Meirihluti brotaþola í kynferðisbrotamálum eru börn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2022 10:39 Um er að ræða hluta af aðgerðum stjórnvalda gegn ofbeldi með áherslu á gerendur ofbeldis. Skipað var sérstakt aðgerðateymi sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og Eygló Harðardóttir störfuðu í. Vísir/Vilhelm Innleiða á sérstakt áhættumat til að tryggja betur öryggi barna gegn kynferðisbrotum fullorðinna. Rannsakendur kynferðisbrota og ákærendur innan lögreglunnar sitja tveggja daga vinnustofu um áhættumat í kynferðisbrotamálum gegn börnum til að undirbúa þróun forvarnaviðbragða og forgangsröðunar mála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra sem segir mikilvægt að efla forvarnir í kynferðisbrotamálum gegn börnum með því að innleiða sérstakt áhættumat vegna kynferðisbrota. Samkvæmt tölfræði lögreglunnar er meirihluti brotaþola í kynferðisbrotamálum, eða 61 prósent, börn að aldri. Hlutfallið hækkar í 70 prósent þegar horft er til kynferðislegrar áreitni, brota gegn kynferðislegri friðhelgi og blygðunarsemisbrota. Þá eru börn u.þ.b. þriðjungur fórnarlamba nauðgana. Meðalaldur grunaðra er 30-35 ára. Um er að ræða hluta af aðgerðum stjórnvalda gegn ofbeldi með áherslu á gerendur ofbeldis. Skipað var sérstakt aðgerðateymi sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og Eygló Harðardóttir störfuðu í. Ein af tillögum aðgerðateymisins var að þróa og innleiða áhættumatskerfi hjá lögreglu til að greina betur aðstæður í kringum kynferðisbrot fullorðinna gegn börnum, mynstur hegðunar og mögulegar kveikjur brotanna. Þá gæti áhættumatið auðveldað lögreglumönnum að bera kennsl á áhættuþætti og stýra forvörnum og stuðningi til að draga úr líkum á frekari brotahegðun. Þannig er áhættumatinu ætlað að draga fram þjónustuþörf út frá eðli og alvarleika áhættuþátta og styðja við ákvarðanir lögreglu í tengslum við forvarnir í kynferðisbrotamálum gegn börnum. Verkefnið hefur verið undirbúið af hópi sérfræðinga ríkislögreglustjóra, Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Kanadískur prófessor í réttarsálfræði aðstoðar við þróun áhættumatskerfisins Vinna er hafin við að þróa áhættumatið en í henni felst m.a. að rannsakendur kynferðisbrota og ákærendur innan lögreglunnar munu næstu tvo daga sitja vinnustofu um áhættumat í kynferðisbrotamálum gegn börnum. Vinnustofan verður leidd af Stephen Hart, prófessor í réttarsálfræði við Simon Fraser háskólann í Kanada sem er virkur í rannsóknum og þjálfun um allan heim og er einn helsti sérfræðingur um áhættumat í heiminum í dag. Helstu samstarfsaðilum lögreglunnar vegna þjónustu við þolendur kynferðisbrota er jafnframt boðið að sitja hluta vinnustofunnar til þess að þróa sameiginlega leiðir til að auka öryggi brotaþola og mögulegrar brotaþola. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra sem segir mikilvægt að efla forvarnir í kynferðisbrotamálum gegn börnum með því að innleiða sérstakt áhættumat vegna kynferðisbrota. Samkvæmt tölfræði lögreglunnar er meirihluti brotaþola í kynferðisbrotamálum, eða 61 prósent, börn að aldri. Hlutfallið hækkar í 70 prósent þegar horft er til kynferðislegrar áreitni, brota gegn kynferðislegri friðhelgi og blygðunarsemisbrota. Þá eru börn u.þ.b. þriðjungur fórnarlamba nauðgana. Meðalaldur grunaðra er 30-35 ára. Um er að ræða hluta af aðgerðum stjórnvalda gegn ofbeldi með áherslu á gerendur ofbeldis. Skipað var sérstakt aðgerðateymi sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og Eygló Harðardóttir störfuðu í. Ein af tillögum aðgerðateymisins var að þróa og innleiða áhættumatskerfi hjá lögreglu til að greina betur aðstæður í kringum kynferðisbrot fullorðinna gegn börnum, mynstur hegðunar og mögulegar kveikjur brotanna. Þá gæti áhættumatið auðveldað lögreglumönnum að bera kennsl á áhættuþætti og stýra forvörnum og stuðningi til að draga úr líkum á frekari brotahegðun. Þannig er áhættumatinu ætlað að draga fram þjónustuþörf út frá eðli og alvarleika áhættuþátta og styðja við ákvarðanir lögreglu í tengslum við forvarnir í kynferðisbrotamálum gegn börnum. Verkefnið hefur verið undirbúið af hópi sérfræðinga ríkislögreglustjóra, Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Kanadískur prófessor í réttarsálfræði aðstoðar við þróun áhættumatskerfisins Vinna er hafin við að þróa áhættumatið en í henni felst m.a. að rannsakendur kynferðisbrota og ákærendur innan lögreglunnar munu næstu tvo daga sitja vinnustofu um áhættumat í kynferðisbrotamálum gegn börnum. Vinnustofan verður leidd af Stephen Hart, prófessor í réttarsálfræði við Simon Fraser háskólann í Kanada sem er virkur í rannsóknum og þjálfun um allan heim og er einn helsti sérfræðingur um áhættumat í heiminum í dag. Helstu samstarfsaðilum lögreglunnar vegna þjónustu við þolendur kynferðisbrota er jafnframt boðið að sitja hluta vinnustofunnar til þess að þróa sameiginlega leiðir til að auka öryggi brotaþola og mögulegrar brotaþola.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira