Kópavogur er vinur minn Gunnar Jónsson skrifar 25. apríl 2022 07:01 Ég er Kópavogsbúi, fæddist á fæðingarheimili í bænum, bjó þar og sótti skóla þar til kom að háskólanámi. Þá fluttist ég til Reykjavíkur og svo til Bandaríkjanna í nokkur ár að því loknu. En ég vissi að það voru hliðarspor. Húsið mitt með stórum staf gat ég aldrei byggt annarstaðar en í Kópavogi. Ég er alinn upp í vesturbænum, sem nú er kallaður Kársnes og er loksins að öðlast þann sess sem honum ber. Hafandi byggt Húsið í austurbænum er ég aftur fluttur í hús sem foreldrar mínir byggðu og ég ólst upp í. Það er yndislegt að horfa út um stofugluggann af Sunnubrautinni yfir Kópavoginn rétt eins og það var dásamlegt að horfa frá Bláfjöllum til Bessastaða úr Hólahjalla. Ég var aldrei íþróttahetja. Tóti Þórhalls og Huldu P., fyrsti og besti vinur minn og granni af Sunnubrautinni, sá meira um það. Ég æfði þó handbolta í HK og held enn með HK - í handbolta. Í fótbolta er ég hinsvegar gegnumgrænn Bliki, gat aldrei farið á annan veg þar sem fjölskylda Tóta er sennilega mesta Blikafjölskylda sem bærinn hefur alið. Ég held líka með Blikunum í hverju því öðru sporti sem þar er stundað. Í golfi er ég GKG-ingur og Gerplumaður í fimleikum. Ég held einfaldlega alltaf með Kópavogi og því sem þaðan kemur og finnst það hvorki þurfa afsökunar né útskýringar við. Kópavogur æsku minnar var sennilega langt í frá fullkominn. Kannski svolítið eins og gelgjulegur unglingur óviss um sjálfan sig í samanburði við ráðsettari granna í Reykjavík og Hafnarfirði, þannig að samanburður við kaupstaði sé látinn nægja. Það var samt góður andi í Kópavogi og menn voru samhuga um að gera veg bæjarins og þeirra sem hann byggðu sem mestan. Aðrir gerðu grín að gatnakerfinu okkar. Fólk á mínu reki kom engu að síður meira og minna aftur í Kópavoginn eftir hliðarspor á fyrstu fullorðinsárum. Það hlýtur að segja eitthvað. Bæjaryfirvöld eru til fyrir íbúa ekki öfugt Bærinn hefur vaxið hraðar en nokkurn óraði fyrir. Mér var kennt að upphaf hans hafi í raun falist í því að bæjaryfirvöld í Reykjavík hafi ekki átt lóðir fyrir aðra en menn úr Flokknum. Hinir hafi orðið að leita í Kópavog. Út frá því má segja það fara gegn erfðamengi bæjarins að Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið fyrir stjórn hans nánast óslitið í marga áratugi. Síst skal úr því dregið að miklar framfarir hafi orðið í bænum á þessum tíma og gríðarleg fjölgun. Nafni minn Birgisson gerði margt gott á sínum tíma og það er gott að búa í Kópavogi. Stundum finnst mér samt sem bæjaryfirvöld gleymi því að þau eru til fyrir bæjarbúa en ekki öfugt. Gleggst sést þetta í skipulagsákvörðunum. Magn gengur of oft framar gæðum og reglur eru taldar til hliðsjónar en ekki vegvísar um rétta og lögbundna framkvæmd. Vitaskuld vilja bæjarbúar veg bæjarins sem mestan og halda áfram að vera stærsti bær á landinu. En það má ekki þýða að allstaðar skuli hámarka byggingarmagn og markmiðið sé að fjölga Kópavogsbúum án tillits til annars. Ég býð alla velkomna í bæinn, en það þarf líka að huga að okkur sem fyrir erum. Þess verður að gæta að bæjarbúar eigi auða og græna reiti til mannlífs, jafnvel þótt reikna mætti grænu eða auðu reitina til mikilla lóðaverðmæta. New York væri ekki New York án Central Park og Kópavogur ekki Kópavogur án Rútstúns eða Kópavogsdalsins. Bæjaryfirvöld starfa í okkar umboði og leiðarljós þeirra á að vera okkar hagsmunir. Það hefur því miður gleymst í skipulagsákvörðunum undanfarinna ára. Það þarf að laga. Kópavogur hefur alltaf verið vinur minn og vinir segja til vamms. Skipulagsmál í Kópavogi hafa verið ólíðandi vömm liðin ár. Á því þarf að taka. Vinir Kópavogs urðu til í þeim tilgangi. Þess vegna vil ég ekki bara að Kópavogur sé vinur minn heldur ætla ég líka að vera Vinur Kópavogs. Höfundur er Kópavogsbúi og hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Ég er Kópavogsbúi, fæddist á fæðingarheimili í bænum, bjó þar og sótti skóla þar til kom að háskólanámi. Þá fluttist ég til Reykjavíkur og svo til Bandaríkjanna í nokkur ár að því loknu. En ég vissi að það voru hliðarspor. Húsið mitt með stórum staf gat ég aldrei byggt annarstaðar en í Kópavogi. Ég er alinn upp í vesturbænum, sem nú er kallaður Kársnes og er loksins að öðlast þann sess sem honum ber. Hafandi byggt Húsið í austurbænum er ég aftur fluttur í hús sem foreldrar mínir byggðu og ég ólst upp í. Það er yndislegt að horfa út um stofugluggann af Sunnubrautinni yfir Kópavoginn rétt eins og það var dásamlegt að horfa frá Bláfjöllum til Bessastaða úr Hólahjalla. Ég var aldrei íþróttahetja. Tóti Þórhalls og Huldu P., fyrsti og besti vinur minn og granni af Sunnubrautinni, sá meira um það. Ég æfði þó handbolta í HK og held enn með HK - í handbolta. Í fótbolta er ég hinsvegar gegnumgrænn Bliki, gat aldrei farið á annan veg þar sem fjölskylda Tóta er sennilega mesta Blikafjölskylda sem bærinn hefur alið. Ég held líka með Blikunum í hverju því öðru sporti sem þar er stundað. Í golfi er ég GKG-ingur og Gerplumaður í fimleikum. Ég held einfaldlega alltaf með Kópavogi og því sem þaðan kemur og finnst það hvorki þurfa afsökunar né útskýringar við. Kópavogur æsku minnar var sennilega langt í frá fullkominn. Kannski svolítið eins og gelgjulegur unglingur óviss um sjálfan sig í samanburði við ráðsettari granna í Reykjavík og Hafnarfirði, þannig að samanburður við kaupstaði sé látinn nægja. Það var samt góður andi í Kópavogi og menn voru samhuga um að gera veg bæjarins og þeirra sem hann byggðu sem mestan. Aðrir gerðu grín að gatnakerfinu okkar. Fólk á mínu reki kom engu að síður meira og minna aftur í Kópavoginn eftir hliðarspor á fyrstu fullorðinsárum. Það hlýtur að segja eitthvað. Bæjaryfirvöld eru til fyrir íbúa ekki öfugt Bærinn hefur vaxið hraðar en nokkurn óraði fyrir. Mér var kennt að upphaf hans hafi í raun falist í því að bæjaryfirvöld í Reykjavík hafi ekki átt lóðir fyrir aðra en menn úr Flokknum. Hinir hafi orðið að leita í Kópavog. Út frá því má segja það fara gegn erfðamengi bæjarins að Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið fyrir stjórn hans nánast óslitið í marga áratugi. Síst skal úr því dregið að miklar framfarir hafi orðið í bænum á þessum tíma og gríðarleg fjölgun. Nafni minn Birgisson gerði margt gott á sínum tíma og það er gott að búa í Kópavogi. Stundum finnst mér samt sem bæjaryfirvöld gleymi því að þau eru til fyrir bæjarbúa en ekki öfugt. Gleggst sést þetta í skipulagsákvörðunum. Magn gengur of oft framar gæðum og reglur eru taldar til hliðsjónar en ekki vegvísar um rétta og lögbundna framkvæmd. Vitaskuld vilja bæjarbúar veg bæjarins sem mestan og halda áfram að vera stærsti bær á landinu. En það má ekki þýða að allstaðar skuli hámarka byggingarmagn og markmiðið sé að fjölga Kópavogsbúum án tillits til annars. Ég býð alla velkomna í bæinn, en það þarf líka að huga að okkur sem fyrir erum. Þess verður að gæta að bæjarbúar eigi auða og græna reiti til mannlífs, jafnvel þótt reikna mætti grænu eða auðu reitina til mikilla lóðaverðmæta. New York væri ekki New York án Central Park og Kópavogur ekki Kópavogur án Rútstúns eða Kópavogsdalsins. Bæjaryfirvöld starfa í okkar umboði og leiðarljós þeirra á að vera okkar hagsmunir. Það hefur því miður gleymst í skipulagsákvörðunum undanfarinna ára. Það þarf að laga. Kópavogur hefur alltaf verið vinur minn og vinir segja til vamms. Skipulagsmál í Kópavogi hafa verið ólíðandi vömm liðin ár. Á því þarf að taka. Vinir Kópavogs urðu til í þeim tilgangi. Þess vegna vil ég ekki bara að Kópavogur sé vinur minn heldur ætla ég líka að vera Vinur Kópavogs. Höfundur er Kópavogsbúi og hæstaréttarlögmaður.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar