Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 22. apríl 2022 16:31 „Við höfum bráðum styrkt Úkraínu um tæplega einn milljarð evra. Þetta kann að hljóma mikið en einn milljarður evra er það sem við greiðum Pútín á hverjum einasta degi fyrir orkuna sem hann útvegar okkur. Frá því að stríðið hófst höfum við greitt honum 35 milljarða evra. Berið þetta saman við þann eina milljarð evra sem við höfum látið Úkraínu fá til þess að festa kaup á vopnum og hergögnum.“ Þessi orð lét Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, falla í ræðu á þingi þess 6. apríl síðastliðinn þar sem fjallað var um frekari viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi undir forystu Vladimírs Pútín, forseta landsins, vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu. Enn bólar hins vegar ekkert á því að þvingunaraðgerðir sambandsins nái til umfangsmikilla kaupa ríkja þess á olíu og gasi frá Rússlandi. Hernaður Pútíns fjármagnaður af ESB Fyrir um mánuði flutti Borrell aðra ræðu á þingi Evrópusambandsins þar sem hann sagði að ríki þess hefðu í raun og veru gert hernað Pútíns mögulegan með kaupum á rússnesku gasi og olíu um langt árabil. Varað hefði verið við því hversu háð Evrópusambandið væri Rússlandi í orkumálum árum saman en í stað þess að draga úr í þeim efnum hefði sambandið þvert á móti orðið enn háðara rússneskri orku. „Þegar Rússar réðust inn á Krímskaga töluðum við um að við þyrftum að draga úr því hversu háð við værum rússnesku gasi. Síðan þá höfum við aukið það í stað þess að draga úr því,“ sagði Borrell í ræðunni. Í annarri ræðu í byrjun marz sagði hann að rætt hefði verið um það að draga þyrfti úr í þessum efnum í að minnsta kosti tuttugu ár en þess í stað hefði Evrópusambandið sífellt orðið háðara rússnesku gasi. Þúsundir milljarða króna frá ESB til Pútíns Fjárhæðirnar hér að framan eru engir smáaurar en einn milljarður evra samsvarar um 139 milljörðum króna og 35 milljarðar evra um 4.865 milljörðum. Þessar fjárhæðir hafa eðli málsins samkvæmt hækkað umtalsvert frá því að ræða Borrells 6. apríl var flutt. Einkum talan yfir féð sem streymt hefur frá ríkjum Evrópusambandsins í ríkissjóð Rússlands. Hærra verðlag hefur síðan hækkað hana enn frekar. Þá er ljóst að sú fjárhæð hefur verið margfalt hærri á undanförnum árum en um 40% af því gasi sem notað er innan Evrópusambandsins hefur komið frá Rússlandi og um 25% olíunnar. Brezk og bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að stöðva öll orkukaup frá Rússlandi, sem verið hafa margfalt minni en í tilfelli sambandsins, en ekkert er hins vegar að frétta í þeim efnum hjá Evrópusambandinu sem fyrr segir. Hefur ekki kunnað fótum sínum forráð Fyrir utan þá staðreynd að ríki Evrópusambandsins hafa vanrækt það að tryggja eigin varnir um langt árabil er þannig í bezta falli vandséð hvaða vörn sambandið ætti að geta veitt Íslandi gegn rússneskum stjórnvöldum, eins og sumir hafa talað fyrir, með hliðsjón af því að sjálft hefur það engan veginn kunnað fótum sínum forráð þegar kemur að orkuöryggi sem er lykilatriði þegar kemur að öryggismálum ríkja. Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur þannig haft í för með sér er að afhjúpa enn frekar en áður hversu illa Evrópusambandið stendur að vígi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Raunar hefur verið um slíka hrópandi staðreynd að ræða að æðsti embættismaður sambandsins á sviði utanríkis- og öryggismála hefur ekki séð sér annað fært en að gangast ítrekað við henni opinberlega. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
„Við höfum bráðum styrkt Úkraínu um tæplega einn milljarð evra. Þetta kann að hljóma mikið en einn milljarður evra er það sem við greiðum Pútín á hverjum einasta degi fyrir orkuna sem hann útvegar okkur. Frá því að stríðið hófst höfum við greitt honum 35 milljarða evra. Berið þetta saman við þann eina milljarð evra sem við höfum látið Úkraínu fá til þess að festa kaup á vopnum og hergögnum.“ Þessi orð lét Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, falla í ræðu á þingi þess 6. apríl síðastliðinn þar sem fjallað var um frekari viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi undir forystu Vladimírs Pútín, forseta landsins, vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu. Enn bólar hins vegar ekkert á því að þvingunaraðgerðir sambandsins nái til umfangsmikilla kaupa ríkja þess á olíu og gasi frá Rússlandi. Hernaður Pútíns fjármagnaður af ESB Fyrir um mánuði flutti Borrell aðra ræðu á þingi Evrópusambandsins þar sem hann sagði að ríki þess hefðu í raun og veru gert hernað Pútíns mögulegan með kaupum á rússnesku gasi og olíu um langt árabil. Varað hefði verið við því hversu háð Evrópusambandið væri Rússlandi í orkumálum árum saman en í stað þess að draga úr í þeim efnum hefði sambandið þvert á móti orðið enn háðara rússneskri orku. „Þegar Rússar réðust inn á Krímskaga töluðum við um að við þyrftum að draga úr því hversu háð við værum rússnesku gasi. Síðan þá höfum við aukið það í stað þess að draga úr því,“ sagði Borrell í ræðunni. Í annarri ræðu í byrjun marz sagði hann að rætt hefði verið um það að draga þyrfti úr í þessum efnum í að minnsta kosti tuttugu ár en þess í stað hefði Evrópusambandið sífellt orðið háðara rússnesku gasi. Þúsundir milljarða króna frá ESB til Pútíns Fjárhæðirnar hér að framan eru engir smáaurar en einn milljarður evra samsvarar um 139 milljörðum króna og 35 milljarðar evra um 4.865 milljörðum. Þessar fjárhæðir hafa eðli málsins samkvæmt hækkað umtalsvert frá því að ræða Borrells 6. apríl var flutt. Einkum talan yfir féð sem streymt hefur frá ríkjum Evrópusambandsins í ríkissjóð Rússlands. Hærra verðlag hefur síðan hækkað hana enn frekar. Þá er ljóst að sú fjárhæð hefur verið margfalt hærri á undanförnum árum en um 40% af því gasi sem notað er innan Evrópusambandsins hefur komið frá Rússlandi og um 25% olíunnar. Brezk og bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að stöðva öll orkukaup frá Rússlandi, sem verið hafa margfalt minni en í tilfelli sambandsins, en ekkert er hins vegar að frétta í þeim efnum hjá Evrópusambandinu sem fyrr segir. Hefur ekki kunnað fótum sínum forráð Fyrir utan þá staðreynd að ríki Evrópusambandsins hafa vanrækt það að tryggja eigin varnir um langt árabil er þannig í bezta falli vandséð hvaða vörn sambandið ætti að geta veitt Íslandi gegn rússneskum stjórnvöldum, eins og sumir hafa talað fyrir, með hliðsjón af því að sjálft hefur það engan veginn kunnað fótum sínum forráð þegar kemur að orkuöryggi sem er lykilatriði þegar kemur að öryggismálum ríkja. Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur þannig haft í för með sér er að afhjúpa enn frekar en áður hversu illa Evrópusambandið stendur að vígi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Raunar hefur verið um slíka hrópandi staðreynd að ræða að æðsti embættismaður sambandsins á sviði utanríkis- og öryggismála hefur ekki séð sér annað fært en að gangast ítrekað við henni opinberlega. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun