Konfektkassi, vínflöskur og einn flugeldur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. apríl 2022 15:42 Lárus og Jón Gunnar á fundi nefndarinnar í morgun. Vísir/ArnarHalldórs Starfsmönnum Bankasýslu ríkisins var boðið í hádegis- og kvöldverði með ráðgjöfum í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þá fengu þeir vínflöskur, flugeld og konfektkassa að gjöf frá aðilum sem tengdust útboðinu. Þetta kom fram í svari Jóns Gunnars Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar, á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis í morgun. Fundurinn stóð yfir í um tvær klukkustundir og spurðu þingmenn Jón Gunnar og Lárus Blöndal, stjórnarformann Bankasýslunnar, út í ýmislegt er við kom söluna. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður nefndarinnar og þingmaður Vinstri grænna, sagðist velta fyrir sér hvort starfsmenn Bankasýslunnar eða stjórn hefði þegið gjafir eða risnur í aðdraganda beggja útboða á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Nei,“ sagði Jón Gunnar. „Ég meina við fengum einhverjar vínflöskur, flugeld og konfektkassa. Svo náttúrulega einhverja hádegisverði og kvöldverði með ráðgjöfum og svo framvegis,“ bætti Jón Gunnar við. „Ég hef ekkert fengið,“ sagði Lárus. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, kallaði eftir minnisblaði yfir gjafir sem starfsfólk Bankasýslunnar hefði fengið í tengslum við söluna. Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði dæmi um að gjafir á borð við þessar gerðu einstaklinga vanhæfa í útboði á strætisvögnum í Noregi. Sala banka væri mun stærra mál. Því kallaði hann eftir sundurliðun á verðmæti gjafanna. Jón Gunnar sagði að það myndi koma fram í minnisblaði um gjafirnar. Jón Gunnar sagði í stuttu spjalli við fréttastofu að loknum fundi að um hefði verið að ræða jólagjafir. Konfektkassa, einn flugeld og einhverjar vínflöskur. Það væri allt og sumt. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kemur fyrir fund nefndarinnar á föstudaginn. Fundurinn hefst klukkan 8:30 og verður sömuleiðis opinn. Salan á Íslandsbanka Alþingi Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bjarni situr fyrir svörum fjárlaganefndar á föstudag Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra verður gestur á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis á föstudaginn. Þar mun hann svara spurningum fjárlaganefndar um sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. 27. apríl 2022 13:55 „Dæmdur morðingi á Litla-Hrauni getur keypt í svona útboði“ Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að veita þurfi heimild í lögum til að hægt sé að koma í veg fyrir að ákveðinn hópur fólks geti tekið þátt í útboðum á borð við nýlokið útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir hafa komið á óvart sá fjöldi lítilla fjárfesta sem uppfyllti kröfur sem gerðar eru til fagfjárfesta. Fjármálaeftirlitið sé með það til skoðunar. 27. apríl 2022 10:49 „Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“ Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna. 26. apríl 2022 22:00 Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira
Fundurinn stóð yfir í um tvær klukkustundir og spurðu þingmenn Jón Gunnar og Lárus Blöndal, stjórnarformann Bankasýslunnar, út í ýmislegt er við kom söluna. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður nefndarinnar og þingmaður Vinstri grænna, sagðist velta fyrir sér hvort starfsmenn Bankasýslunnar eða stjórn hefði þegið gjafir eða risnur í aðdraganda beggja útboða á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Nei,“ sagði Jón Gunnar. „Ég meina við fengum einhverjar vínflöskur, flugeld og konfektkassa. Svo náttúrulega einhverja hádegisverði og kvöldverði með ráðgjöfum og svo framvegis,“ bætti Jón Gunnar við. „Ég hef ekkert fengið,“ sagði Lárus. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, kallaði eftir minnisblaði yfir gjafir sem starfsfólk Bankasýslunnar hefði fengið í tengslum við söluna. Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði dæmi um að gjafir á borð við þessar gerðu einstaklinga vanhæfa í útboði á strætisvögnum í Noregi. Sala banka væri mun stærra mál. Því kallaði hann eftir sundurliðun á verðmæti gjafanna. Jón Gunnar sagði að það myndi koma fram í minnisblaði um gjafirnar. Jón Gunnar sagði í stuttu spjalli við fréttastofu að loknum fundi að um hefði verið að ræða jólagjafir. Konfektkassa, einn flugeld og einhverjar vínflöskur. Það væri allt og sumt. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kemur fyrir fund nefndarinnar á föstudaginn. Fundurinn hefst klukkan 8:30 og verður sömuleiðis opinn.
Salan á Íslandsbanka Alþingi Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bjarni situr fyrir svörum fjárlaganefndar á föstudag Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra verður gestur á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis á föstudaginn. Þar mun hann svara spurningum fjárlaganefndar um sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. 27. apríl 2022 13:55 „Dæmdur morðingi á Litla-Hrauni getur keypt í svona útboði“ Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að veita þurfi heimild í lögum til að hægt sé að koma í veg fyrir að ákveðinn hópur fólks geti tekið þátt í útboðum á borð við nýlokið útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir hafa komið á óvart sá fjöldi lítilla fjárfesta sem uppfyllti kröfur sem gerðar eru til fagfjárfesta. Fjármálaeftirlitið sé með það til skoðunar. 27. apríl 2022 10:49 „Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“ Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna. 26. apríl 2022 22:00 Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira
Bjarni situr fyrir svörum fjárlaganefndar á föstudag Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra verður gestur á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis á föstudaginn. Þar mun hann svara spurningum fjárlaganefndar um sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. 27. apríl 2022 13:55
„Dæmdur morðingi á Litla-Hrauni getur keypt í svona útboði“ Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að veita þurfi heimild í lögum til að hægt sé að koma í veg fyrir að ákveðinn hópur fólks geti tekið þátt í útboðum á borð við nýlokið útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir hafa komið á óvart sá fjöldi lítilla fjárfesta sem uppfyllti kröfur sem gerðar eru til fagfjárfesta. Fjármálaeftirlitið sé með það til skoðunar. 27. apríl 2022 10:49
„Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“ Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna. 26. apríl 2022 22:00