Náttúrufræðingar segja stjórnvöldum að hysja upp um sig buxurnar Eiður Þór Árnason skrifar 28. apríl 2022 10:14 Mikil óvissa er sögð ríkja um framtíð Garðyrkjuskólans að Reykjum. Vísir/Vilhelm Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) skorar á Alþingi, stjórnvöld, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands og skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands að „hysja upp um sig buxurnar“ og ganga frá yfirflutningum Garðyrkjuskólans að Reykjum í Ölfusi svo sómi sé að. Félagið lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu Garðyrkjuskólans sem til stendur að flytja frá LBHÍ yfir til FSU. Grafalvarleg staða sé nú uppi. „Garðyrkjunámið er orðið að bitbeini, líklega tveggja núverandi ráðherra og rektors og skólameistara skólanna. Á meðan líður starfsemin fyrir það, nemendur og starfsfólk Garðyrkjuskólans einnig. Á þessari stundu er framtíð Garðyrkjuskólans óljós með öllu.“ Skiptar skoðanir eru um fyrirætlanirnar og hafa þær víða verið gagnrýndar. Fjórum kennurum Garðyrkjuskólans var á þriðjudag sagt upp störfum og segja þingmenn nemendur og starfsmenn í algerri óvissu fyrir komandi skólaár. Ákvörðun um flutninginn var tekin af Lilju Alfreðsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra, í lok árs 2020 og fól hún rektor LBHÍ og skólameistara FSU að komast að samkomulagi um flutninginn. „Það vekur furðu að ráðherra, með einu pennastriki, taki slíka ákvörðun og er það mat félagsins að eðlilegt væri að Alþingi tæki þessa ákvörðun en ekki sé um að ræða geðþóttaákvörðun ráðherra,“ segir í áskorun FÍN. Að sögn félagsins hafa rektor LBHÍ og skólameistari FSU ekki náð saman um málefni Garðyrkjuskólans og því liggi enginn samningur fyrir milli skólanna tveggja um hvernig flutningnum skuli háttað. Ekki komin með vinnuaðstöðuna á Reykjum „Það vekur furðu að garðyrkjunám við Garðyrkjuskólann sé auglýst í gegnum FSU án þess að formlegur samningur liggi fyrir um yfirfærsluna. Einnig hefur rektor LBHÍ ákveðið, [á þriðjudag], þrátt fyrir að enginn samningur um yfirflutning námsins frá LBHÍ yfir til FSU liggi fyrir, að leggja niður störf allra sérfræðinga sem starfa við kennslu við Garðyrkjuskólann,“ segir í áskorun FÍN. Ekki sé tryggt að skólameistari FSU geti ráðið starfsmennina eða að þeir muni sækjast eftir starfi hjá FSU. Auk þess segir Félag íslenskra náttúrufræðinga að kennsluaðstaða Garðyrkjuskólans og aðrir starfsmenn séu enn undir stjórn LBHÍ og FSU hafi því ekki umráðarétt með núverandi starfsaðstöðu Garðyrkjuskólans. Þar með sé FSU ekki tryggð nein vinnuaðstaða til kennslu fyrir nemendur. „Þeir sem til þekkja átta sig á því að kennsluaðstaðan á Reykjum er mikilvæg og aðstaðan þarf að vera á forræði þess sem hefur umsjón og ábyrgð með garðyrkjunáminu.“ FÍN skorar á stjórnvöld, Alþingi, rektor LBHÍ og skólameistara FSU að grípa til aðgerða og sjá til þess að flutningurinn gangi vel fyrir sig. Í því sambandi sé mikilvægt að öllum lögum og réttum ferlum sé fylgt og réttindi og skyldur starfsmanna tryggð. Dæmi eru um að húsnæði Garðyrkjuskólans sé í mikilli niðurníðslu.Aðsend Gagnrýndu stöðuna á þinginu Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, var harðorð á Alþingi í gær um stöðu Garðyrkjuskólans á Reykjum. „Það er þyngra en tárum taki hvernig stjórnvöld hafa leyft sér að láta þennan mikilvæga skóla og þetta mikilvæga nám verða hornreka í íslensku menntakerfi. Hvernig í ósköpunum gat þetta gerst?“ Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu, vakti athygli á stöðu Garðyrkjuskólans á þingi og nefndi þar meðal annars að húsakynni skólans væru í mikilli niðurníðslu. „Á síðasta kjörtímabili var ákveðið að færa Garðyrkjuskólann undir Fjölbrautaskóla Suðurlands en það gleymdist að flytja fjármuni til FSU og gera stjórnendum þar fært að taka við rekstrinum. Nú er allt í uppnámi fyrir næsta skólaár.“ Oddný sagði að vegna deilna milli ráðuneyta um hver ætti að gera hvað stæðu starfsmenn eftir með uppsagnarbréf í höndunum og svikin loforð ráðherra. Garðyrkja Háskólar Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Ölfus Tengdar fréttir „Megum ekki láta það gerast að garðyrkjunám á Íslandi líði undir lok“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hafa ekki búið betur að málum þegar Garðyrkjuskólinn á Reykjum var skilinn frá Landbúnaðarháskólanum og færður undir Fjölbrautarskóla Suðurlands. Hann segir stjórnvöld hafa leyft skólanum að verða hornreka í íslensku menntakerfi. 27. apríl 2022 17:01 Nemendur Garðyrkjuskólans biðja um hjálp Nemendur eina Garðyrkjuskóla landsins hafa verulegar áhyggjur af framtíð skólans og vilja að hann verði gerður sjálfstæður skóli að ný en í dag er hann hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands. Í haust stendur til að færa skólann undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. 13. mars 2022 13:03 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Félagið lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu Garðyrkjuskólans sem til stendur að flytja frá LBHÍ yfir til FSU. Grafalvarleg staða sé nú uppi. „Garðyrkjunámið er orðið að bitbeini, líklega tveggja núverandi ráðherra og rektors og skólameistara skólanna. Á meðan líður starfsemin fyrir það, nemendur og starfsfólk Garðyrkjuskólans einnig. Á þessari stundu er framtíð Garðyrkjuskólans óljós með öllu.“ Skiptar skoðanir eru um fyrirætlanirnar og hafa þær víða verið gagnrýndar. Fjórum kennurum Garðyrkjuskólans var á þriðjudag sagt upp störfum og segja þingmenn nemendur og starfsmenn í algerri óvissu fyrir komandi skólaár. Ákvörðun um flutninginn var tekin af Lilju Alfreðsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra, í lok árs 2020 og fól hún rektor LBHÍ og skólameistara FSU að komast að samkomulagi um flutninginn. „Það vekur furðu að ráðherra, með einu pennastriki, taki slíka ákvörðun og er það mat félagsins að eðlilegt væri að Alþingi tæki þessa ákvörðun en ekki sé um að ræða geðþóttaákvörðun ráðherra,“ segir í áskorun FÍN. Að sögn félagsins hafa rektor LBHÍ og skólameistari FSU ekki náð saman um málefni Garðyrkjuskólans og því liggi enginn samningur fyrir milli skólanna tveggja um hvernig flutningnum skuli háttað. Ekki komin með vinnuaðstöðuna á Reykjum „Það vekur furðu að garðyrkjunám við Garðyrkjuskólann sé auglýst í gegnum FSU án þess að formlegur samningur liggi fyrir um yfirfærsluna. Einnig hefur rektor LBHÍ ákveðið, [á þriðjudag], þrátt fyrir að enginn samningur um yfirflutning námsins frá LBHÍ yfir til FSU liggi fyrir, að leggja niður störf allra sérfræðinga sem starfa við kennslu við Garðyrkjuskólann,“ segir í áskorun FÍN. Ekki sé tryggt að skólameistari FSU geti ráðið starfsmennina eða að þeir muni sækjast eftir starfi hjá FSU. Auk þess segir Félag íslenskra náttúrufræðinga að kennsluaðstaða Garðyrkjuskólans og aðrir starfsmenn séu enn undir stjórn LBHÍ og FSU hafi því ekki umráðarétt með núverandi starfsaðstöðu Garðyrkjuskólans. Þar með sé FSU ekki tryggð nein vinnuaðstaða til kennslu fyrir nemendur. „Þeir sem til þekkja átta sig á því að kennsluaðstaðan á Reykjum er mikilvæg og aðstaðan þarf að vera á forræði þess sem hefur umsjón og ábyrgð með garðyrkjunáminu.“ FÍN skorar á stjórnvöld, Alþingi, rektor LBHÍ og skólameistara FSU að grípa til aðgerða og sjá til þess að flutningurinn gangi vel fyrir sig. Í því sambandi sé mikilvægt að öllum lögum og réttum ferlum sé fylgt og réttindi og skyldur starfsmanna tryggð. Dæmi eru um að húsnæði Garðyrkjuskólans sé í mikilli niðurníðslu.Aðsend Gagnrýndu stöðuna á þinginu Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, var harðorð á Alþingi í gær um stöðu Garðyrkjuskólans á Reykjum. „Það er þyngra en tárum taki hvernig stjórnvöld hafa leyft sér að láta þennan mikilvæga skóla og þetta mikilvæga nám verða hornreka í íslensku menntakerfi. Hvernig í ósköpunum gat þetta gerst?“ Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu, vakti athygli á stöðu Garðyrkjuskólans á þingi og nefndi þar meðal annars að húsakynni skólans væru í mikilli niðurníðslu. „Á síðasta kjörtímabili var ákveðið að færa Garðyrkjuskólann undir Fjölbrautaskóla Suðurlands en það gleymdist að flytja fjármuni til FSU og gera stjórnendum þar fært að taka við rekstrinum. Nú er allt í uppnámi fyrir næsta skólaár.“ Oddný sagði að vegna deilna milli ráðuneyta um hver ætti að gera hvað stæðu starfsmenn eftir með uppsagnarbréf í höndunum og svikin loforð ráðherra.
Garðyrkja Háskólar Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Ölfus Tengdar fréttir „Megum ekki láta það gerast að garðyrkjunám á Íslandi líði undir lok“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hafa ekki búið betur að málum þegar Garðyrkjuskólinn á Reykjum var skilinn frá Landbúnaðarháskólanum og færður undir Fjölbrautarskóla Suðurlands. Hann segir stjórnvöld hafa leyft skólanum að verða hornreka í íslensku menntakerfi. 27. apríl 2022 17:01 Nemendur Garðyrkjuskólans biðja um hjálp Nemendur eina Garðyrkjuskóla landsins hafa verulegar áhyggjur af framtíð skólans og vilja að hann verði gerður sjálfstæður skóli að ný en í dag er hann hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands. Í haust stendur til að færa skólann undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. 13. mars 2022 13:03 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Megum ekki láta það gerast að garðyrkjunám á Íslandi líði undir lok“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hafa ekki búið betur að málum þegar Garðyrkjuskólinn á Reykjum var skilinn frá Landbúnaðarháskólanum og færður undir Fjölbrautarskóla Suðurlands. Hann segir stjórnvöld hafa leyft skólanum að verða hornreka í íslensku menntakerfi. 27. apríl 2022 17:01
Nemendur Garðyrkjuskólans biðja um hjálp Nemendur eina Garðyrkjuskóla landsins hafa verulegar áhyggjur af framtíð skólans og vilja að hann verði gerður sjálfstæður skóli að ný en í dag er hann hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands. Í haust stendur til að færa skólann undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. 13. mars 2022 13:03