Domino‘s kostar æfingagjöld barna hjá Leikni Bjarki Sigurðsson skrifar 28. apríl 2022 20:33 Markmiðið er að fjölga iðkendum Leiknis um að lágmarki 50% á samningstímanum. Vísir/Hulda Margrét Domino’s og Leiknir hafa komist að samkomulagi um átaksverkefni þar sem markmiðið er að auka þátttöku barna og unglinga í íþróttastarfi Leiknis með því að gera þátttöku gjaldfrjálsa fyrir börn búsett í Breiðholti gegn nýtingu frístundakorts Reykjavíkurborgar. Markmið verkefnisins er að fjölga iðkendum um að lágmarki 50% á samningstímanum og lækka þannig hlutfall barna sem eru óvirk í frístundastarfi í hverfinu, en nýting frístundakortsins er lægst í Efra-Breiðholti af öllum hverfum Reykjavíkur. „Domino’s hefur í rúm 20 ár rekið höfuðstöðvar sínar, þar með talið skrifstofur, þjónustuver og framleiðslu, auk útsölustaðar við Lóuhóla 2-6 í Efra Breiðholti. Í gegnum árin höfum við bundist hverfinu sterkum böndum og notið þess að fá öflugt starfsfólk úr hverfinu og gerum enn,“ segir Magnús Hafliðason, forstjóri Domino’s á Íslandi. Hann segir að þeim hafi verið kunnugt um þær áskoranir sem eru fyrir hendi í hverfinu hvað varðar þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi. „Við erum stolt af þessum samningi en með honum vonumst við til þess að styrkja nærumhverfi okkar með beinum hætti og stuðla að aukinni þátttöku barna og ungmenna í íþróttastarfi enda hefur slíkt óumdeild jákvæð áhrif á velferð þeirra,“ segir Magnús enn fremur. Gjaldfrjálst að æfa fyrir 6-16 ára út árið 2023 Átaksverkefnið nær út árið 2023 og nær til barna á aldrinum 6-16 ára sem búsett eru í hverfinu. Sérstök áhersla verður á að miðla upplýsingum um verkefnið á fjölbreyttum tungumálum með það að markmiði að ná til sem flestra fjölskyldna í Efra-Breiðholti. Oscar Clausen, formaður Leiknis, segir framtak Domino’s styrkja nærumhverfi þeirra. „Forganga Domino’s í þessu máli er einsdæmi og öðrum til eftirbreytni. Fyrst og fremst kemur þetta börnum og unglingum í hverfinu til góða og vonumst við til þess að sjá þau hópast á æfingar hjá Leikni.“ Íþróttir barna Leiknir Reykjavík Reykjavík Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Sjá meira
Markmið verkefnisins er að fjölga iðkendum um að lágmarki 50% á samningstímanum og lækka þannig hlutfall barna sem eru óvirk í frístundastarfi í hverfinu, en nýting frístundakortsins er lægst í Efra-Breiðholti af öllum hverfum Reykjavíkur. „Domino’s hefur í rúm 20 ár rekið höfuðstöðvar sínar, þar með talið skrifstofur, þjónustuver og framleiðslu, auk útsölustaðar við Lóuhóla 2-6 í Efra Breiðholti. Í gegnum árin höfum við bundist hverfinu sterkum böndum og notið þess að fá öflugt starfsfólk úr hverfinu og gerum enn,“ segir Magnús Hafliðason, forstjóri Domino’s á Íslandi. Hann segir að þeim hafi verið kunnugt um þær áskoranir sem eru fyrir hendi í hverfinu hvað varðar þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi. „Við erum stolt af þessum samningi en með honum vonumst við til þess að styrkja nærumhverfi okkar með beinum hætti og stuðla að aukinni þátttöku barna og ungmenna í íþróttastarfi enda hefur slíkt óumdeild jákvæð áhrif á velferð þeirra,“ segir Magnús enn fremur. Gjaldfrjálst að æfa fyrir 6-16 ára út árið 2023 Átaksverkefnið nær út árið 2023 og nær til barna á aldrinum 6-16 ára sem búsett eru í hverfinu. Sérstök áhersla verður á að miðla upplýsingum um verkefnið á fjölbreyttum tungumálum með það að markmiði að ná til sem flestra fjölskyldna í Efra-Breiðholti. Oscar Clausen, formaður Leiknis, segir framtak Domino’s styrkja nærumhverfi þeirra. „Forganga Domino’s í þessu máli er einsdæmi og öðrum til eftirbreytni. Fyrst og fremst kemur þetta börnum og unglingum í hverfinu til góða og vonumst við til þess að sjá þau hópast á æfingar hjá Leikni.“
Íþróttir barna Leiknir Reykjavík Reykjavík Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Sjá meira