Borgarlínan verður hryggjarstykki almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu Annie Weinstock skrifar 2. maí 2022 08:00 Höfuðborgarsvæðið er sniðið meira að bílaumferð en búast mætti við. Þegar ég heimsótti Ísland í fyrsta sinn, árið 2019, sá ég fyrir mér borgarbrag sem væri meira í ætt við Stokkhólm, þar sem ég bjó í byrjun aldarinnar. Veðurfar er svipað og í Stokkhólmi en þar gat ég auðveldlega verið bíllaus og gekk, tók strætó eða notaði neðanjarðarlest til að komast leiðar minnar. En hvers vegna er Reykjavík ekki eins? Norðurlandabúar eru jú þekktir fyrir að vera talsvert framsæknari í borgarskipulagi og hönnun en samlandar mínir vestan hafs. Og Ísland stendur sig vissulega betur en megnið af Bandaríkjunum. Byggðin í Reykjavík er nokkuð þétt, miðbærinn er líflegur og strætisvagnakerfið virkar vel. En bílaeign og umferð er þó mikil og gnægð er af bílastæðum. Fyrir lítið borgarsvæði þar sem íbúar hafa almennt sterka umhverfisvitund, kemur það á óvart að algengasti ferðamátinn sé enn hinn óskilvirki og óumhverfisvæni einkabíll. Meirihluti Íslendinga er meðvitaður um þetta og vill sjá breytingar. Reykjavík vinnur að því að þétta í götin í byggðinni til að gera borgarumhverfið samfelldara og gönguvænna. Borgin hefur þegar skapað lifandi göngugötusvæði, uppbygging Fossvogsbrúar sem er ætluð fyrir hjólandi og gangandi vegfarendurog almenningssamgöngur fer að hefjast og hér eru metnaðarfull áform um uppbyggingu hverfa með vistvænum samgöngum. Íslendingar vita flestir að eina leiðin til að draga úr því hvað við erum háð einkabílum í borgum er að byggja upp almenningssamgöngukerfi á heimsmælikvarða. Góðar almenningssamgöngur eru stolt borgarsvæða Ég hef unnið að BRT-kerfum (e. Bus Rapid Transit) í borgum um allan heim og hef umfangsmikla sérþekkingu á þeim. Slík kerfi almenningssamgangna sem byggja á vönduðum vögnum geta náð hraða og afkastagetu lestarkerfa fyrir brot af kostnaði við lestarkerfi. Hágæða BRT-kerfi er að finna í borgum um alla Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada og víðar. Sé vandað til verka við skipulag og hönnun geta BRT-kerfi orðið hluti af ásýnd og stolti borga, verið hryggjarstykki samgangna sem fylgir samgönguásum milli borgarhluta. Sé kerfið illa hannað geta sérakreinar þess stíflast, stöðvarnar verið óþægilegar eða vagnarnir of troðnir. Hönnun Borgarlínu lofar góðu Við hjá BRTPlan vorum fengin af Verkefnastofu Borgarlínunnar til að aðstoða við hönnun Borgarlínunnar á frumstigum. Afrakstur þeirrar vinnu er að finna í skýrslu okkar sem kallast „Borgarlína: A Review“. Þegar við komum hingað fyrst kom það okkur þægilega á óvart að Borgarlínan myndi verða það sem kallast á fræðimáli „þriðju kynslóðar BRT-kerfi“. Það táknar að strætisvagnaleiðir af öllu svæðinu muni samtengjast BRT innviðunum (sérrými) eftir meginásum og halda síðan áfram að áfangastöðum í blandaðri umferð. Þetta þýðir færri skiptingar fyrir farþega og er eitt það helsta sem BRT-kerfi hafa fram yfir léttlestarkerfi – þar sem margir farþegar þurfa einhvern veginn að koma sér að og frá lestarsporinu og skipta um farartæki. Þriðju kynslóðar BRT er þróaðasta og nútímalegasta útgáfan af BRT-kerfum. Í verkefninu komum við með nokkrar ábendingar um úrbætur í hönnun til að tryggja að þjónustan samræmist því sem best gerist í dag í heildarhönnun almenningssamgangna. Auk þess að vinna að skipulagi þriðju kynslóðar leiðarkerfis unnum við náið með Verkefnastofu Borgarlínunnar til að tryggja ýmsa aðra mikilvæga þætti í hönnun kerfisins. Til dæmis að sérrými Borgarlínunnar séu miðjusett í götunni svo að vagnar geti ferðast um óhindrað þar sem því verður við komið. Einnig að Borgarlínan muni hafa góðar stöðvar sem verja farþega gegn veðri og vindum, svo vel fari um þá á meðan biðtíma stendur. Borgarlínan á næsta stig Við samstarfsfélagarnir erum hluti af hópi alþjóðlegra sérfræðinga um BRT-kerfi sem bjó til BRT-staðalinn (en. The BRT Standard). Staðalinn er matskerfi sem gerir okkur kleift að bera saman fyrirhuguð BRT-kerfi við það sem best gerist á alþjóðavísu. Bestu BRT-kerfin í heiminum, sem uppfylla öll þau lykilatriði sem þarf til að flytja fólk á milli staða eins og fljótt og þægilega og mögulegt er, eru í „gullflokki“ samkvæmt staðlinum. Miðað við frumdrög fyrstu lotu Borgarlínu verður hún í „silfurflokki“ samkvæmt BRT staðlinum. Með nokkrum uppfærslum í hönnunarfasanum gæti Borgarlínan náð að uppfylla kröfur fyrir gullflokk. Á meðal þess sem gera mætti til að gera fyrirliggjandi hönnun enn þá metnaðarfyllri væri: Að gera Hverfisgötu og akstursleiðir Borgarlínu umhverfis Reykjavíkurtjörn að fullu helgaðar almenningssamgöngum í báðar áttir. Þessar úrbætur myndu stytta ferðatíma og fjölga farþegum auk þess að bæta gæði umhverfis við Hverfisgötu, vaxandi verslunar- og íbúagötu, enn frekar. Að takmarka vinstri beygjur bíla yfir sérakreinar Borgarlínu, veita þannig almenningssamgöngum enn meiri forgang og fjölga farþegum með styttri ferðatíma. Að hafa Borgarlínustöðvar með umfangsmeiri, lokuðum biðskýlum með rennihurðum á brautarpöllum til að auka á þægindi farþega sem leiðir aftur til fjölgunar þeirra. Með því að halda áfram með þá hönnun sem birt var í frumdrögum fyrstu lotu Borgarlínu og gera ofangreindar úrbætur til viðbótar þá yrði Borgarlína fyrsta BRT-kerfið á Norðurlöndunum til að ná í gullflokk samkvæmt matskerfinu. Metnaðarfull BRT hönnun, eins og Borgarlínan, mun bæta verulega valkosti íbúa höfuðborgarsvæðisins til að fara á milli staða og verða skýrt merki til umheimsins um að Íslandi sé alvara með að draga úr áhrifum sínum á loftslagsbreytingar. Höfundur er framkvæmdastjóri BRTPlan í New York. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Samgöngur Reykjavík Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Höfuðborgarsvæðið er sniðið meira að bílaumferð en búast mætti við. Þegar ég heimsótti Ísland í fyrsta sinn, árið 2019, sá ég fyrir mér borgarbrag sem væri meira í ætt við Stokkhólm, þar sem ég bjó í byrjun aldarinnar. Veðurfar er svipað og í Stokkhólmi en þar gat ég auðveldlega verið bíllaus og gekk, tók strætó eða notaði neðanjarðarlest til að komast leiðar minnar. En hvers vegna er Reykjavík ekki eins? Norðurlandabúar eru jú þekktir fyrir að vera talsvert framsæknari í borgarskipulagi og hönnun en samlandar mínir vestan hafs. Og Ísland stendur sig vissulega betur en megnið af Bandaríkjunum. Byggðin í Reykjavík er nokkuð þétt, miðbærinn er líflegur og strætisvagnakerfið virkar vel. En bílaeign og umferð er þó mikil og gnægð er af bílastæðum. Fyrir lítið borgarsvæði þar sem íbúar hafa almennt sterka umhverfisvitund, kemur það á óvart að algengasti ferðamátinn sé enn hinn óskilvirki og óumhverfisvæni einkabíll. Meirihluti Íslendinga er meðvitaður um þetta og vill sjá breytingar. Reykjavík vinnur að því að þétta í götin í byggðinni til að gera borgarumhverfið samfelldara og gönguvænna. Borgin hefur þegar skapað lifandi göngugötusvæði, uppbygging Fossvogsbrúar sem er ætluð fyrir hjólandi og gangandi vegfarendurog almenningssamgöngur fer að hefjast og hér eru metnaðarfull áform um uppbyggingu hverfa með vistvænum samgöngum. Íslendingar vita flestir að eina leiðin til að draga úr því hvað við erum háð einkabílum í borgum er að byggja upp almenningssamgöngukerfi á heimsmælikvarða. Góðar almenningssamgöngur eru stolt borgarsvæða Ég hef unnið að BRT-kerfum (e. Bus Rapid Transit) í borgum um allan heim og hef umfangsmikla sérþekkingu á þeim. Slík kerfi almenningssamgangna sem byggja á vönduðum vögnum geta náð hraða og afkastagetu lestarkerfa fyrir brot af kostnaði við lestarkerfi. Hágæða BRT-kerfi er að finna í borgum um alla Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada og víðar. Sé vandað til verka við skipulag og hönnun geta BRT-kerfi orðið hluti af ásýnd og stolti borga, verið hryggjarstykki samgangna sem fylgir samgönguásum milli borgarhluta. Sé kerfið illa hannað geta sérakreinar þess stíflast, stöðvarnar verið óþægilegar eða vagnarnir of troðnir. Hönnun Borgarlínu lofar góðu Við hjá BRTPlan vorum fengin af Verkefnastofu Borgarlínunnar til að aðstoða við hönnun Borgarlínunnar á frumstigum. Afrakstur þeirrar vinnu er að finna í skýrslu okkar sem kallast „Borgarlína: A Review“. Þegar við komum hingað fyrst kom það okkur þægilega á óvart að Borgarlínan myndi verða það sem kallast á fræðimáli „þriðju kynslóðar BRT-kerfi“. Það táknar að strætisvagnaleiðir af öllu svæðinu muni samtengjast BRT innviðunum (sérrými) eftir meginásum og halda síðan áfram að áfangastöðum í blandaðri umferð. Þetta þýðir færri skiptingar fyrir farþega og er eitt það helsta sem BRT-kerfi hafa fram yfir léttlestarkerfi – þar sem margir farþegar þurfa einhvern veginn að koma sér að og frá lestarsporinu og skipta um farartæki. Þriðju kynslóðar BRT er þróaðasta og nútímalegasta útgáfan af BRT-kerfum. Í verkefninu komum við með nokkrar ábendingar um úrbætur í hönnun til að tryggja að þjónustan samræmist því sem best gerist í dag í heildarhönnun almenningssamgangna. Auk þess að vinna að skipulagi þriðju kynslóðar leiðarkerfis unnum við náið með Verkefnastofu Borgarlínunnar til að tryggja ýmsa aðra mikilvæga þætti í hönnun kerfisins. Til dæmis að sérrými Borgarlínunnar séu miðjusett í götunni svo að vagnar geti ferðast um óhindrað þar sem því verður við komið. Einnig að Borgarlínan muni hafa góðar stöðvar sem verja farþega gegn veðri og vindum, svo vel fari um þá á meðan biðtíma stendur. Borgarlínan á næsta stig Við samstarfsfélagarnir erum hluti af hópi alþjóðlegra sérfræðinga um BRT-kerfi sem bjó til BRT-staðalinn (en. The BRT Standard). Staðalinn er matskerfi sem gerir okkur kleift að bera saman fyrirhuguð BRT-kerfi við það sem best gerist á alþjóðavísu. Bestu BRT-kerfin í heiminum, sem uppfylla öll þau lykilatriði sem þarf til að flytja fólk á milli staða eins og fljótt og þægilega og mögulegt er, eru í „gullflokki“ samkvæmt staðlinum. Miðað við frumdrög fyrstu lotu Borgarlínu verður hún í „silfurflokki“ samkvæmt BRT staðlinum. Með nokkrum uppfærslum í hönnunarfasanum gæti Borgarlínan náð að uppfylla kröfur fyrir gullflokk. Á meðal þess sem gera mætti til að gera fyrirliggjandi hönnun enn þá metnaðarfyllri væri: Að gera Hverfisgötu og akstursleiðir Borgarlínu umhverfis Reykjavíkurtjörn að fullu helgaðar almenningssamgöngum í báðar áttir. Þessar úrbætur myndu stytta ferðatíma og fjölga farþegum auk þess að bæta gæði umhverfis við Hverfisgötu, vaxandi verslunar- og íbúagötu, enn frekar. Að takmarka vinstri beygjur bíla yfir sérakreinar Borgarlínu, veita þannig almenningssamgöngum enn meiri forgang og fjölga farþegum með styttri ferðatíma. Að hafa Borgarlínustöðvar með umfangsmeiri, lokuðum biðskýlum með rennihurðum á brautarpöllum til að auka á þægindi farþega sem leiðir aftur til fjölgunar þeirra. Með því að halda áfram með þá hönnun sem birt var í frumdrögum fyrstu lotu Borgarlínu og gera ofangreindar úrbætur til viðbótar þá yrði Borgarlína fyrsta BRT-kerfið á Norðurlöndunum til að ná í gullflokk samkvæmt matskerfinu. Metnaðarfull BRT hönnun, eins og Borgarlínan, mun bæta verulega valkosti íbúa höfuðborgarsvæðisins til að fara á milli staða og verða skýrt merki til umheimsins um að Íslandi sé alvara með að draga úr áhrifum sínum á loftslagsbreytingar. Höfundur er framkvæmdastjóri BRTPlan í New York.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun