Kveður Framsókn eftir að hafa verið tjáð að hann væri ekki söluvæn vara Eiður Þór Árnason skrifar 8. maí 2022 19:23 Helgi Sigurður Haraldsson, forseti bæjarstjórnar í Árborg. Vísir/Arnar Helgi Sigurður Haraldsson, forseti bæjarstjórnar í Árborg og fyrrverandi oddviti Framsóknar, hefur sagt skilið við flokkinn eftir tólf ár í oddvitasætinu. Helgi gaf kost á sér til að leiða listann áfram fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og sakar flokksforystuna um að hafa beitt brögðum og ólýðræðislegum aðferðum til að koma sér úr oddvitasætinu. Fram kemur í grein hans sem birtist á Sunnlenska að hann hafi í vetur ákveðið að taka þátt í lokuðu prófkjöri sem stjórn Framsóknarfélags Árborgar hafi boðað til að velja fulltrúa í efstu sæti listans. Þá hafi tekið við einhver undarlegasta atburðarás sem hann hafi upplifað á stjórnmálaferli sínum. „Á síðustu stundu var prófkjör flokksins blásið af og skýringin sem var gefin var að þátttakan hefði verið léleg. Þá var þeim sem þar ætluðu að taka þátt raðað í efstu sæti listans og það borið undir frambjóðendur og þeir samþykktu þá tilhögun,“ segir Helgi. „En næstu daga var slegið í og úr af stjórn félagsins varðandi framboðsmál flokksins og á endanum var mér tilkynnt af „sendiboða“ félagsins og flokksins að nærveru minnar væri ekki óskað til að leiða listann og framboðið í vor. „Ný“ Framsókn þyrfti nýtt fólk í framboð og undirritaður væri ekki söluvæn vara og tími til kominn að skipta honum út, fyrir yngra og ferskara fólk.“ Framsókn hefur setið í meirihluta í bæjarstjórn Árborgar.Vísir/Vilhelm Sár upplifun eftir margra ára samstarf Helgi tilkynnti á þessum tímapunkti að hann væri hættur í sveitarstjórnarpólitík af persónulegum og öðrum ástæðum. Hann segir að vinnubrögðin sem flokksforystan viðhafði til að „losna við sig“ hafi komið sér á óvart og valdið miklum vonbrigðum. „Mínir flokksfélagar, fólkið sem ég treysti og er búin að vinna með síðustu ár gat ekki komið heiðarlega fram við mig, það er verulega sárt.“ Með skrifum sínum núna vilji Helgi upplýsa fólk um raunverulega ástæðu þess að hann sé ekki í framboði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. „Ástæðan er fólk og forysta, sem gripu inn í lýðræðislegan hátt, sem valinn hafði verið til að velja fólk til framboðs í Árborg. Vegna þessa alls og þeirrar framkomu sem viðhöfð hefur verið i þessu máli er komið að því að leiðir mín og Framsóknarflokksins skilji eftir áratuga samband og hef ég því ákveðið að segja mig úr Framsóknarflokknum og upplýst skrifstofu hans og formann flokksins um þá ákvörðun mína,“ segir Helgi í grein sinni á Sunnlenska. Segir Sigurð Inga Jóhannsson hafa tekið þátt í aðförinni Jóhanna Bríet Helgadóttir, dóttir Helga, segir að Framsóknarfélag Árborgar, megi „skammast sín fyrir ógeðsleg og særandi vinnubrögð með formann Framsóknarflokksins með sér.“ „Ég er enþá ógeðslega reið og sár fyrir hans hönd. Það sem særir jafnvel enþá meira er að fólk í úthringinum fyrir felagið segir hann hafa hætt í sátt og samlyndi. Því að fólk í innsta hring veit að svo var ekki,“ segir Jóhanna í færslu á Facebook-síðu sinni. Hún hafi engan skilning á aðgerðum flokksforystunnar og lítið hafi verið um svör frá stjórninni. „Ekki fatta ég taktíkina á bakvið "Ný framsókn" en það er ljóst að gömlu góðu gildin um heiðarleika hafa vikið með "gömlu framsókn".“ Árborg Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Helgi gaf kost á sér til að leiða listann áfram fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og sakar flokksforystuna um að hafa beitt brögðum og ólýðræðislegum aðferðum til að koma sér úr oddvitasætinu. Fram kemur í grein hans sem birtist á Sunnlenska að hann hafi í vetur ákveðið að taka þátt í lokuðu prófkjöri sem stjórn Framsóknarfélags Árborgar hafi boðað til að velja fulltrúa í efstu sæti listans. Þá hafi tekið við einhver undarlegasta atburðarás sem hann hafi upplifað á stjórnmálaferli sínum. „Á síðustu stundu var prófkjör flokksins blásið af og skýringin sem var gefin var að þátttakan hefði verið léleg. Þá var þeim sem þar ætluðu að taka þátt raðað í efstu sæti listans og það borið undir frambjóðendur og þeir samþykktu þá tilhögun,“ segir Helgi. „En næstu daga var slegið í og úr af stjórn félagsins varðandi framboðsmál flokksins og á endanum var mér tilkynnt af „sendiboða“ félagsins og flokksins að nærveru minnar væri ekki óskað til að leiða listann og framboðið í vor. „Ný“ Framsókn þyrfti nýtt fólk í framboð og undirritaður væri ekki söluvæn vara og tími til kominn að skipta honum út, fyrir yngra og ferskara fólk.“ Framsókn hefur setið í meirihluta í bæjarstjórn Árborgar.Vísir/Vilhelm Sár upplifun eftir margra ára samstarf Helgi tilkynnti á þessum tímapunkti að hann væri hættur í sveitarstjórnarpólitík af persónulegum og öðrum ástæðum. Hann segir að vinnubrögðin sem flokksforystan viðhafði til að „losna við sig“ hafi komið sér á óvart og valdið miklum vonbrigðum. „Mínir flokksfélagar, fólkið sem ég treysti og er búin að vinna með síðustu ár gat ekki komið heiðarlega fram við mig, það er verulega sárt.“ Með skrifum sínum núna vilji Helgi upplýsa fólk um raunverulega ástæðu þess að hann sé ekki í framboði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. „Ástæðan er fólk og forysta, sem gripu inn í lýðræðislegan hátt, sem valinn hafði verið til að velja fólk til framboðs í Árborg. Vegna þessa alls og þeirrar framkomu sem viðhöfð hefur verið i þessu máli er komið að því að leiðir mín og Framsóknarflokksins skilji eftir áratuga samband og hef ég því ákveðið að segja mig úr Framsóknarflokknum og upplýst skrifstofu hans og formann flokksins um þá ákvörðun mína,“ segir Helgi í grein sinni á Sunnlenska. Segir Sigurð Inga Jóhannsson hafa tekið þátt í aðförinni Jóhanna Bríet Helgadóttir, dóttir Helga, segir að Framsóknarfélag Árborgar, megi „skammast sín fyrir ógeðsleg og særandi vinnubrögð með formann Framsóknarflokksins með sér.“ „Ég er enþá ógeðslega reið og sár fyrir hans hönd. Það sem særir jafnvel enþá meira er að fólk í úthringinum fyrir felagið segir hann hafa hætt í sátt og samlyndi. Því að fólk í innsta hring veit að svo var ekki,“ segir Jóhanna í færslu á Facebook-síðu sinni. Hún hafi engan skilning á aðgerðum flokksforystunnar og lítið hafi verið um svör frá stjórninni. „Ekki fatta ég taktíkina á bakvið "Ný framsókn" en það er ljóst að gömlu góðu gildin um heiðarleika hafa vikið með "gömlu framsókn".“
Árborg Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira