Borgarbyggð þarf öflugt fólk með skýra framtíðarsýn Logi Sigurðsson skrifar 6. maí 2022 19:45 Mikilvægi þriggja fasa rafmagns Borgarbyggð er dreifbýlt samfélag með þéttbýliskjarna á nokkrum stöðum og eru fyrirtæki í sveitarfélaginu mörg og mismunandi. Fyrir atvinnurekstur í sveitarfélaginu, svo sem landbúnað, ferðaþjónustu og hinn ýmsa iðnað er þriggja fasa rafmagn gríðarlega nauðsynlegt svo uppbygging geti átt sér stað. Þriggja fasa rafmagn er einn af grunnþáttum þess að veita meira afhendingaröryggi. Þrífösun rafmagns hefur verið í uppbyggingu úti á Mýrum undanfarin ár og er það vel fyrir atvinnurekstur á svæðinu en betur má ef duga skal! Ennþá er á þónokkrum stöðum í sveitarfélaginu aðeins í boði einfasa rafmagn. Þar er atvinnurekstur sem þyrfti á þriggja fasa rafmagni að halda og þurfa aðilar að taka á sig aukinn kostnað vegna þess. Það er hlutverk þeirra sem í sveitarstjórn komast að þrýsta á ríkisvaldið að þessi vinna verði kláruð alls staðar í sveitarfélaginu svo atvinnuuppbygging hér geti haldið áfram að vaxa og dafna. Uppbygging vega og fjarskiptasamband eru líka lykilstoðir þess að uppbygging geti átt sér stað og munum við í Samfylkingunni og Viðreisn í Borgarbyggð beita okkur fyrir því að þessir innviðir verði bættir á næsta kjörtímabili. Ný byggðalína Landsnet hefur hafið undirbúning að mati á umhverfisáhrifum Holtvörðuheiðarlínu 1 frá tengivirkinu á Klafastöðum í Hvalfirði að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði. Tilgangur þeirrar framkvæmdar er að tryggja öruggara afhendingaröryggi og er hluti af uppfærslu á núverandi byggðalínu. Áætlað er að þessar framkvæmdir hefjist í lok árs 2023. Í gangi er valkostargreining lagnaleiða þessarar línu og snertir það íbúa Borgarbyggðar með beinum hætti. Sá valkostur sem Landsnet telur vænlegastan gerir ráð fyrir að farið sé nokkurn veginn meðfram núverandi byggðalínu. Þá er gert ráð fyrir að eldri línan haldi sér og yrði það mikið lýti á sveitarfélaginu. Nýja byggðalínan er mun stærri en núverandi lína og allt öðruvísi uppbyggð, svo veruleg sjónmengun yrði af slíkri uppbyggingu. Ef af þessum áformum verður mun það hafa neikvæð áhrif á meðal annars ferðaþjónustu í sveitarfélaginu, svo ekki sé talað um óþægindin sem af þessu hljótast fyrir íbúa. Fallegt umhverfi er eitt af lykilþáttum í ferðaþjónustu héraðsins og möstur sem þessi eru ekki til þess fallin að bæta ásýnd þess. Annar valkostur við uppbyggingu væri að fara með nýja línu um hálendið norður yfir Kjöl að Blöndu. Sú leið væri styttri og myndi ekki hafa sjónræn áhrif fyrir íbúa í Borgarbyggð. Landsnet leggur þessa tillögu ekki fram sem valkost þar sem línan myndi þá liggja fjarri svæðisflutningskerfi á Vesturlandi. Línan væri líka inni á miðhálendi og myndi það ekki samræmast stefnu stjórnvalda þar sem segir að ekki skuli leggja nýjar raflínur á hálendinu. Er betra að hafa þessi stóru möstur í byggð? Ef farið verður í lagningu þessarar nýju byggðalínu um Borgarfjörð er það lágmarkskrafa að eldri línan verði hengd utan á möstur þeirrar nýju, sett í jörð eða fjarlægð! Stöðugt framboð lóða forsenda uppbyggingar Grunnforsenda þess að atvinnuuppbygging geti átt sér stað, með tilheyrandi fjölgun íbúa, er að íbúðarhúsnæði sé til staðar. Samfylkingin og Viðreisn í Borgarbyggð vilja að hugsað sé lengra fram í tímann. Að stöðugu framboði lóða sé viðhaldið svo ekki komi upp sú staða sem er núna, að nánast engar lóðir séu til úthlutunar í sveitarfélaginu. Spennandi verkefni eru á hugmyndastigi um byggð handan Borgarvogs en ljóst er að nokkur ár eru þar til hægt verður að hefjast handa við uppbyggingu þar. Fram að þeim tíma þarf að líta til þéttingarmöguleika í Borgarnesi, sem og skoða kaup á því landi í Bjargslandi sem ekki er nú þegar í eigu sveitarfélagsins. Hefjast þarf handa strax í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands að skoða hvar næstu byggingarmöguleikar eru fyrir hendi á Hvanneyri. Spennandi uppbyggingarverkefni eru líka í farvatninu lengra í uppsveitunum, svo sem við Reykholt sem þarf að fylgja vel eftir. Viðhöldum öflugri grunnþjónustu Grunnþjónusta er líka forsenda þess að fólk og fyrirtæki vilji flytjast í Borgarbyggð. Uppbygging hefur átt sér stað við Grunnskólann í Borgarnesi á liðnum árum sem og nýbygging leikskólans Hnoðrabóls. Byggingarnefnd fyrir viðbyggingu Grunnskóla Borgarfjarðar að Kleppjárnsreykjum hefur verið sett af stað og mun sú nefnd í samvinnu við verkefnastjóra láta hanna bygginguna og bjóða verkið út. Mikilvægt er að þessu verkefni verði hraðað eins og kostur er en jafnframt sé þetta unnið faglega. Við hönnun hússins er nauðsynlegt að horfa fram á veginn og gera strax ráð fyrir stækkunar möguleikum. Þegar sú uppbygging sem í farvatninu er í uppsveitunum verður að veruleika er útséð að það þarf að stækka grunnskólann á Kleppjárnsreykjum enn frekar. Einnig er ljóst að huga þarf að stækkun eða byggingu á nýjum leikskóla í Borgarnesi á næstu árum. Allir þessir þættir sem nefndir hafa verið hér að ofan tengjast hver öðrum og haldast í hendur. Til þess að íbúum og fyrirtækjum í Borgarbyggð fjölgi og við höldum í núverandi íbúa þarf að hugsa til allra þeirra þátta sem nefndir voru hér að ofan. Við í Samfylkingunni og Viðreisn erum tilbúin að hugsa stórt og móta þá framtíðarsýn sem þarf að vera til staðar svo að eðlilegur vöxtur geti átt sér stað. Setjum X við A á kjördag fyrir skýr markmið og áreiðanleika! Höfundur er búfræðingur og skipar 2. sæti á A-lista sameiginlegs framboðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarbyggð Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Mikilvægi þriggja fasa rafmagns Borgarbyggð er dreifbýlt samfélag með þéttbýliskjarna á nokkrum stöðum og eru fyrirtæki í sveitarfélaginu mörg og mismunandi. Fyrir atvinnurekstur í sveitarfélaginu, svo sem landbúnað, ferðaþjónustu og hinn ýmsa iðnað er þriggja fasa rafmagn gríðarlega nauðsynlegt svo uppbygging geti átt sér stað. Þriggja fasa rafmagn er einn af grunnþáttum þess að veita meira afhendingaröryggi. Þrífösun rafmagns hefur verið í uppbyggingu úti á Mýrum undanfarin ár og er það vel fyrir atvinnurekstur á svæðinu en betur má ef duga skal! Ennþá er á þónokkrum stöðum í sveitarfélaginu aðeins í boði einfasa rafmagn. Þar er atvinnurekstur sem þyrfti á þriggja fasa rafmagni að halda og þurfa aðilar að taka á sig aukinn kostnað vegna þess. Það er hlutverk þeirra sem í sveitarstjórn komast að þrýsta á ríkisvaldið að þessi vinna verði kláruð alls staðar í sveitarfélaginu svo atvinnuuppbygging hér geti haldið áfram að vaxa og dafna. Uppbygging vega og fjarskiptasamband eru líka lykilstoðir þess að uppbygging geti átt sér stað og munum við í Samfylkingunni og Viðreisn í Borgarbyggð beita okkur fyrir því að þessir innviðir verði bættir á næsta kjörtímabili. Ný byggðalína Landsnet hefur hafið undirbúning að mati á umhverfisáhrifum Holtvörðuheiðarlínu 1 frá tengivirkinu á Klafastöðum í Hvalfirði að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði. Tilgangur þeirrar framkvæmdar er að tryggja öruggara afhendingaröryggi og er hluti af uppfærslu á núverandi byggðalínu. Áætlað er að þessar framkvæmdir hefjist í lok árs 2023. Í gangi er valkostargreining lagnaleiða þessarar línu og snertir það íbúa Borgarbyggðar með beinum hætti. Sá valkostur sem Landsnet telur vænlegastan gerir ráð fyrir að farið sé nokkurn veginn meðfram núverandi byggðalínu. Þá er gert ráð fyrir að eldri línan haldi sér og yrði það mikið lýti á sveitarfélaginu. Nýja byggðalínan er mun stærri en núverandi lína og allt öðruvísi uppbyggð, svo veruleg sjónmengun yrði af slíkri uppbyggingu. Ef af þessum áformum verður mun það hafa neikvæð áhrif á meðal annars ferðaþjónustu í sveitarfélaginu, svo ekki sé talað um óþægindin sem af þessu hljótast fyrir íbúa. Fallegt umhverfi er eitt af lykilþáttum í ferðaþjónustu héraðsins og möstur sem þessi eru ekki til þess fallin að bæta ásýnd þess. Annar valkostur við uppbyggingu væri að fara með nýja línu um hálendið norður yfir Kjöl að Blöndu. Sú leið væri styttri og myndi ekki hafa sjónræn áhrif fyrir íbúa í Borgarbyggð. Landsnet leggur þessa tillögu ekki fram sem valkost þar sem línan myndi þá liggja fjarri svæðisflutningskerfi á Vesturlandi. Línan væri líka inni á miðhálendi og myndi það ekki samræmast stefnu stjórnvalda þar sem segir að ekki skuli leggja nýjar raflínur á hálendinu. Er betra að hafa þessi stóru möstur í byggð? Ef farið verður í lagningu þessarar nýju byggðalínu um Borgarfjörð er það lágmarkskrafa að eldri línan verði hengd utan á möstur þeirrar nýju, sett í jörð eða fjarlægð! Stöðugt framboð lóða forsenda uppbyggingar Grunnforsenda þess að atvinnuuppbygging geti átt sér stað, með tilheyrandi fjölgun íbúa, er að íbúðarhúsnæði sé til staðar. Samfylkingin og Viðreisn í Borgarbyggð vilja að hugsað sé lengra fram í tímann. Að stöðugu framboði lóða sé viðhaldið svo ekki komi upp sú staða sem er núna, að nánast engar lóðir séu til úthlutunar í sveitarfélaginu. Spennandi verkefni eru á hugmyndastigi um byggð handan Borgarvogs en ljóst er að nokkur ár eru þar til hægt verður að hefjast handa við uppbyggingu þar. Fram að þeim tíma þarf að líta til þéttingarmöguleika í Borgarnesi, sem og skoða kaup á því landi í Bjargslandi sem ekki er nú þegar í eigu sveitarfélagsins. Hefjast þarf handa strax í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands að skoða hvar næstu byggingarmöguleikar eru fyrir hendi á Hvanneyri. Spennandi uppbyggingarverkefni eru líka í farvatninu lengra í uppsveitunum, svo sem við Reykholt sem þarf að fylgja vel eftir. Viðhöldum öflugri grunnþjónustu Grunnþjónusta er líka forsenda þess að fólk og fyrirtæki vilji flytjast í Borgarbyggð. Uppbygging hefur átt sér stað við Grunnskólann í Borgarnesi á liðnum árum sem og nýbygging leikskólans Hnoðrabóls. Byggingarnefnd fyrir viðbyggingu Grunnskóla Borgarfjarðar að Kleppjárnsreykjum hefur verið sett af stað og mun sú nefnd í samvinnu við verkefnastjóra láta hanna bygginguna og bjóða verkið út. Mikilvægt er að þessu verkefni verði hraðað eins og kostur er en jafnframt sé þetta unnið faglega. Við hönnun hússins er nauðsynlegt að horfa fram á veginn og gera strax ráð fyrir stækkunar möguleikum. Þegar sú uppbygging sem í farvatninu er í uppsveitunum verður að veruleika er útséð að það þarf að stækka grunnskólann á Kleppjárnsreykjum enn frekar. Einnig er ljóst að huga þarf að stækkun eða byggingu á nýjum leikskóla í Borgarnesi á næstu árum. Allir þessir þættir sem nefndir hafa verið hér að ofan tengjast hver öðrum og haldast í hendur. Til þess að íbúum og fyrirtækjum í Borgarbyggð fjölgi og við höldum í núverandi íbúa þarf að hugsa til allra þeirra þátta sem nefndir voru hér að ofan. Við í Samfylkingunni og Viðreisn erum tilbúin að hugsa stórt og móta þá framtíðarsýn sem þarf að vera til staðar svo að eðlilegur vöxtur geti átt sér stað. Setjum X við A á kjördag fyrir skýr markmið og áreiðanleika! Höfundur er búfræðingur og skipar 2. sæti á A-lista sameiginlegs framboðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun