Stöndum við stóru orðin Egill Tómasson skrifar 29. apríl 2022 10:01 Loftslagsmálin eru eitt stærsta og mest aðkallandi verkefni mannkyns. Orkustefna Íslands gerir ráð fyrir því að landið verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Nýr stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar er enn metnaðarfyllri og flýtir því markmiði um áratug til ársins 2040. Orð eru til alls fyrst, en betur má ef duga skal og tími raunverulegra aðgerða runninn upp. Íslendingar flytja inn jarðefnaeldsneyti fyrir um 100 milljarða króna á ári. Ef við ætlum okkur að hætta að stóla á þetta innflutta eldsneyti, verður orkan sem drífur áfram margvísleg umsvif okkar að koma annars staðar frá. Starfshópur um stöðu og áskoranir í orkumálum benti á það í svonefndri grænbók í byrjun mars að til þess að ná fullum orkuskiptum þyrfti u.þ.b. að tvöfalda núverandi raforkuframleiðslu. Grænbókin er bein þýðing og umbreyting á markmiðum Íslands í loftslagsmálum frá einu formi orku yfir í annað. Frá jarðefnaeldsneyti yfir í endurnýjanlega og sjálfbæra orku. Niðurstöðurnar sýna í raun beinar afleiðingar af markmiðum Íslands um kolefnishlutleysi og jarðefnaeldsneytisleysi samkvæmt Orkustefnu og stjórnarsáttmála. Miðað við þetta höfum við 18 ár til að tvöfalda kerfi sem að mestu hefur byggst upp á 60 árum – það er ærið verkefni og spurning hvernig þróast en nú skiptir mestu að taka skref í áttina og hefja vegferðina. Hafa ber í huga að orkuþörfin verður ekki umtalsverð fyrst um sinn en eykst mjög hratt milli 2030 og 2040. Mikilvægt er að sofna ekki á verðinum því uppbygging í raforkukerfinu krefst margra ára undirbúnings og framkvæmdatíma. Rafeldsneyti í lykilhlutverki Bein rafvæðing, sem er nýtnasta og hagkvæmasta lausnin, verður án efa mikilvægur þáttur í orkuskiptunum og er vel á veg komin t.d. í fólksbílum. Rafeldsneyti (e. e-fuel) mun einnig gegna veigamiklu hlutverki þar sem beinni rafvæðingu verður ekki komið við, t.d. í þungaflutningum á landi, á hafi og á lengri flugleiðum. Rafeldsneyti er eldsneyti sem framleitt er með raforku. Endurnýjanleg raforka er þá notuð til að greina vatn í frumefni sín; vetni og súrefni. Þetta græna vetni má t.d. nota beint til að knýja farartæki eða ná fram orkuskiptum í iðnaði. Jafnframt er mögulegt að binda grænt vetni við önnur frumefni og framleiða nær hvaða rafeldsneyti sem vera skal; t.d. metanól, kerósín, ammóníak eða metan, sem í dag eru unnin úr jarðgasi og hráolíu. Gott aðgengi að endurnýjanlegum orkuauðlindum gera Ísland að sannkölluðu fyrirheitna landi í framleiðslu rafeldsneytis og horfa aðrar þjóðir öfundaraugum til okkar. Framleiðsla og notkun á grænu rafeldsneyti er enn á frumstigi og markaðir ómótaðir. Meiri þungi mun færast í rafeldsneytisverkefni með tímanum og eru skýr teikn á lofti. Minni verkefni með umtalsverða vaxtarmöguleika eru þegar komin í gang í Evrópu en stærri eru í undirbúningi og bíða fjárfestingaákvarðana. Bein notkun vetnis í minni tækjum eykst hratt, s.s. í fólksbílum, vinnuvélum, flutningabílum og minni flugvélum. Töluverða tækniþróun þarf enn fyrir stærri tæki á borð við flugvélar á lengri leiðum. Orkuskipti í samgöngum á Íslandi munu því fyrst verða á landi og sjó og flugið fylgja þar á eftir. Landsvirkjun ryður brautina Landsvirkjun, sem orkufyrirtæki í eigu allra landsmanna, lítur á það sem hlutverk sitt að vera leiðandi á þessu sviði og gera allt sem í hennar valdi stendur til að markmiðin í loftslagsmálum náist. Í ljósi þess höfum við lagt í mikla vinnu við að greina tækifæri í framleiðslu á rafeldsneyti. Leitað var ráða hjá helstu alþjóðlegu sérfræðingum heims í orkuskiptum og jafnframt hefur byggst upp sterkt teymi sérfræðinga í vetnis- og rafeldsneytismálum hjá fyrirtækinu. Niðurstaða okkar er sú að framleiðsla rafeldsneytis sé skynsamleg fyrir Ísland. Til viðbótar við beina rafvæðingu telur Landsvirkjun nýtingu vetnis og metanóls vænlegasta til árangurs í orkuskiptum samgangna á Íslandi, sér í lagi til skemmri tíma þar til nýting annars græns rafeldsneytis nær tæknilegum þroska. Landsvirkjun hyggst því taka frumkvæði og þróa ásamt samstarfsaðilum tvö verkefni á næstu 12-18 mánuðum; annars vegar með nýtingu vetnis fyrir þungaflutninga á landi og hins vegar með nýtingu metanóls við orkuskipti á hafi. Fyrra verkefnið er um 4 MW að stærð og getur knúið um 40 vetnistrukka, strætisvagna, rútur og jafnvel innanlandsflug til viðbótar við spennandi nýsköpunarverkefni sem krefjast vetnis. Hið síðara er yfir 20 MW að stærð og getur knúið a.m.k. tvö flutningaskip. Verkefnin eru mikilvæg skref í því að minnka losun koldíoxíðs frá samgöngum. Sýnum vilja og þor Tæknilegar lausnir sem taka á loftslagsvandanum eru þegar til reiðu í mörgum geirum og í örri þróun í öðrum. Því er mikilvægt að nýta strax fyrri lausnirnar og flýta tækniþróun þeirra síðari. Íslendingar geta lagt hönd á plóg á báðum sviðum og nú er kominn tími til að hrinda verkefnum í framkvæmd sem ná raunverulegum árangri. Tökum höndum saman með samstilltu átaki einkaaðila og hins opinbera og búum þannig um hnútana að framgangur orkuskiptaverkefna á Íslandi verði greiður. Gerum nýsköpunarverkefnum sömuleiðis hátt undir höfði og hröðum þannig nauðsynlegri tækniþróun sem mun hafa áhrif út fyrir landsteinana. Með vilja og þori getum við orðið fyrirmynd annarra ríkja og jarðefnaeldsneytislaus fyrst allra þjóða. Það var vissulega merkur áfangi þegar við settum okkur það markmið. Nú látum við verkin tala. Fjallað verður nánar um rafeldsneyti sem lykil að orkuskiptum á mánudaginn 2. maí kl. 14, í beinu streymi á Facebook síðu Landsvirkjunar. Höfundur er verkfræðingur og nýsköpunarstjóri hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Loftslagsmálin eru eitt stærsta og mest aðkallandi verkefni mannkyns. Orkustefna Íslands gerir ráð fyrir því að landið verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Nýr stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar er enn metnaðarfyllri og flýtir því markmiði um áratug til ársins 2040. Orð eru til alls fyrst, en betur má ef duga skal og tími raunverulegra aðgerða runninn upp. Íslendingar flytja inn jarðefnaeldsneyti fyrir um 100 milljarða króna á ári. Ef við ætlum okkur að hætta að stóla á þetta innflutta eldsneyti, verður orkan sem drífur áfram margvísleg umsvif okkar að koma annars staðar frá. Starfshópur um stöðu og áskoranir í orkumálum benti á það í svonefndri grænbók í byrjun mars að til þess að ná fullum orkuskiptum þyrfti u.þ.b. að tvöfalda núverandi raforkuframleiðslu. Grænbókin er bein þýðing og umbreyting á markmiðum Íslands í loftslagsmálum frá einu formi orku yfir í annað. Frá jarðefnaeldsneyti yfir í endurnýjanlega og sjálfbæra orku. Niðurstöðurnar sýna í raun beinar afleiðingar af markmiðum Íslands um kolefnishlutleysi og jarðefnaeldsneytisleysi samkvæmt Orkustefnu og stjórnarsáttmála. Miðað við þetta höfum við 18 ár til að tvöfalda kerfi sem að mestu hefur byggst upp á 60 árum – það er ærið verkefni og spurning hvernig þróast en nú skiptir mestu að taka skref í áttina og hefja vegferðina. Hafa ber í huga að orkuþörfin verður ekki umtalsverð fyrst um sinn en eykst mjög hratt milli 2030 og 2040. Mikilvægt er að sofna ekki á verðinum því uppbygging í raforkukerfinu krefst margra ára undirbúnings og framkvæmdatíma. Rafeldsneyti í lykilhlutverki Bein rafvæðing, sem er nýtnasta og hagkvæmasta lausnin, verður án efa mikilvægur þáttur í orkuskiptunum og er vel á veg komin t.d. í fólksbílum. Rafeldsneyti (e. e-fuel) mun einnig gegna veigamiklu hlutverki þar sem beinni rafvæðingu verður ekki komið við, t.d. í þungaflutningum á landi, á hafi og á lengri flugleiðum. Rafeldsneyti er eldsneyti sem framleitt er með raforku. Endurnýjanleg raforka er þá notuð til að greina vatn í frumefni sín; vetni og súrefni. Þetta græna vetni má t.d. nota beint til að knýja farartæki eða ná fram orkuskiptum í iðnaði. Jafnframt er mögulegt að binda grænt vetni við önnur frumefni og framleiða nær hvaða rafeldsneyti sem vera skal; t.d. metanól, kerósín, ammóníak eða metan, sem í dag eru unnin úr jarðgasi og hráolíu. Gott aðgengi að endurnýjanlegum orkuauðlindum gera Ísland að sannkölluðu fyrirheitna landi í framleiðslu rafeldsneytis og horfa aðrar þjóðir öfundaraugum til okkar. Framleiðsla og notkun á grænu rafeldsneyti er enn á frumstigi og markaðir ómótaðir. Meiri þungi mun færast í rafeldsneytisverkefni með tímanum og eru skýr teikn á lofti. Minni verkefni með umtalsverða vaxtarmöguleika eru þegar komin í gang í Evrópu en stærri eru í undirbúningi og bíða fjárfestingaákvarðana. Bein notkun vetnis í minni tækjum eykst hratt, s.s. í fólksbílum, vinnuvélum, flutningabílum og minni flugvélum. Töluverða tækniþróun þarf enn fyrir stærri tæki á borð við flugvélar á lengri leiðum. Orkuskipti í samgöngum á Íslandi munu því fyrst verða á landi og sjó og flugið fylgja þar á eftir. Landsvirkjun ryður brautina Landsvirkjun, sem orkufyrirtæki í eigu allra landsmanna, lítur á það sem hlutverk sitt að vera leiðandi á þessu sviði og gera allt sem í hennar valdi stendur til að markmiðin í loftslagsmálum náist. Í ljósi þess höfum við lagt í mikla vinnu við að greina tækifæri í framleiðslu á rafeldsneyti. Leitað var ráða hjá helstu alþjóðlegu sérfræðingum heims í orkuskiptum og jafnframt hefur byggst upp sterkt teymi sérfræðinga í vetnis- og rafeldsneytismálum hjá fyrirtækinu. Niðurstaða okkar er sú að framleiðsla rafeldsneytis sé skynsamleg fyrir Ísland. Til viðbótar við beina rafvæðingu telur Landsvirkjun nýtingu vetnis og metanóls vænlegasta til árangurs í orkuskiptum samgangna á Íslandi, sér í lagi til skemmri tíma þar til nýting annars græns rafeldsneytis nær tæknilegum þroska. Landsvirkjun hyggst því taka frumkvæði og þróa ásamt samstarfsaðilum tvö verkefni á næstu 12-18 mánuðum; annars vegar með nýtingu vetnis fyrir þungaflutninga á landi og hins vegar með nýtingu metanóls við orkuskipti á hafi. Fyrra verkefnið er um 4 MW að stærð og getur knúið um 40 vetnistrukka, strætisvagna, rútur og jafnvel innanlandsflug til viðbótar við spennandi nýsköpunarverkefni sem krefjast vetnis. Hið síðara er yfir 20 MW að stærð og getur knúið a.m.k. tvö flutningaskip. Verkefnin eru mikilvæg skref í því að minnka losun koldíoxíðs frá samgöngum. Sýnum vilja og þor Tæknilegar lausnir sem taka á loftslagsvandanum eru þegar til reiðu í mörgum geirum og í örri þróun í öðrum. Því er mikilvægt að nýta strax fyrri lausnirnar og flýta tækniþróun þeirra síðari. Íslendingar geta lagt hönd á plóg á báðum sviðum og nú er kominn tími til að hrinda verkefnum í framkvæmd sem ná raunverulegum árangri. Tökum höndum saman með samstilltu átaki einkaaðila og hins opinbera og búum þannig um hnútana að framgangur orkuskiptaverkefna á Íslandi verði greiður. Gerum nýsköpunarverkefnum sömuleiðis hátt undir höfði og hröðum þannig nauðsynlegri tækniþróun sem mun hafa áhrif út fyrir landsteinana. Með vilja og þori getum við orðið fyrirmynd annarra ríkja og jarðefnaeldsneytislaus fyrst allra þjóða. Það var vissulega merkur áfangi þegar við settum okkur það markmið. Nú látum við verkin tala. Fjallað verður nánar um rafeldsneyti sem lykil að orkuskiptum á mánudaginn 2. maí kl. 14, í beinu streymi á Facebook síðu Landsvirkjunar. Höfundur er verkfræðingur og nýsköpunarstjóri hjá Landsvirkjun.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun