Byggjum upp atvinnulífskjarna í Reykjanesbæ Sighvatur Jónsson skrifar 30. apríl 2022 18:01 Við fjölskyldan fluttum í Dalshverfi í Innri-Njarðvík sumarið 2018 skömmu eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Eitt af síðustu verkunum á æskuslóðunum í Vestmannaeyjum þá var einmitt að kjósa. Þegar við komum til Reykjanesbæjar blasti enn við kynningarefni Framsóknar fyrir kosningarnar. Brosmild og einbeitt andlit frambjóðenda horfðu til mín undir slagorðinu: „Við getum gert það!“ Ekki datt mér í hug þá að tæpum fjórum árum síðar yrði mér boðið að taka sæti á lista með þessu sama fólki og fleiri öflugum fulltrúum Framsóknar í Reykjanesbæ. Þegar leitað var til mín fyrr í vetur spurði ég mig að tvennu: Hvað hef ég lært af því að búa í Reykjanesbæ og hvað hef ég fram að færa til starfa fyrir sveitarfélagið? Kröftugt og fjölbreytt atvinnulíf Þegar ég flutti til Reykjanesbæjar vann ég á útvarpsstöðinni K100 og síðar sem fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Ég fjallaði um málefni Reykjanesbæjar og kynntist öflugu atvinnulífi við Keflavíkurflugvöll sem getur að sama skapi verið viðkvæmt, samanber áhrifin af falli flugfélagsins WOW air og heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Í málefnaskrá Framsóknar á nýjum vef okkar www.framsoknrnb.is kemur fram að við viljum styrkja tengslin við sjávarútveginn með landeldi á Reykjanesi og tryggja að Njarðvíkurhöfn verði nýtt enn frekar til viðhalds skipaflota landsins. Þá umræðu þekki ég vel frá Eyjum þar sem skipalyfta er of lítil fyrir stærstu skip flotans. Atvinnulífskjarni í Reykjanesbæ Ég mun leggja áherslu á að atvinnulífskjarni í Reykjanesbæ verði að veruleika. Ég hef verið mjög spenntur fyrir slíkum hugmyndum frá árinu 2008 þegar ég flutti aftur til Vestmannaeyja eftir tölvunarfræðinám í Danmörku. Undanfarin ár hef ég fylgst með umræðu um nýsköpunarsetur, skrifstofuhótel og ýmsa möguleika við tæknistörf á landsbyggðinni. Eftir Covid-faraldurinn eru störf án staðsetningar skyndilega orðin algengari en áður. Atvinnulífskjarni í heimabyggð styður við einstaklinga sem vinna fjarri vinnustaðnum að hluta. Sjálfur vinn ég fyrir hugbúnaðardeild Marel, ýmist í húsnæði fyrirtækisins í Garðabæ eða að heiman. Aftur vísa ég til frambjóðenda Framsóknar á auglýsingaskiltunum í Reykjanesbæ sumarið 2018 og slagorðsins: „Mengandi stóriðju burt!“ Margt hefur áunnist varðandi kísilverið í Helguvík á yfirstandandi kjörtímabili en málinu er ekki lokið. Framsókn í Reykjanesbæ vill enga mengandi stóriðju í Helguvík. Gerum gott samfélag enn betra. Höfundur skipar 6. sæti á B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjanesbær Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Við fjölskyldan fluttum í Dalshverfi í Innri-Njarðvík sumarið 2018 skömmu eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Eitt af síðustu verkunum á æskuslóðunum í Vestmannaeyjum þá var einmitt að kjósa. Þegar við komum til Reykjanesbæjar blasti enn við kynningarefni Framsóknar fyrir kosningarnar. Brosmild og einbeitt andlit frambjóðenda horfðu til mín undir slagorðinu: „Við getum gert það!“ Ekki datt mér í hug þá að tæpum fjórum árum síðar yrði mér boðið að taka sæti á lista með þessu sama fólki og fleiri öflugum fulltrúum Framsóknar í Reykjanesbæ. Þegar leitað var til mín fyrr í vetur spurði ég mig að tvennu: Hvað hef ég lært af því að búa í Reykjanesbæ og hvað hef ég fram að færa til starfa fyrir sveitarfélagið? Kröftugt og fjölbreytt atvinnulíf Þegar ég flutti til Reykjanesbæjar vann ég á útvarpsstöðinni K100 og síðar sem fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Ég fjallaði um málefni Reykjanesbæjar og kynntist öflugu atvinnulífi við Keflavíkurflugvöll sem getur að sama skapi verið viðkvæmt, samanber áhrifin af falli flugfélagsins WOW air og heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Í málefnaskrá Framsóknar á nýjum vef okkar www.framsoknrnb.is kemur fram að við viljum styrkja tengslin við sjávarútveginn með landeldi á Reykjanesi og tryggja að Njarðvíkurhöfn verði nýtt enn frekar til viðhalds skipaflota landsins. Þá umræðu þekki ég vel frá Eyjum þar sem skipalyfta er of lítil fyrir stærstu skip flotans. Atvinnulífskjarni í Reykjanesbæ Ég mun leggja áherslu á að atvinnulífskjarni í Reykjanesbæ verði að veruleika. Ég hef verið mjög spenntur fyrir slíkum hugmyndum frá árinu 2008 þegar ég flutti aftur til Vestmannaeyja eftir tölvunarfræðinám í Danmörku. Undanfarin ár hef ég fylgst með umræðu um nýsköpunarsetur, skrifstofuhótel og ýmsa möguleika við tæknistörf á landsbyggðinni. Eftir Covid-faraldurinn eru störf án staðsetningar skyndilega orðin algengari en áður. Atvinnulífskjarni í heimabyggð styður við einstaklinga sem vinna fjarri vinnustaðnum að hluta. Sjálfur vinn ég fyrir hugbúnaðardeild Marel, ýmist í húsnæði fyrirtækisins í Garðabæ eða að heiman. Aftur vísa ég til frambjóðenda Framsóknar á auglýsingaskiltunum í Reykjanesbæ sumarið 2018 og slagorðsins: „Mengandi stóriðju burt!“ Margt hefur áunnist varðandi kísilverið í Helguvík á yfirstandandi kjörtímabili en málinu er ekki lokið. Framsókn í Reykjanesbæ vill enga mengandi stóriðju í Helguvík. Gerum gott samfélag enn betra. Höfundur skipar 6. sæti á B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí næstkomandi.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar