Leiguþak er eðlileg leið til að verja fólk fyrir oki markaðarins Andri Sigurðsson skrifar 8. maí 2022 08:31 Hátt og hækkandi leiguverð er það sem skapar áföll og skapar aðstæðurnar sem steypir fólki í fátækt. Í kynningu formanns Samtaka leigjenda fyrir skemmstu, Guðmundar Arngrímssonar, kom fram að 98% skjólstæðinga hjálparstarfs á höfuðborgarsvæðinu eru leigjendur. Á sama fundi kom fram að húsleiga hefur hækkað um 100% síðasta áratuginn. Við verðum þess vegna að gera allt sem í okkar valdi stendur til að verja leigjendur. Hluti af því verður að vera sanngjarnt og réttlátt leiguþak og stýring á leigumarkaði. Leiguþak er algjört lágmark á meðan við Íslendingar hysjum upp um okkur og endurreisum félagslegt húsnæðiskerfi í anda verkamannabústaðakerfisins sem lagt var niður við lok tíunda áratugarins. Raunar eru flestir flokkar sammála um leiguþak auk Samtaka leigjenda og verkalýðshreyfingarinnar. Forsætisráðherra hefur jafnvel talað fyrir leiguþaki og það er í stefnu Vinstri grænna. Aðeins Píratar og Viðreisn töluðu gegn leiguþaki á fundi leigjenda sem haldinn var á Kex Hostel nýlega. Leiguþak og leigustýring eru aðeins reglur fyrir leigumarkaðinn en slíkar reglur þekkjast í flestum löndum heims. Samfélagið telur eðlilegt að setja reglur fyrir markaði til að halda aftur af okri og óeðlilegum hækkunum ýmiskonar. Þannig geta bankar ekki bara rukkað hvaða vexti sem er af lánum. Samfélagið okkar hefur sammælst um að okurvextir fari gegn lögum. Á sama hátt er leiguþak aðeins eðlileg ráðstöfun til að vernda leigjendur fyrir okri. Gleymum ekki að markaðir sem ekki hafa eðlilegar og sanngjarnar reglur hafa oftar en ekki hörmulegar afleiðingar í för með sér. Húsnæðismarkaðurinn á Íslandi er kominn á neyðarstig og gleymum ekki efnahagshruninu. Eðlilegar reglur og takmarkanir á útlánaþenslu og starfsemi bankanna hefðu getað komið í veg fyrir fall bankakerfisins á sínum tíma. Leiguþak er sannarlega mikilvægt öryggisnet fyrir húsnæðiskerfi sem treystir um of á markaðslausnir. Ef við Íslendingar hefðum komið okkur upp stóru og öflugu almennu húsnæðiskerfi, líkt og verkamannabústaðakerfið var, væri ekki eins mikil þörf á leiguþaki. Í mörgum öðrum löndum í kringum okkur er 30–40% húsnæðismarkaðarins innan slíkra kerfa og húsnæðiskostnaður verkafólks er tugum prósenta lægri. Á Íslandi er sama hlutfall aðeins 8%. Restin er á óheftum markaði og niðurstaðan er skelfileg húsnæðiskreppa. Húsnæðiskerfið okkar er einfaldlega í rjúkandi rúst og er stór þáttur í því að verðbólga er aftur farin að hækka verulega. Barátta okkar snýst um að frelsa almenning undan oki hins óhefta markaðar. Því að það er markaðurinn sem er vandamálið. Á markaði eru það atvinnurekendur, leigusalar, og bankar sem stýra verðinu. Og þeir stýra því ekki til hagsbótar fyrir þig. Þess vegna verðum við að setja á leiguþak og byggja stórt húsnæðiskerfi utan markaðarins til að vernda fólk, og sérstaklega þá sem minnst hafa, fyrir græðgi þessara aðila. Við getum gert það með því að byggja húsnæði fyrir fólk. Byggjum húsnæði fyrir fólk en byggjum ekki húsnæði fyrir fjármagnseigendur til að græða á því. Borgin á að byggja. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Leigumarkaður Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Sjá meira
Hátt og hækkandi leiguverð er það sem skapar áföll og skapar aðstæðurnar sem steypir fólki í fátækt. Í kynningu formanns Samtaka leigjenda fyrir skemmstu, Guðmundar Arngrímssonar, kom fram að 98% skjólstæðinga hjálparstarfs á höfuðborgarsvæðinu eru leigjendur. Á sama fundi kom fram að húsleiga hefur hækkað um 100% síðasta áratuginn. Við verðum þess vegna að gera allt sem í okkar valdi stendur til að verja leigjendur. Hluti af því verður að vera sanngjarnt og réttlátt leiguþak og stýring á leigumarkaði. Leiguþak er algjört lágmark á meðan við Íslendingar hysjum upp um okkur og endurreisum félagslegt húsnæðiskerfi í anda verkamannabústaðakerfisins sem lagt var niður við lok tíunda áratugarins. Raunar eru flestir flokkar sammála um leiguþak auk Samtaka leigjenda og verkalýðshreyfingarinnar. Forsætisráðherra hefur jafnvel talað fyrir leiguþaki og það er í stefnu Vinstri grænna. Aðeins Píratar og Viðreisn töluðu gegn leiguþaki á fundi leigjenda sem haldinn var á Kex Hostel nýlega. Leiguþak og leigustýring eru aðeins reglur fyrir leigumarkaðinn en slíkar reglur þekkjast í flestum löndum heims. Samfélagið telur eðlilegt að setja reglur fyrir markaði til að halda aftur af okri og óeðlilegum hækkunum ýmiskonar. Þannig geta bankar ekki bara rukkað hvaða vexti sem er af lánum. Samfélagið okkar hefur sammælst um að okurvextir fari gegn lögum. Á sama hátt er leiguþak aðeins eðlileg ráðstöfun til að vernda leigjendur fyrir okri. Gleymum ekki að markaðir sem ekki hafa eðlilegar og sanngjarnar reglur hafa oftar en ekki hörmulegar afleiðingar í för með sér. Húsnæðismarkaðurinn á Íslandi er kominn á neyðarstig og gleymum ekki efnahagshruninu. Eðlilegar reglur og takmarkanir á útlánaþenslu og starfsemi bankanna hefðu getað komið í veg fyrir fall bankakerfisins á sínum tíma. Leiguþak er sannarlega mikilvægt öryggisnet fyrir húsnæðiskerfi sem treystir um of á markaðslausnir. Ef við Íslendingar hefðum komið okkur upp stóru og öflugu almennu húsnæðiskerfi, líkt og verkamannabústaðakerfið var, væri ekki eins mikil þörf á leiguþaki. Í mörgum öðrum löndum í kringum okkur er 30–40% húsnæðismarkaðarins innan slíkra kerfa og húsnæðiskostnaður verkafólks er tugum prósenta lægri. Á Íslandi er sama hlutfall aðeins 8%. Restin er á óheftum markaði og niðurstaðan er skelfileg húsnæðiskreppa. Húsnæðiskerfið okkar er einfaldlega í rjúkandi rúst og er stór þáttur í því að verðbólga er aftur farin að hækka verulega. Barátta okkar snýst um að frelsa almenning undan oki hins óhefta markaðar. Því að það er markaðurinn sem er vandamálið. Á markaði eru það atvinnurekendur, leigusalar, og bankar sem stýra verðinu. Og þeir stýra því ekki til hagsbótar fyrir þig. Þess vegna verðum við að setja á leiguþak og byggja stórt húsnæðiskerfi utan markaðarins til að vernda fólk, og sérstaklega þá sem minnst hafa, fyrir græðgi þessara aðila. Við getum gert það með því að byggja húsnæði fyrir fólk. Byggjum húsnæði fyrir fólk en byggjum ekki húsnæði fyrir fjármagnseigendur til að græða á því. Borgin á að byggja. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar