Skoðun

Valkvæður skortur á þekkingu

Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Það er athyglisvert að sjá hversu sumir stjórnarandstöðuþingmenn eru tilbúnir að ganga langt og jafnvel opinbera fákunnáttu sína, valkvætt eða ekki, vegna þess að formenn stjórnarflokkanna tilkynntu á dögunum að til stæði að leggja niður Bankasýslu ríkisins.

Hafa þessir stjórnarþingmenn hrópað upp að þessir þrír formenn gætu nú bara ekki ákveðið neitt svona, án þess að málið fari fyrir ríkisstjórnina sem tæki sameiginlega ákvörðun um málið. Enda skuli halda ríkisstjórnarfundi um stjórnarmálefni.

Þessi yfirlýsing eða efni hennar er ekki svokallað stjórnarmálefni. Heldur var verið að gefa til kynna hvað væri í vændum. Sumsé að fjármálaráðherra myndi leggja fram í ríkisstjórn frumvarp um aflagningu Bankasýslu ríkisins. Ríkisstjórnin mun svo ræða frumvarpið og afgreiða það til umfjöllunar í stjórnarflokkunum sem að munu einnig ræða efni frumvarpsins, og ef að líkum lætur afgreiða það til umræðu í þingsal. Á þessi stigi er málið því bæði orðið stjórnarmálefni og búið verður að ræða það í ríkisstjórn.

Það er alþingi sem að mun á endanum ákveða hver örlög bankasýslunnar verða. Enda Bankasýsla ríkisins sett á laggirnar samkvæmt lögum og verður því ekki aflögð nema með lögum.

En kannski er sumum þessara stjórnarþingmanna vorkunn. Þeir eru svotil nýbyrjaðir í nýju starfi og hafa kannski ekki lesið sér nægjanlega til þó sumir þeirra veifi nú háskólagráðum ótt og títt, líkt og Bjarnfreðarson forðum.

Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×