Rúnar: Ekkert sem skildi liðin að í þessum leik Hjörvar Ólafsson skrifar 30. apríl 2022 22:20 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ekki sáttur við niðurstöðuna í tapi liðs síns gegn Val í þriðju umferð Bestudeildar karla í fótbolta í kvöld. Rúnar var aftur á móti sáttur við frammistöðu lærisveina sinna þrátt fyrir tapið. „Ég met bara niðurstöðuna þannig að Valur vann og við töpuðum í jöfnum leik. Það var ekkert sem skildi liðin að. Liðin voru svipað mikið boltann held ég og sköpuðu álíka mörg færi. En Valur náði í stigin þrjú," sagði Rúnar í samtali við Stöð 2 sport eftir leikinn en hann vildi ekkert tjá sig um dómara leiksins. Spennustigið í leiknum var afar hátt og KR-ingar voru ósáttir við nokkrar ákvarðanir Helga Mikaels Jónssonar í leiknum. Rúnar eftirlét sérfræðingum Stöðvar 2 sport að rýna í frammisötðu dómarans. „Við fengum fimm til sjö dauðafæri í fyrri hálfleik en náðum ekki að nýta nema eitt. Svo riðlast leikskipulagið aðeins þegar við þurfum að bregðast við meiðslum en ég var mjög sáttur við þá leikmenn sem fylltu skörð þeirra sem þurftu frá að hverfa vegna meiðsla," sagði þjálfarinn enn fremur. „Atli Sigurjónsson var stífur í nára eftir að hafa hlaupið mikið í fyrstu tveimur leikjum deildarinnar og gat ekki spilað meira í dag. Sama átti við Pálma Rafn sem stífnaði upp í upphafi seinni hálfleiks og náði ekki að spila meira en raunin varð. Kennie Chopart fékk svo höfuðhögg og fór upp á sjúkrahús en mér skilst að hann sé við ágætis heilsu þar. Við verðum svo bara að sjá hvernig þróunin verður á því á næstu dögum," sagði Rúnar sem er sáttur við spilamennsku KR-liðsins í upphafi deildarinnar þrátt fyrir að stigasöfnunin hafi verið dræm. „Við erum meira með boltann og höfum betur í XG-baráttunni á móti Blikum og í kvöld fannst mér við spila vel. Fótbolti er hins vegar þannig að þú þarft að ná í úrslit og það hefur ekki gengið vel það sem af er hjá okkur. Nú þurfum við bara að halda áfram að æfa vel og berjast fyrir stigunum," sagði hann. Rúnar vildi svo ekkert gefa upp um hvort liðsstyrkur væri á leið í Vesturbæinn fyrir lok félagaskiptagluggans en lokað verður fyrir félagaskipti 15. maí næstkomandi. „Við erum að skoða í kringum okkur og leita leiða til þess að stækka hópinn og auka samkeppnina. Eins og staðan er núna er þó ekkert fast í hendi. Það eru gríðarleg átök fram undan og ef það verða allir leikir eins og þessi í kvöld verðum við að bæta vopnabúrið töluvert," sagði Rúnar um mögulega styrkingu á leikmannahópi KR á næstu dögum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - KR 2-1 | Valur hafði betur í hörðum slag við KR Valur lagði KR að velli með tveimur mörkum gegn einu þegar liðin mættust í þriðju umferð Bestudeildar karla í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. 30. apríl 2022 21:12 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
„Ég met bara niðurstöðuna þannig að Valur vann og við töpuðum í jöfnum leik. Það var ekkert sem skildi liðin að. Liðin voru svipað mikið boltann held ég og sköpuðu álíka mörg færi. En Valur náði í stigin þrjú," sagði Rúnar í samtali við Stöð 2 sport eftir leikinn en hann vildi ekkert tjá sig um dómara leiksins. Spennustigið í leiknum var afar hátt og KR-ingar voru ósáttir við nokkrar ákvarðanir Helga Mikaels Jónssonar í leiknum. Rúnar eftirlét sérfræðingum Stöðvar 2 sport að rýna í frammisötðu dómarans. „Við fengum fimm til sjö dauðafæri í fyrri hálfleik en náðum ekki að nýta nema eitt. Svo riðlast leikskipulagið aðeins þegar við þurfum að bregðast við meiðslum en ég var mjög sáttur við þá leikmenn sem fylltu skörð þeirra sem þurftu frá að hverfa vegna meiðsla," sagði þjálfarinn enn fremur. „Atli Sigurjónsson var stífur í nára eftir að hafa hlaupið mikið í fyrstu tveimur leikjum deildarinnar og gat ekki spilað meira í dag. Sama átti við Pálma Rafn sem stífnaði upp í upphafi seinni hálfleiks og náði ekki að spila meira en raunin varð. Kennie Chopart fékk svo höfuðhögg og fór upp á sjúkrahús en mér skilst að hann sé við ágætis heilsu þar. Við verðum svo bara að sjá hvernig þróunin verður á því á næstu dögum," sagði Rúnar sem er sáttur við spilamennsku KR-liðsins í upphafi deildarinnar þrátt fyrir að stigasöfnunin hafi verið dræm. „Við erum meira með boltann og höfum betur í XG-baráttunni á móti Blikum og í kvöld fannst mér við spila vel. Fótbolti er hins vegar þannig að þú þarft að ná í úrslit og það hefur ekki gengið vel það sem af er hjá okkur. Nú þurfum við bara að halda áfram að æfa vel og berjast fyrir stigunum," sagði hann. Rúnar vildi svo ekkert gefa upp um hvort liðsstyrkur væri á leið í Vesturbæinn fyrir lok félagaskiptagluggans en lokað verður fyrir félagaskipti 15. maí næstkomandi. „Við erum að skoða í kringum okkur og leita leiða til þess að stækka hópinn og auka samkeppnina. Eins og staðan er núna er þó ekkert fast í hendi. Það eru gríðarleg átök fram undan og ef það verða allir leikir eins og þessi í kvöld verðum við að bæta vopnabúrið töluvert," sagði Rúnar um mögulega styrkingu á leikmannahópi KR á næstu dögum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - KR 2-1 | Valur hafði betur í hörðum slag við KR Valur lagði KR að velli með tveimur mörkum gegn einu þegar liðin mættust í þriðju umferð Bestudeildar karla í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. 30. apríl 2022 21:12 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Umfjöllun: Valur - KR 2-1 | Valur hafði betur í hörðum slag við KR Valur lagði KR að velli með tveimur mörkum gegn einu þegar liðin mættust í þriðju umferð Bestudeildar karla í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. 30. apríl 2022 21:12