Eigum við að setja puttann hérna, Hildur? Jón Daníelsson skrifar 25. apríl 2022 18:01 Hildur Björnsdóttir, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, segir borgarsjóð ekki komast af án gróðans af Orkuveitunni. Ég er ekki viss um þetta sé alls kostar rétt, en látum það liggja milli hluta. Hún kallar þetta skattheimtu og mig langar að setja puttann á það atriði. Til að ekkert fari milli mála skulum við líta á þetta orðrétt: „Orkuveitan er fyrirtæki að langstærstu leyti í eigu Reykjavíkurborgar sem byggir afkomu sína á þjónustugjöldum borgarbúa – skattheimtu.“ Vissulega græða veitufyrirtækin ágætlega á því að selja okkur rafmagn og hita og leiða skólpið frá okkur langt út í sjó. En er það skattheimta? Ef þetta er skattheimta, þá er hún af einkar áhugaverðri tegund. Ef veitufyrirtækin seldu okkur þjónustu sína án hagnaðarsjónarmiða, væri enginn gróði og gjöldin, sem við borgum, yrðu lægri. En ef við köllum þetta skattheimtu, þá þurfum að horfa aðeins víðar. Fjöldamörg fyrirtæki, stór og smá, græða stórfé á því að selja okkur vörur eða þjónustu. Landsvirkjun og Landsbankinn, bara til að nefna tvö augljós dæmi, hvort tveggja ríkisfyrirtæki. Og svo auðvitað Íslandsbanki, sem nú er í blönduðu eignarhaldi. En líka einkabankinn Arion. Líka einkafyrirtækin Bónus, Krónan, Síminn, Vodafone og miklu fleiri. Ef við föllumst á þá skilgreiningu Hildar að gróði orkuveitunnar sé skattheimta, þá erum við að greiða skatta í allar áttir – líka til einkafyrirtækja. „... þessir peningar tilheyra borgarbúum, og að því leyti sem Orkuveitan er aflögufær ætti auðvitað að skila þeim í vasa borgarbúa með lækkun þjónustugjalda.“ Það segir Hildur. Mér finnst hugmyndin prýðileg – að því gefnu að við gerum svipaðar kröfur til allra annarra fyrirtækja sem daglega græða á okkur. Bankaþjónusta yrði þá stórum ódýrari, net- og símaþjónusta líka og matvöruverð myndi lækka verulega. Af einhverjum ástæðum grunar mig þó að slíkar hugmyndir eigi ekki upp á pallborðið hjá flokki Hildar. Þar á bæ er sennilega frekar vilji til að einkavæða Orkuveituna. Sá gróði af henni, sem nú rennur í borgarsjóð, verður þá nefnilega ekki lengur skattheimta, heldur sennilega bara „eðlilegur afrakstur af dugnaði útsjónarsamra eigenda“ og það er auðvitað allt annað mál – eða hvað? Kannski er svo bara hæfileg ósvífni í pólitík að telja saman 5 milljarða árlegar arðgreiðslur Orkuveitunnar í heil fimm ár og ætla að bjóða öllum Reykvíkingum til Tenerife fyrir þá upphæð strax í sumar. Ég veit ekki hvort þetta stönduga fyrirtæki er í stakk búið til að borga Hildi fyrirfram áætlaðan hagnað alveg fram að áramótaskaupinu 2026. En einmitt á Tenerife skilst mér að standi nú kosningaskilti með mynd af Hildi og sennilega snjallasta kosningaloforði allra tíma: „Ég lofa betra veðri.“ Það fylgir sögunni að hún ætli að standa við þetta með því að gróðursetja trjáplöntur, sem auðvitað er prýðileg hugmynd. Og sjálfsagt gæti margt verið vitlausara en að gera Hildi að borgarstjóra þegar þessi tré eru fullvaxin. Höfundur er fyrrverandi hitt og þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Orkumál Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, segir borgarsjóð ekki komast af án gróðans af Orkuveitunni. Ég er ekki viss um þetta sé alls kostar rétt, en látum það liggja milli hluta. Hún kallar þetta skattheimtu og mig langar að setja puttann á það atriði. Til að ekkert fari milli mála skulum við líta á þetta orðrétt: „Orkuveitan er fyrirtæki að langstærstu leyti í eigu Reykjavíkurborgar sem byggir afkomu sína á þjónustugjöldum borgarbúa – skattheimtu.“ Vissulega græða veitufyrirtækin ágætlega á því að selja okkur rafmagn og hita og leiða skólpið frá okkur langt út í sjó. En er það skattheimta? Ef þetta er skattheimta, þá er hún af einkar áhugaverðri tegund. Ef veitufyrirtækin seldu okkur þjónustu sína án hagnaðarsjónarmiða, væri enginn gróði og gjöldin, sem við borgum, yrðu lægri. En ef við köllum þetta skattheimtu, þá þurfum að horfa aðeins víðar. Fjöldamörg fyrirtæki, stór og smá, græða stórfé á því að selja okkur vörur eða þjónustu. Landsvirkjun og Landsbankinn, bara til að nefna tvö augljós dæmi, hvort tveggja ríkisfyrirtæki. Og svo auðvitað Íslandsbanki, sem nú er í blönduðu eignarhaldi. En líka einkabankinn Arion. Líka einkafyrirtækin Bónus, Krónan, Síminn, Vodafone og miklu fleiri. Ef við föllumst á þá skilgreiningu Hildar að gróði orkuveitunnar sé skattheimta, þá erum við að greiða skatta í allar áttir – líka til einkafyrirtækja. „... þessir peningar tilheyra borgarbúum, og að því leyti sem Orkuveitan er aflögufær ætti auðvitað að skila þeim í vasa borgarbúa með lækkun þjónustugjalda.“ Það segir Hildur. Mér finnst hugmyndin prýðileg – að því gefnu að við gerum svipaðar kröfur til allra annarra fyrirtækja sem daglega græða á okkur. Bankaþjónusta yrði þá stórum ódýrari, net- og símaþjónusta líka og matvöruverð myndi lækka verulega. Af einhverjum ástæðum grunar mig þó að slíkar hugmyndir eigi ekki upp á pallborðið hjá flokki Hildar. Þar á bæ er sennilega frekar vilji til að einkavæða Orkuveituna. Sá gróði af henni, sem nú rennur í borgarsjóð, verður þá nefnilega ekki lengur skattheimta, heldur sennilega bara „eðlilegur afrakstur af dugnaði útsjónarsamra eigenda“ og það er auðvitað allt annað mál – eða hvað? Kannski er svo bara hæfileg ósvífni í pólitík að telja saman 5 milljarða árlegar arðgreiðslur Orkuveitunnar í heil fimm ár og ætla að bjóða öllum Reykvíkingum til Tenerife fyrir þá upphæð strax í sumar. Ég veit ekki hvort þetta stönduga fyrirtæki er í stakk búið til að borga Hildi fyrirfram áætlaðan hagnað alveg fram að áramótaskaupinu 2026. En einmitt á Tenerife skilst mér að standi nú kosningaskilti með mynd af Hildi og sennilega snjallasta kosningaloforði allra tíma: „Ég lofa betra veðri.“ Það fylgir sögunni að hún ætli að standa við þetta með því að gróðursetja trjáplöntur, sem auðvitað er prýðileg hugmynd. Og sjálfsagt gæti margt verið vitlausara en að gera Hildi að borgarstjóra þegar þessi tré eru fullvaxin. Höfundur er fyrrverandi hitt og þetta.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun