkurinn hefur markvisst sniðgengið grunnskóla í borginni og börn með annað móðurmál en íslensku með svimandi háum fjárhæðum, sjá nánar í grein sem ég skrifaði fyrr í vetur um þá fjármuni sem borgin verður af. Þannig hafa fyrrnefndir þrír ráðherrar flokksins sniðgengið ítrekað börn af erlendum uppruna. Það sem er enn áhugaverða er að bæði Lilja og Ásmundur eru oddvitar í þinginu fyrir Reykvíkinga. Lilja hreykir sér af því á tyllidögum að vera Breiðhyltingur, mætir galvösk í Gísla Marteinn og segist þykja svo vænt um gamla hverfið sitt og Fellaskóla. Nýr oddviti Framsóknar, Einar Þorsteinsson, er ný fluttur upp í Breiðholt. Fluttur inn í mekka fjölmenningar og fjölbreytileika. Öll tala fyrir fyrir velferð og hagsmunum barna en skilja börnin í grunnskólum borgarinnar eftir og reka svo smiðshöggið í börn með annað móðurmál en íslensku. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar lagði fram frumvarp í þinginu fyrir stuttu ásamt níu öðrum þingmönnum úr minnihluta þar sem lagt er til að bundinn verði endi á þessa mismunun gegn börnum í Reykjavík. Ef Framsóknarflokkurinn vill vera trúverðugur í málflutningi sínum sem umburðalyndur, fjölmenningasinnaður velferðaflokkur þá munu þingmenn flokksins, ráðherra Jöfnunarsjóðs, barna- og menntamála ráðherra og ráðherra íslenskunnar tala fyrir þessu frumvarpi og samþykkja. Ef ekki þá er flokknum ekki treystandi sem málsvara barna af erlendum uppruna eða sem borgarflokks heldur er um hreint lýðskrum að ræða. Samfylkingin í borginni forgangsraðar í þágu barna af erlendum uppruna Í kosningastefnu Samfylkingarinnar 2018 var kafli um aðgerðaáætlun um málefni barna með annað móðurmál en íslensku og hún er komin í framkvæmd. Með henni var lögð rík áhersla á að jafna tækifæri þessara barna og jafnaldra þeirra til menntunar enda er íslensku færni grundvallaratriði varðandi lýðræðislega þátttöku, jafnrétti í skóla- og frístundastarfi og samfélaginu öllu. Framlög til íslenskukennslu voru hækkuð um tæpan helming eða 143 milljónir á ári eða 429 milljónir króna alls. Samfylkingin mismunar ekki börnum út frá uppruna og búsetu eins og Framsóknarflokkurinn gerir. Fáum við skýrt umboð frá borgarbúum í kosningunum 14. maí nk munum við áfram forgangsraða í þágu barna með annað móðurmál en íslensku enda ekkert eins mikilvægara og að tryggja börnum jöfn tækifæri til menntunar. Setjum X- við S þann 14. maí 2022. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, búsett í Breiðholti og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Reykjavík Börn og uppeldi Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grunnskólar Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Öll sveitarfélög landsins fá framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna barna af erlendum uppruna - nema Reykjavík. Borgin hefur stefnt ríkinu vegna þessa og stefnir allt í að þessi framlög verði útkljáð fyrir dómstólum. Öll börn í Garðabæ af erlendum uppruna fá fjármagn frá Jöfnunarsjóði, öll börn í Kópavogi, öll börn í Hafnarfirði - öll börn nema í Reykjavík. Á dögunum sagðist nýr oddviti Framsóknarflokksins í borginni styðja formanninn sinn og reyndi að aftengja framboð flokksins í Reykjavík frá formanninum og óréttlætanlegri framgöngu hans gagnvart konu af erlendum uppruna. Um leið sagði hann kjósendum að að Framsókn væri umburðalyndur fjölmenningarsinnaður velferðaflokkur og þau sem væru í framboði bæru hag fjölmenningarsamfélagsins mjög fyrir brjósti. Ef Framsóknarflokknum væri í raun umburðarlyndur fjölmenningasinnaður velferðarflokkur þá myndi flokkurinn ekki standa fyrir þeirri mismunun ár eftir ár að Reykjavíkurborg sé útilokuð frá framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna grunnskólareksturs og þjónustu við börn með annað móðurmál en íslensku. Við erum að tala um einn viðkvæmasta hóp barna í íslensku skólakerfi. Sigurður Ingi hefði, sem innviðaráðherra, getað komið til móts við borgina og leiðrétt þennan mismun en gerði það ekki og virðast hvorki barna- og menntamála ráðherra, Ásmundur Einar Daðason, né ráðherra íslenskunnar, Lilja Alfreðsdóttir, heldur hafa áhuga málinu. Bæði eru þau flokkssystkyni Einars og Sigurðar Ingar. Skilaboðin gætu ekki verið skýrari. Er Framsókn að hugsa um grunnskólabörn í borginni? Nei. Er Framsókn að hugsa um stöðu barna af erlendum uppruna? Nei. Að minnsta ekki þeim meirihluta barna af erlendum uppruna sem býr í Reykjavík. Línuleg fjölgun fjöltyngdra barna í borginni Í tölulegum upplýsingum sem Skóla- og frístundasvið heldur úti má sjá línulega fjölgun fjöltyngdra barna í leik- og grunnskólum borgarinnar síðustu sex árin. Hvergi á Íslandi er fjölbreyttari samsetning íbúa en í hverfinu mínu, Breiðholti. Þegar horft er á fjölgun barna yfir síðasta kjörtímabil í grunnskólum borgarinnar hefur þeim fjölgað úr rúmlega 2.200 yfir í tæplega 3.000 börn á árinu 2021. Jöfnunarsjóður greiðir 130.000 krónur með börnum annarra sveitarfélaga en Reykjavik og því verða börn af erlendum uppruna tæplega 390 milljónum króna bara fyrir árið 2021. Á þessu kjörtímabili erum við að tala um rúmlega 1,4 milljarð króna sem börn af erlendum uppruna hafa verið sniðgengin um og fjölmennasti hópurinn býr í hverfinu mínu, Breiðholti. Ef Framsókn er umburðarlyndur, fjölmenningasinnaður velferðarflokkur, hvers vegna láta þá formaður flokksins, tveir Reykjavíkurþingmenn á ráðherrastólum og oddviti borgarstjórnarframboðsins, nýfluttur í Breiðholt, þennan ójöfnuð viðgangast? Lýðskrum Framsóknarflokkurinn hefur markvisst sniðgengið grunnskóla í borginni og börn með annað móðurmál en íslensku með svimandi háum fjárhæðum, sjá nánar í grein sem ég skrifaði fyrr í vetur um þá fjármuni sem borgin verður af. Þannig hafa fyrrnefndir þrír ráðherrar flokksins sniðgengið ítrekað börn af erlendum uppruna. Það sem er enn áhugaverða er að bæði Lilja og Ásmundur eru oddvitar í þinginu fyrir Reykvíkinga. Lilja hreykir sér af því á tyllidögum að vera Breiðhyltingur, mætir galvösk í Gísla Marteinn og segist þykja svo vænt um gamla hverfið sitt og Fellaskóla. Nýr oddviti Framsóknar, Einar Þorsteinsson, er ný fluttur upp í Breiðholt. Fluttur inn í mekka fjölmenningar og fjölbreytileika. Öll tala fyrir fyrir velferð og hagsmunum barna en skilja börnin í grunnskólum borgarinnar eftir og reka svo smiðshöggið í börn með annað móðurmál en íslensku. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar lagði fram frumvarp í þinginu fyrir stuttu ásamt níu öðrum þingmönnum úr minnihluta þar sem lagt er til að bundinn verði endi á þessa mismunun gegn börnum í Reykjavík. Ef Framsóknarflokkurinn vill vera trúverðugur í málflutningi sínum sem umburðalyndur, fjölmenningasinnaður velferðaflokkur þá munu þingmenn flokksins, ráðherra Jöfnunarsjóðs, barna- og menntamála ráðherra og ráðherra íslenskunnar tala fyrir þessu frumvarpi og samþykkja. Ef ekki þá er flokknum ekki treystandi sem málsvara barna af erlendum uppruna eða sem borgarflokks heldur er um hreint lýðskrum að ræða. Samfylkingin í borginni forgangsraðar í þágu barna af erlendum uppruna Í kosningastefnu Samfylkingarinnar 2018 var kafli um aðgerðaáætlun um málefni barna með annað móðurmál en íslensku og hún er komin í framkvæmd. Með henni var lögð rík áhersla á að jafna tækifæri þessara barna og jafnaldra þeirra til menntunar enda er íslensku færni grundvallaratriði varðandi lýðræðislega þátttöku, jafnrétti í skóla- og frístundastarfi og samfélaginu öllu. Framlög til íslenskukennslu voru hækkuð um tæpan helming eða 143 milljónir á ári eða 429 milljónir króna alls. Samfylkingin mismunar ekki börnum út frá uppruna og búsetu eins og Framsóknarflokkurinn gerir. Fáum við skýrt umboð frá borgarbúum í kosningunum 14. maí nk munum við áfram forgangsraða í þágu barna með annað móðurmál en íslensku enda ekkert eins mikilvægara og að tryggja börnum jöfn tækifæri til menntunar. Setjum X- við S þann 14. maí 2022. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, búsett í Breiðholti og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun