Argentína og Brasilía þurfa að mætast á nýjan leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. maí 2022 23:01 Úr leiknum 5. september. MB Media/Getty Images Ákveðið hefur verið að Argentína og Brasilía þurfti að mætast aftur til að fá niðurstöðu í leik liðanna í undankeppni HM karla í fótbolta. Leikurinn átti að fara fram 5. september síðastliðinn en var stöðvaður af brasilískum lögregluþjónum. Leikurinn þann 5. september var aðeins sex mínútna gamall þegar brasilíska lögreglan óð inn á völlinn og vildi vísa fjórum leikmönnum Argentínu úr landi þar sem þeir áttu að vera í sóttkví. Segja má að atburðarásin hafi verið vægast sagt farsakennd. Þessir fjórir leikmenn leika allir á Englandi, en fólk sem kemur þaðan á að fara í sóttkví við komu til Brasilíu. Leikmennirnir eru Giovani Lo Celso og Cristian Romero, úr Tottenham, og Emiliano Martínez og Emiliano Buendía, úr Aston Villa. Þeir þrír fyrrnefndu voru allir í byrjunarliði Argentínu en Buendía var ekki í leikmannahópi Argentínu. Þeim var skipað að yfirgefa völlinn og leikurinn því í upplausn. Leikurinn var í kjölfarið flautaður af og Argentínumenn enduðu á að loka sig inn í búningsklefa sínum. Nú hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, ákveðið að leikurinn verði spilaður og að þessu sinni kláraður. Ekki kemur fram hvenær hann mun fara fram en bæði Argentína og Brasilía hafa tryggt sér sæti á lokamóti HM í Katar síðar á þessu ári. Fótbolti FIFA HM 2022 í Katar Tengdar fréttir FIFA harmar að leik Brasilíu og Argentínu hafi verið frestað Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, segist sjá eftir þeim atburðum sem áttu sér stað sem leiddu til þess að leikur Brasilíu og Argentínu í undankeppni HM 2022 var flautaður af. 6. september 2021 19:45 Þrír valdir í argentínska landsliðið þrátt fyrir að landið sé enn á rauðum lista Emiliano Martinez, markvörður Aston Villa, og Giovani Lo Celso og Cristian Romero, leikmenn Tottenham Hotspur, hafa verið valdir í 30 manna hóp argentínska landsliðsins fyrir leiki liðsins í undankeppni HM 2022 í byrjun október. 28. september 2021 07:01 Fjórir Argentínumenn í bann eftir farsakenndan leik gegn Brasilíu Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur sett fjóra leikmenn argentínska landsliðsins í tveggja leikja bann eftir að leikur liðsins gegn Brasilíu var stöðvaður af sóttvarnaryfirvöldum þar í landi. 14. febrúar 2022 18:45 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Í beinni: Plzen - Man. Utd | Berjast um sæti meðal efstu átta Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Telur að Salah verði áfram þar sem aðrir kostir séu ekki margir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sjá meira
Leikurinn þann 5. september var aðeins sex mínútna gamall þegar brasilíska lögreglan óð inn á völlinn og vildi vísa fjórum leikmönnum Argentínu úr landi þar sem þeir áttu að vera í sóttkví. Segja má að atburðarásin hafi verið vægast sagt farsakennd. Þessir fjórir leikmenn leika allir á Englandi, en fólk sem kemur þaðan á að fara í sóttkví við komu til Brasilíu. Leikmennirnir eru Giovani Lo Celso og Cristian Romero, úr Tottenham, og Emiliano Martínez og Emiliano Buendía, úr Aston Villa. Þeir þrír fyrrnefndu voru allir í byrjunarliði Argentínu en Buendía var ekki í leikmannahópi Argentínu. Þeim var skipað að yfirgefa völlinn og leikurinn því í upplausn. Leikurinn var í kjölfarið flautaður af og Argentínumenn enduðu á að loka sig inn í búningsklefa sínum. Nú hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, ákveðið að leikurinn verði spilaður og að þessu sinni kláraður. Ekki kemur fram hvenær hann mun fara fram en bæði Argentína og Brasilía hafa tryggt sér sæti á lokamóti HM í Katar síðar á þessu ári.
Fótbolti FIFA HM 2022 í Katar Tengdar fréttir FIFA harmar að leik Brasilíu og Argentínu hafi verið frestað Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, segist sjá eftir þeim atburðum sem áttu sér stað sem leiddu til þess að leikur Brasilíu og Argentínu í undankeppni HM 2022 var flautaður af. 6. september 2021 19:45 Þrír valdir í argentínska landsliðið þrátt fyrir að landið sé enn á rauðum lista Emiliano Martinez, markvörður Aston Villa, og Giovani Lo Celso og Cristian Romero, leikmenn Tottenham Hotspur, hafa verið valdir í 30 manna hóp argentínska landsliðsins fyrir leiki liðsins í undankeppni HM 2022 í byrjun október. 28. september 2021 07:01 Fjórir Argentínumenn í bann eftir farsakenndan leik gegn Brasilíu Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur sett fjóra leikmenn argentínska landsliðsins í tveggja leikja bann eftir að leikur liðsins gegn Brasilíu var stöðvaður af sóttvarnaryfirvöldum þar í landi. 14. febrúar 2022 18:45 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Í beinni: Plzen - Man. Utd | Berjast um sæti meðal efstu átta Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Telur að Salah verði áfram þar sem aðrir kostir séu ekki margir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sjá meira
FIFA harmar að leik Brasilíu og Argentínu hafi verið frestað Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, segist sjá eftir þeim atburðum sem áttu sér stað sem leiddu til þess að leikur Brasilíu og Argentínu í undankeppni HM 2022 var flautaður af. 6. september 2021 19:45
Þrír valdir í argentínska landsliðið þrátt fyrir að landið sé enn á rauðum lista Emiliano Martinez, markvörður Aston Villa, og Giovani Lo Celso og Cristian Romero, leikmenn Tottenham Hotspur, hafa verið valdir í 30 manna hóp argentínska landsliðsins fyrir leiki liðsins í undankeppni HM 2022 í byrjun október. 28. september 2021 07:01
Fjórir Argentínumenn í bann eftir farsakenndan leik gegn Brasilíu Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur sett fjóra leikmenn argentínska landsliðsins í tveggja leikja bann eftir að leikur liðsins gegn Brasilíu var stöðvaður af sóttvarnaryfirvöldum þar í landi. 14. febrúar 2022 18:45