Hafnarfjörður er kranafjörður Orri Björnsson skrifar 30. apríl 2022 00:01 Það er spennandi og gaman að fylgjast með þeim gríðarlega krafti sem er í uppbyggingu Hafnarfjarðar þessi misserin. Nýjar íbúðir þjóta upp og íbúum fjölgar dag frá degi. Í dag eru á annað þúsund íbúðir í byggingu og búið að úthluta lóðum undir meira en tvö þúsund til viðbótar. Spennandi þróunarsvæði fara fljótlega í gang á Hrauni vestur og á hafnarsvæðinu. Byggingarkrönum fjölgar stöðugt og í dag eru meira en 15% af öllum skráðum krönum landsins staðsettir í Hafnarfirði. Það skiptir máli hverjir stjórna Þegar mesta uppbyggingarskeið í sögu bæjarins stendur yfir er gríðarlega mikilvægt að vel sé haldið á spilunum og góð stjórn sé jafnt á framkvæmdum sem fjármálum bæjarfélagsins. Síðustu tvö kjörtímabil hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í meirihluta og okkur hefur gengið vel. Skuldir hafa lækkað, framkvæmdir hafa verið miklar og markvissar og hið mikla uppbyggingarskeið, sem nú er hafið, hefur verið undirbúið gaumgæfilega. Við Sjálfstæðismenn sækjumst nú eftir umboði til að sitja áfram við stjórnvölinn og sigla þessari miklu stækkun bæjarfélagsins í örugga höfn. Það er mikið undir og óumræðilega mikilvægt að vel takist til. Fögnum nýjum Hafnfirðingum Á næstu 4-5 árum mun Hafnfirðingum fjölga um fjórðung og þá skiptir máli að þjónusta og umhverfi fylgi með og að okkar nýju samborgurum líði vel frá fyrsta degi. Sjálfstæðisflokkurinn er reiðubúinn og mun beita sér af alefli til að svo megi verða. Góðir skólar, snyrtilegt umhverfi, greiðar samgöngur og öflugt samfélag er það sem fólk sækir í. Allt þetta er til staðar og við viljum halda áfram með bæjarbúum að gera það besta fyrir Hafnarfjörð. Höfundur skipar 2. sæti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Það er spennandi og gaman að fylgjast með þeim gríðarlega krafti sem er í uppbyggingu Hafnarfjarðar þessi misserin. Nýjar íbúðir þjóta upp og íbúum fjölgar dag frá degi. Í dag eru á annað þúsund íbúðir í byggingu og búið að úthluta lóðum undir meira en tvö þúsund til viðbótar. Spennandi þróunarsvæði fara fljótlega í gang á Hrauni vestur og á hafnarsvæðinu. Byggingarkrönum fjölgar stöðugt og í dag eru meira en 15% af öllum skráðum krönum landsins staðsettir í Hafnarfirði. Það skiptir máli hverjir stjórna Þegar mesta uppbyggingarskeið í sögu bæjarins stendur yfir er gríðarlega mikilvægt að vel sé haldið á spilunum og góð stjórn sé jafnt á framkvæmdum sem fjármálum bæjarfélagsins. Síðustu tvö kjörtímabil hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í meirihluta og okkur hefur gengið vel. Skuldir hafa lækkað, framkvæmdir hafa verið miklar og markvissar og hið mikla uppbyggingarskeið, sem nú er hafið, hefur verið undirbúið gaumgæfilega. Við Sjálfstæðismenn sækjumst nú eftir umboði til að sitja áfram við stjórnvölinn og sigla þessari miklu stækkun bæjarfélagsins í örugga höfn. Það er mikið undir og óumræðilega mikilvægt að vel takist til. Fögnum nýjum Hafnfirðingum Á næstu 4-5 árum mun Hafnfirðingum fjölga um fjórðung og þá skiptir máli að þjónusta og umhverfi fylgi með og að okkar nýju samborgurum líði vel frá fyrsta degi. Sjálfstæðisflokkurinn er reiðubúinn og mun beita sér af alefli til að svo megi verða. Góðir skólar, snyrtilegt umhverfi, greiðar samgöngur og öflugt samfélag er það sem fólk sækir í. Allt þetta er til staðar og við viljum halda áfram með bæjarbúum að gera það besta fyrir Hafnarfjörð. Höfundur skipar 2. sæti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun