Stjörnustríðsáætlun eða samgönguáætlun? Þorvaldur Daníelsson skrifar 7. maí 2022 20:30 Í mars árið 1983, þegar kalda stríðið var sem kaldast, undirritaði Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti Strategic Defense Initiative sem gjarnan hefur verið kölluð „Stjörnustríðsáætlunin,“ þó oftast nær í hæðnistón. Áætluninni var ætlað að sporna gegn kjarnorkuárásum úr geimnum en Reagan hafði litla trú á tryggingunni í gagnkvæmri eyðileggingu. Áætlunin var afar metnaðargjörn og það má skilja hvata Reagans á bak við undirritunina. Raunar er áætlunin enn við lýði en hún hefur til þessa kostað Bandaríkjamenn 200 milljarða dala. En hún á sér einn augljósan ágalla, líkt og Albert Jónsson, kennari minn í stjórnmálafræði, kenndi okkur á því herrans ári 1991. Það er engin leið til að prófa þetta kerfi til að komast að því hvort það yfir höfuð virki. Skjóti óvinurinn 200 langdrægum kjarnorkueldflaugum á Bandaríkin og Stjörnustríðskerfið næði að stoppa 197 þeirra, þá hefði það lítið að segja fyrir heimamenn ekki satt? Dagurinn væri meira og minna ónýtur. Samgöngusáttmálinn Undanfarin ár hefur svokallaður Samgöngusáttmáli verið við lýði á höfuðborgarsvæðinu. Í honum felst að sveitarfélögin á svæðinu vinni saman að bestu útfærslu samgangna sem í boði er á hverjum tíma, íbúum öllum til hagsbóta. Í samhengi sáttmálans hefur hvað mest verið rætt um svokallaða Borgarlínu. Almenningssamgangnalausn sem ætlað er að auka áreiðanleika og skilvirkni kerfisins í góðri tengingu við sveitarfélögin. Við getum flest verið sammála um það að bættar almenningssamgöngur í borginni séu nauðsynlegar. Eðlilegt er að að öll séu ekki endilega á einu máli um hvernig best sé að haga svo víðfeðmu verkefni. En að mínu mati er sú útfærsla sem núverandi meirihluti í borgarstjórn hefur haldið á lofti alltof stórtæk. Hún er um margt mjög metnaðarfull líkt og áætlun Reagans og í henni er margt gott að finna en nauðsynlegt er að stilla áætlunina af. Það er kannski kunnara en frá þurfi að segja að í byrjun aprílmánaðar varð Strætó BS að draga verulega úr þjónustu, ekki síst vegna verulegrar fækkunar farþega og þess að tekjur Strætó höfðu minnkað verulega. Þetta gæti verið ein af hliðarverkunum heimsfaraldursins, en skýringin gæti líka verið sú að þjónustan í heild sinni, þar sem stopul tíðni og hátt verð fara saman, sé ekki til þess fallin að laða fólk að þeirri hugmynd eða hegðun að nota vagnana. Borgarlínan hefur þann kost, umfram stjörnustríðsáætlunina, að það er mjög auðvelt að prófa hvort hún hreinlega virki áður en við sökkvum háum fjárhæðum í verkefnið. Heppilegast væri að prufukeyra kerfið, í eins líku endanlegri útgáfu og hugsast getur, tímabundið í t.d. 6 mánuði án þess að rukka fargjald. Ef farþegafjöldinn bætist hressilega, nýting ferða batnar með tilheyrandi sparnaði þjóðarinnar með minnkandi kolefnisspori, þá er ærin ástæða til að ráðast í svo metnaðarfulla áætlun. Þá væri einnig kostur á að greina hvaða hlutar áætlunarinnar veita góða raun og nýta þá og laga það sem virkar ekki. En við skulum ekki verja fjármunum borgarbúa í stjörnustríðsáætlun sem virkar bara kannski þegar á hólminn er komið. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur er í framboði til borgarstjórnar og skipar 5. sæti á lista Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Strætó Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Þorvaldur Daníelsson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Í mars árið 1983, þegar kalda stríðið var sem kaldast, undirritaði Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti Strategic Defense Initiative sem gjarnan hefur verið kölluð „Stjörnustríðsáætlunin,“ þó oftast nær í hæðnistón. Áætluninni var ætlað að sporna gegn kjarnorkuárásum úr geimnum en Reagan hafði litla trú á tryggingunni í gagnkvæmri eyðileggingu. Áætlunin var afar metnaðargjörn og það má skilja hvata Reagans á bak við undirritunina. Raunar er áætlunin enn við lýði en hún hefur til þessa kostað Bandaríkjamenn 200 milljarða dala. En hún á sér einn augljósan ágalla, líkt og Albert Jónsson, kennari minn í stjórnmálafræði, kenndi okkur á því herrans ári 1991. Það er engin leið til að prófa þetta kerfi til að komast að því hvort það yfir höfuð virki. Skjóti óvinurinn 200 langdrægum kjarnorkueldflaugum á Bandaríkin og Stjörnustríðskerfið næði að stoppa 197 þeirra, þá hefði það lítið að segja fyrir heimamenn ekki satt? Dagurinn væri meira og minna ónýtur. Samgöngusáttmálinn Undanfarin ár hefur svokallaður Samgöngusáttmáli verið við lýði á höfuðborgarsvæðinu. Í honum felst að sveitarfélögin á svæðinu vinni saman að bestu útfærslu samgangna sem í boði er á hverjum tíma, íbúum öllum til hagsbóta. Í samhengi sáttmálans hefur hvað mest verið rætt um svokallaða Borgarlínu. Almenningssamgangnalausn sem ætlað er að auka áreiðanleika og skilvirkni kerfisins í góðri tengingu við sveitarfélögin. Við getum flest verið sammála um það að bættar almenningssamgöngur í borginni séu nauðsynlegar. Eðlilegt er að að öll séu ekki endilega á einu máli um hvernig best sé að haga svo víðfeðmu verkefni. En að mínu mati er sú útfærsla sem núverandi meirihluti í borgarstjórn hefur haldið á lofti alltof stórtæk. Hún er um margt mjög metnaðarfull líkt og áætlun Reagans og í henni er margt gott að finna en nauðsynlegt er að stilla áætlunina af. Það er kannski kunnara en frá þurfi að segja að í byrjun aprílmánaðar varð Strætó BS að draga verulega úr þjónustu, ekki síst vegna verulegrar fækkunar farþega og þess að tekjur Strætó höfðu minnkað verulega. Þetta gæti verið ein af hliðarverkunum heimsfaraldursins, en skýringin gæti líka verið sú að þjónustan í heild sinni, þar sem stopul tíðni og hátt verð fara saman, sé ekki til þess fallin að laða fólk að þeirri hugmynd eða hegðun að nota vagnana. Borgarlínan hefur þann kost, umfram stjörnustríðsáætlunina, að það er mjög auðvelt að prófa hvort hún hreinlega virki áður en við sökkvum háum fjárhæðum í verkefnið. Heppilegast væri að prufukeyra kerfið, í eins líku endanlegri útgáfu og hugsast getur, tímabundið í t.d. 6 mánuði án þess að rukka fargjald. Ef farþegafjöldinn bætist hressilega, nýting ferða batnar með tilheyrandi sparnaði þjóðarinnar með minnkandi kolefnisspori, þá er ærin ástæða til að ráðast í svo metnaðarfulla áætlun. Þá væri einnig kostur á að greina hvaða hlutar áætlunarinnar veita góða raun og nýta þá og laga það sem virkar ekki. En við skulum ekki verja fjármunum borgarbúa í stjörnustríðsáætlun sem virkar bara kannski þegar á hólminn er komið. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur er í framboði til borgarstjórnar og skipar 5. sæti á lista Framsóknar.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun