Bjarni kannast ekki við fullyrðingar Lilju um áhyggjufulla ráðherra Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. apríl 2022 10:28 Bjarni mætti á opinn fund fjárlaganefndar í morgun þar sem hann svaraði ýmsum spurningum nefndarmanna um söluferlið á hlut ríkisins í Íslandsbanka. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir lýsingu Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, á viðhorfi sínu til útboðs á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í aðdraganda þess ekki rétta. Hann hafi ekki haft neinar efasemdir um ferlið. Lilja sagði í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær að bæði Bjarni og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefðu deilt með henni þeim áhyggjum og efasemdum sem hún hafði um aðferðina við söluna. Ráðherrarnir þrír sitja saman í ráðherranefnd um efnahagsmál og fóru á fundum yfir ferlið. Á opnum fundi fjármálanefndar í morgun sat Bjarni fyrir svörum og var hann spurður út í þessi orð Lilju. „Ég kannast ekki við að hafa verið með miklar efasemdir í nefndinni og ég tel ekki að það sé lýsandi fyrir umræðu í ráðherranefnd að þar hafi ráðherrar verið með miklar efasemdir um að framkvæma útboðið,“ sagði Bjarni. „Þvert á móti þá er ég þeirrar skoðunar að þar hafi farið fram gagnleg umræða um kosti og galla þeirra valkosta sem við stóðum frammi fyrir.“ Lilja hafi óttast viðbrögð almennings Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, nefndarmaður Viðreisnar í fjárlaganefnd sem spurði Bjarna um orð Lilju, fylgdi spurningu sinni þá eftir eftir þetta svar Bjarnar og spurði hvort það væri þá einfaldlega rangt sem Lilja hefði sagt í þinginu í gær. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir situr í fjárlaganefnd fyrir hönd Viðreisnar.vísir/arnar Bjarni sagðist þá telja að fólk væri að mistúlka orð Lilju. Hún hefði haft pólitískar áhyggjur af málinu og því hvort aðferðin sem yrði farin með útboðinu yrði vinsæl. „Ég held að þarna sé verið að virða pólitískar áhyggjur, ekki lagalegar áhyggjur, heldur pólitískar áhyggjur af því hvernig menn geti viðhaldið góðum stuðningi meðal þjóðarinnar eftir því hvaða leið er farin. Og kannski er það sem ráðherrann er að vísa til að það hefur skapast mikið uppnám og moldviðri út af þessari framkvæmd – að það hafi ræst sem hún hafði áhyggjur af að það væri erfiðara að viðhalda pólitískum stuðningi þegar allur íslenskur almenningur ætti ekki aðild að framkvæmd útboðsins,“ sagði Bjarni. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Lilja sagði í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær að bæði Bjarni og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefðu deilt með henni þeim áhyggjum og efasemdum sem hún hafði um aðferðina við söluna. Ráðherrarnir þrír sitja saman í ráðherranefnd um efnahagsmál og fóru á fundum yfir ferlið. Á opnum fundi fjármálanefndar í morgun sat Bjarni fyrir svörum og var hann spurður út í þessi orð Lilju. „Ég kannast ekki við að hafa verið með miklar efasemdir í nefndinni og ég tel ekki að það sé lýsandi fyrir umræðu í ráðherranefnd að þar hafi ráðherrar verið með miklar efasemdir um að framkvæma útboðið,“ sagði Bjarni. „Þvert á móti þá er ég þeirrar skoðunar að þar hafi farið fram gagnleg umræða um kosti og galla þeirra valkosta sem við stóðum frammi fyrir.“ Lilja hafi óttast viðbrögð almennings Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, nefndarmaður Viðreisnar í fjárlaganefnd sem spurði Bjarna um orð Lilju, fylgdi spurningu sinni þá eftir eftir þetta svar Bjarnar og spurði hvort það væri þá einfaldlega rangt sem Lilja hefði sagt í þinginu í gær. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir situr í fjárlaganefnd fyrir hönd Viðreisnar.vísir/arnar Bjarni sagðist þá telja að fólk væri að mistúlka orð Lilju. Hún hefði haft pólitískar áhyggjur af málinu og því hvort aðferðin sem yrði farin með útboðinu yrði vinsæl. „Ég held að þarna sé verið að virða pólitískar áhyggjur, ekki lagalegar áhyggjur, heldur pólitískar áhyggjur af því hvernig menn geti viðhaldið góðum stuðningi meðal þjóðarinnar eftir því hvaða leið er farin. Og kannski er það sem ráðherrann er að vísa til að það hefur skapast mikið uppnám og moldviðri út af þessari framkvæmd – að það hafi ræst sem hún hafði áhyggjur af að það væri erfiðara að viðhalda pólitískum stuðningi þegar allur íslenskur almenningur ætti ekki aðild að framkvæmd útboðsins,“ sagði Bjarni.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira