Hljóðið í stimplunum getur komið upp um kjósandann Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2022 10:56 Lagt er upp með að kosningarnar séu leynilegar. En kjósandi á Vesturlandi bendir á að ef hann ætli að skila auðu og lýsa þannig því yfir að ekkert framboð hugnist sér, þá þýði það að afstaða hans sé ljós þeim sem utan kjörklefans eru. vísir/vilhelm Hljóðið í stimplunum sem notaðir eru til að greiða atkvæði geta afhjúpað hina áskyldu leynd í komandi kosningunum. Þetta kemur fram í frétt Skessuhorns sem ræddi við kjósanda sem ekki verður heima á kjördag, þann 14. maí næstkomandi og fór því til að greiða atkvæði utankjörstaða. Kosningin aðeins að hluta til leynileg Hann gerði sér ferð til sýslumanns á Vesturlandi og Skessuhorn hefur eftirfarandi eftir manninum, sem að augljósum ástæðum er nafnlaus í virðingarskyni við það að kosningar eigi að vera leynilegar: „Boðið er uppá stimpil með bókstöfum flokkanna. Það heyrist greinilega þegar stimpillinn er notaður. Þar með er kosningin aðeins að hluta til leynileg því það að skila auðu er einnig afstaða; þýðir að kjósandinn er óánægður með þá lista sem í boði eru. Líklega ætti að sleppa þessum stimplum,“ sagði þessi ónefndi einstaklingur. Skessuhorn telur vert að koma þessu á framfæri við sýslumenn, bjóða þyrfti upp á stimpla með lausum stimpilpúðum. En með þeim væri hægt að framkvæma kosningarnar hljóðlega, þannig að ekki sé hægt að átta sig á afstöðu kjósandans utan kjörklefa. Mörg mæðan Margvísleg mæðan er tengd komandi sveitarstjórnarkosninga. En Vísir hefur til dæmis greint frá því að ný kosningalög þýða að verulega hertar kröfur um hæfi þýðir að endurskipuleggja hefur þurft kjörstjórnir í stórum stíl, um land allt. Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri Múlaþings segir stefna í vandræði víða um land og ekki síst í litlum samfélögum. „Þetta er víða snúið og maður sér það í litlum samfélagögum að þurrkast gömlu kjörstjórnirnar nánast út. Þessi hæfisregla. sem er ströng,“ segir Óðinn Gunnar og dregur ekki úr því að hún sé góð og gild. En menn eigi eftir að reka sig á. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Skessuhorns sem ræddi við kjósanda sem ekki verður heima á kjördag, þann 14. maí næstkomandi og fór því til að greiða atkvæði utankjörstaða. Kosningin aðeins að hluta til leynileg Hann gerði sér ferð til sýslumanns á Vesturlandi og Skessuhorn hefur eftirfarandi eftir manninum, sem að augljósum ástæðum er nafnlaus í virðingarskyni við það að kosningar eigi að vera leynilegar: „Boðið er uppá stimpil með bókstöfum flokkanna. Það heyrist greinilega þegar stimpillinn er notaður. Þar með er kosningin aðeins að hluta til leynileg því það að skila auðu er einnig afstaða; þýðir að kjósandinn er óánægður með þá lista sem í boði eru. Líklega ætti að sleppa þessum stimplum,“ sagði þessi ónefndi einstaklingur. Skessuhorn telur vert að koma þessu á framfæri við sýslumenn, bjóða þyrfti upp á stimpla með lausum stimpilpúðum. En með þeim væri hægt að framkvæma kosningarnar hljóðlega, þannig að ekki sé hægt að átta sig á afstöðu kjósandans utan kjörklefa. Mörg mæðan Margvísleg mæðan er tengd komandi sveitarstjórnarkosninga. En Vísir hefur til dæmis greint frá því að ný kosningalög þýða að verulega hertar kröfur um hæfi þýðir að endurskipuleggja hefur þurft kjörstjórnir í stórum stíl, um land allt. Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri Múlaþings segir stefna í vandræði víða um land og ekki síst í litlum samfélögum. „Þetta er víða snúið og maður sér það í litlum samfélagögum að þurrkast gömlu kjörstjórnirnar nánast út. Þessi hæfisregla. sem er ströng,“ segir Óðinn Gunnar og dregur ekki úr því að hún sé góð og gild. En menn eigi eftir að reka sig á.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Sjá meira