Bætum næturlífið í miðbænum Kolbrún Baldursdóttir skrifar 25. apríl 2022 16:00 Í grein minni sem birtist í Morgunblaðinu 20. apríl sl. sagði ég frá því að árið 2018 lagði Flokkur fólksins fram tillögu um að borgin tryggði eftirlit með framkvæmd reglugerðar um hávaðamengun í borginni og að henni yrði fylgt til hins ýtrasta. Aðdragandinn að framlagningu tillögunnar var sá að íbúar höfðu kvartað til borgaryfirvalda og sagt að ekki væri svefnfriður vegna hávaða frá næturklúbbunum á svæðinu. Hér er vísað í næturklúbba sem eru opnir til klukkan hálf fimm á nóttunni með tilheyrandi hávaða og götupartíum. Mér var að sjálfsögðu ljúft og skylt að vekja athygli á málinu á vettvangi borgarstjórnar enda vill Flokkur fólksins hlusta á fólkið í borginni. Núverandi borgarstjórnarmeirihluti lét sér hins vegar fátt um finnast og tillaga Flokks fólksins um að reglugerð um hávaðamengun verði fylgt er enn föst í kerfinu. Reglugerðin sem hér um ræðir snýr að borgaralegum réttindum en henni hefur einfaldlega ekki verið framfylgt sem skyldi. Þess utan stangast leyfi fyrir þjónustutíma skemmtistaða á við þau lög að allir íbúar eigi rétt á svefnfriði frá kl. 23 til 7 að morgni, óháð búsetu (sbr. jafnræðisregluna). Hvað er til ráða? Hér er ekki verið að tala um að banna næturklúbba. Flokkur fólksins hefur skoðað þessi mál með fjölmörgum aðilum, bæði íbúum og þeim sem annast næturklúbbanna. Flestir eru sammála um að fyrsta skrefið sé að fylgja gildandi reglugerð, lækka hávaðann og draga úr bassanum. Setja þyrfti upp hljóðmæla sem notaðir yrðu á sama hátt og eftirlitsmyndavélar. Sú tækni er til staðar að ef skemmtistaðir færu yfir ákveðin hávaðamörk slær rafmagnið einfaldlega út hjá viðkomandi samkomustað. Ef lög og reglur eru brotnar þurfa þeir sem ábyrgðina bera að sæta einhverjum viðurlögum eins og gengur. Að öðrum kosti eru lög og reglur bara dauður bókstafur. Til þess að eigendur skemmtistaðanna missi ekki of stóran spón úr aski sínum er mikilvægt að fá fólk til að mæta fyrr út á lífið. Ef staðið er saman að slíkum breytingum myndi markaðurinn án efa aðlaga sig að breyttum opnunartíma. Mottóið ætti að vera: Eftir eitt ei heyrist neitt! Nauðsynlegt er að setja næturstrætó í gang til að koma fólki aftur heim til sín. Ráða næturlífsstjóra Þjóðráð væri einnig að ráða næturlífsstjóra sem héldi utan um þennan málaflokk, þ.m.t. kvartanir, og sá hefði auk þess eftirlit með að reglugerðum og lögum sé framfylgt. Skemmtanalífið í Reykjavík og "hagkerfi næturlífsins" er það umfangsmikið að ekki veitir af. Það virðist vera lítið ef nokkuð samtal milli stofnana sem þessi mál heyra undir – borg, lögregla, heilbrigðiseftirlit, vinnueftirlit, byggingareftirlit og sýslumaður. Ef allt þetta væri komið á eitt borð væri mun auðveldara að hafa yfirsýn og sjá hvar grípa þyrfti inn í með aðgerðum og úrræðum eftir því sem þykja þurfir. Skoða aðra staðsetningu Samhliða þessum breytingum yrði unnið að uppbyggingu á svæði fyrir utan almenna íbúabyggð, t.d. utarlega á Grandanum eða í einhverju öðru iðnaðarhverfi, þar sem fólk getur skemmt sér eins og það vill án þess að ónáða aðra. Þá gæti lögreglan einnig haft betra eftirlit með því að allt fari vel fram. Skilgreind svæði Næturlífsstjórinn gæti t.d. gert drög að skipulagsbreytingum sem miðar að því að hólfa skemmtanalífið niður. Það má hugsa sér mismunandi hljóðsvæði frá 1-5, en á "partísvæði“ mætti hávaðinn (innandyra) vera mikill og opið langt fram á nótt. Hljóðsvæði 4-5 þar sem hávaði er mestur þyrfti að vera í fjarlægð frá íbúabyggðinni. Svæði 1-2 mættu vera í hjarta miðbæjarins en staðirnir dreifðari en nú er og yrði þeim sett ströng skilyrði um hljóðvist: engir útihátalarar, lítil sem engin hljóðmengun frá stöðunum út á götur og aðeins opið til kl. 1. Þetta eru allt hugmyndir sem Flokkur fólksins setur fram og sem vel mætti ræða. Hljóðsvæði 3 gæti t.d. verið kyrrðarsvæði þar sem fólk getur verið eitt með sjálfu sér eða fjölskyldu og vinum. Hugað væri vandlega að hljóðvist á þessum stöðum og allt kapp lagt á að hafa þá sem vistkænasta. Flokkur fólksins hefur ávallt lagt áherslu á samráð og að unnið sé með borgarbúum og öllum þeim sem hagsmuna eiga að gæta í því máli sem um ræðir hverju sinni. Nauðsynlegt verður að fá umsagnir frá íbúum og öðrum rekstraraðilum á svæðinu áður en stórar ákvarðanir eru teknar og taka á tillit til þeirra eins og kostur er. Hagsmunamál margra Þessi mál þurfa að komast í lag sem fyrst. Margir hafa hagsmuna að gæta, ekki eingöngu íbúarnir, heldur einnig hátt á sjötta tug hótela og gistiheimila á svipuðu svæði og þessir skemmtistaðir eru. Miðbærinn tilheyrir þjóðinni allri, enda eru þar mörg af helstu kennileitum íslenskrar þjóðmenningar. Ég vil standa með öllum borgarbúum sem eiga um sárt að binda vegna þess að borgaryfirvöld hafa neitað að hlusta, neitað að skilja og virðast eingöngu vilja þagga óþægileg mál niður. Það verður að finna raunhæfar lausnir á þessu máli. Höfundur er oddviti Flokks fólksins og skipar jafnframt 1. sæti á lista Flokks fólksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Flokkur fólksins Næturlíf Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Í grein minni sem birtist í Morgunblaðinu 20. apríl sl. sagði ég frá því að árið 2018 lagði Flokkur fólksins fram tillögu um að borgin tryggði eftirlit með framkvæmd reglugerðar um hávaðamengun í borginni og að henni yrði fylgt til hins ýtrasta. Aðdragandinn að framlagningu tillögunnar var sá að íbúar höfðu kvartað til borgaryfirvalda og sagt að ekki væri svefnfriður vegna hávaða frá næturklúbbunum á svæðinu. Hér er vísað í næturklúbba sem eru opnir til klukkan hálf fimm á nóttunni með tilheyrandi hávaða og götupartíum. Mér var að sjálfsögðu ljúft og skylt að vekja athygli á málinu á vettvangi borgarstjórnar enda vill Flokkur fólksins hlusta á fólkið í borginni. Núverandi borgarstjórnarmeirihluti lét sér hins vegar fátt um finnast og tillaga Flokks fólksins um að reglugerð um hávaðamengun verði fylgt er enn föst í kerfinu. Reglugerðin sem hér um ræðir snýr að borgaralegum réttindum en henni hefur einfaldlega ekki verið framfylgt sem skyldi. Þess utan stangast leyfi fyrir þjónustutíma skemmtistaða á við þau lög að allir íbúar eigi rétt á svefnfriði frá kl. 23 til 7 að morgni, óháð búsetu (sbr. jafnræðisregluna). Hvað er til ráða? Hér er ekki verið að tala um að banna næturklúbba. Flokkur fólksins hefur skoðað þessi mál með fjölmörgum aðilum, bæði íbúum og þeim sem annast næturklúbbanna. Flestir eru sammála um að fyrsta skrefið sé að fylgja gildandi reglugerð, lækka hávaðann og draga úr bassanum. Setja þyrfti upp hljóðmæla sem notaðir yrðu á sama hátt og eftirlitsmyndavélar. Sú tækni er til staðar að ef skemmtistaðir færu yfir ákveðin hávaðamörk slær rafmagnið einfaldlega út hjá viðkomandi samkomustað. Ef lög og reglur eru brotnar þurfa þeir sem ábyrgðina bera að sæta einhverjum viðurlögum eins og gengur. Að öðrum kosti eru lög og reglur bara dauður bókstafur. Til þess að eigendur skemmtistaðanna missi ekki of stóran spón úr aski sínum er mikilvægt að fá fólk til að mæta fyrr út á lífið. Ef staðið er saman að slíkum breytingum myndi markaðurinn án efa aðlaga sig að breyttum opnunartíma. Mottóið ætti að vera: Eftir eitt ei heyrist neitt! Nauðsynlegt er að setja næturstrætó í gang til að koma fólki aftur heim til sín. Ráða næturlífsstjóra Þjóðráð væri einnig að ráða næturlífsstjóra sem héldi utan um þennan málaflokk, þ.m.t. kvartanir, og sá hefði auk þess eftirlit með að reglugerðum og lögum sé framfylgt. Skemmtanalífið í Reykjavík og "hagkerfi næturlífsins" er það umfangsmikið að ekki veitir af. Það virðist vera lítið ef nokkuð samtal milli stofnana sem þessi mál heyra undir – borg, lögregla, heilbrigðiseftirlit, vinnueftirlit, byggingareftirlit og sýslumaður. Ef allt þetta væri komið á eitt borð væri mun auðveldara að hafa yfirsýn og sjá hvar grípa þyrfti inn í með aðgerðum og úrræðum eftir því sem þykja þurfir. Skoða aðra staðsetningu Samhliða þessum breytingum yrði unnið að uppbyggingu á svæði fyrir utan almenna íbúabyggð, t.d. utarlega á Grandanum eða í einhverju öðru iðnaðarhverfi, þar sem fólk getur skemmt sér eins og það vill án þess að ónáða aðra. Þá gæti lögreglan einnig haft betra eftirlit með því að allt fari vel fram. Skilgreind svæði Næturlífsstjórinn gæti t.d. gert drög að skipulagsbreytingum sem miðar að því að hólfa skemmtanalífið niður. Það má hugsa sér mismunandi hljóðsvæði frá 1-5, en á "partísvæði“ mætti hávaðinn (innandyra) vera mikill og opið langt fram á nótt. Hljóðsvæði 4-5 þar sem hávaði er mestur þyrfti að vera í fjarlægð frá íbúabyggðinni. Svæði 1-2 mættu vera í hjarta miðbæjarins en staðirnir dreifðari en nú er og yrði þeim sett ströng skilyrði um hljóðvist: engir útihátalarar, lítil sem engin hljóðmengun frá stöðunum út á götur og aðeins opið til kl. 1. Þetta eru allt hugmyndir sem Flokkur fólksins setur fram og sem vel mætti ræða. Hljóðsvæði 3 gæti t.d. verið kyrrðarsvæði þar sem fólk getur verið eitt með sjálfu sér eða fjölskyldu og vinum. Hugað væri vandlega að hljóðvist á þessum stöðum og allt kapp lagt á að hafa þá sem vistkænasta. Flokkur fólksins hefur ávallt lagt áherslu á samráð og að unnið sé með borgarbúum og öllum þeim sem hagsmuna eiga að gæta í því máli sem um ræðir hverju sinni. Nauðsynlegt verður að fá umsagnir frá íbúum og öðrum rekstraraðilum á svæðinu áður en stórar ákvarðanir eru teknar og taka á tillit til þeirra eins og kostur er. Hagsmunamál margra Þessi mál þurfa að komast í lag sem fyrst. Margir hafa hagsmuna að gæta, ekki eingöngu íbúarnir, heldur einnig hátt á sjötta tug hótela og gistiheimila á svipuðu svæði og þessir skemmtistaðir eru. Miðbærinn tilheyrir þjóðinni allri, enda eru þar mörg af helstu kennileitum íslenskrar þjóðmenningar. Ég vil standa með öllum borgarbúum sem eiga um sárt að binda vegna þess að borgaryfirvöld hafa neitað að hlusta, neitað að skilja og virðast eingöngu vilja þagga óþægileg mál niður. Það verður að finna raunhæfar lausnir á þessu máli. Höfundur er oddviti Flokks fólksins og skipar jafnframt 1. sæti á lista Flokks fólksins í komandi borgarstjórnarkosningum.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar