AGS: Aðgerðir stjórnvalda þurfi að stemma stigu við hækkandi húsnæðisverði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. maí 2022 10:40 AGS telur að einföldun regluverks við byggingu íbúðahúsnæðis geti gert húsnæðisverð aðgengilegra fyrir fleiri. Vísir/Vilhelm. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem lagt hefur mat á efnahag Íslands að undanförnu, telur að efnahagshorfur landsins séu jákvæðar en þó háðar töluverðri óvissu. Sendinefndin mælir með því að aðgerðir stjórnvalda miðist að því að draga úr verðbólguþrýstingu og síhækkandi húsnæðisverði. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í áliti sendinefndarinnar á stöðu og horfum íslensks efnahagslífs, sem gefið var út í dag. Sendinefnd sjóðsins hefur verið hér á landi undanfarna daga og lagt mat á stöðu mála hér á landi. Um reglubundna heimsókn er að ræða sem hluti af árlegri úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á stöðu og horfum í íslensku efnahagslífi. Sendinefndin greindi frá niðurstöðu sinni á blaðamannafundi í fundarsal í Hannesarholti í Þingholtunum í Reykjavík í morgun. Horfa má á upptöku frá fundinn hér að neðan. Í álitinu kemur fram að nefndin telji að íslenskt efnahagslíf hafi tekist ágætlega að glíma við fjölmörg áföll frá árinu 2019. Horfur í efnahagslífinu sé jákvæðar en þó háðar töluverðri óvissu. Í ágætri stöðu Að mati sjóðsins tengist óvissan einkum alþjóðlegum efnahagsáhrifum stríðsins í Úkraínu, samdrætti í efnahagi á heimsvísu sem og kórónuveirufaraldrinum. Segir þó í áliti sjóðsins að íslenski efnahagurinn sé í ágætri stöðu til að takast á við mögulega neikvæða þróun tengda þessum þáttum. Aðgerða þörf til að takast á við verðsveiflur húsnæðis Í áliti sendinefndarinnar er sérstaklega vikið að stöðu húsnæðismarkaðarins hér á landi þar sem fram kemur að skörp hækkun húsnæðisverðs hér á landi að undanförnu sé áhættuþáttur. Skörp leiðrétting húsnæðisverðs gæti veikt efnahagsreikninga heimila og fjármálageirans. Hækkun húsnæðisverðs hafi einnig haft neikvæð áhrif á getu fólks til að kaupa eigið húsnæði, sér í lagi fyrir yngra fólk og þá sem tekjulægri eru. Vel útfærðar og samræmdar aðgerðir séu nauðsynlegar til að takast á við húsnæðisverðssveifluna. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hitti sendinefndina á dögunum. Iva Petrova, til hægri við Lilju, fór fyrir nefndinni.Stjórnarráðið. Endurhanna ætti stuðning hins opinbera í húsnæðismálum. Markvissari stuðningur við fólk á leigumarkaði og áframhaldandi fjárfesting í félagslegu húsnæði ætti að stuðla að hagkvæmara leiguverði, að mati sendinefndarinnar. Gagnsæi og jafnræði skipta sköpum við sölu á bönkum í ríkiseigu Í áliti sendinefndarinnar kemur fram að það ætti að vera eitt af lykilverkefnum íslensku ríkisstjórnarinnar að tryggja að eigendur banka hér á landi séu hæfir. Er þar vísað í að ekki sé langt síðan íslenska bankakerfið féll á einu bretti árið 2008. Iva Petrova, formaður sendinefndar AGS.Vísir/Arnar Gagnsæi og jafnræði skipti sköpum til þess að varðveita trúverðugleika allra sem í hlut eiga við sölu á bönkum í ríkiseigu. Setja ætti skilyrði fyrir þátttöku fjárfesta og viðmið fyrir hæfi þeirra í regluverki er snýr að sölu banka í ríkiseigu til þess draga úr orðspors- og stöðugleikaáhættu fyrir ríkið og fjármálakerfið. Í þessu samhengi ætti Seðlabankinn að fara yfir framtíðaráform um sölu banka í ríkiseigu til þess að tryggja að gætt verði að hæfi og heilindum mögulegra fjárfesta og að tekið sé með viðunandi hætti á öðrum varúðartengdum þáttum, segir í áliti nefndarinnar. Efnahagsmál Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Verðlag Salan á Íslandsbanka Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Bein útsending: AGS kynnir mat sitt á stöðu mála á Íslandi Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur verið hér á landi undanfarna daga og lagt mat á stöðu mála hér á landi. Sendinefndin greinir frá niðurstöðu sinni á blaðamannafundi í fundarsal í Hannesarholti í Þingholtunum í Reykjavík. 11. maí 2022 09:44 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í áliti sendinefndarinnar á stöðu og horfum íslensks efnahagslífs, sem gefið var út í dag. Sendinefnd sjóðsins hefur verið hér á landi undanfarna daga og lagt mat á stöðu mála hér á landi. Um reglubundna heimsókn er að ræða sem hluti af árlegri úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á stöðu og horfum í íslensku efnahagslífi. Sendinefndin greindi frá niðurstöðu sinni á blaðamannafundi í fundarsal í Hannesarholti í Þingholtunum í Reykjavík í morgun. Horfa má á upptöku frá fundinn hér að neðan. Í álitinu kemur fram að nefndin telji að íslenskt efnahagslíf hafi tekist ágætlega að glíma við fjölmörg áföll frá árinu 2019. Horfur í efnahagslífinu sé jákvæðar en þó háðar töluverðri óvissu. Í ágætri stöðu Að mati sjóðsins tengist óvissan einkum alþjóðlegum efnahagsáhrifum stríðsins í Úkraínu, samdrætti í efnahagi á heimsvísu sem og kórónuveirufaraldrinum. Segir þó í áliti sjóðsins að íslenski efnahagurinn sé í ágætri stöðu til að takast á við mögulega neikvæða þróun tengda þessum þáttum. Aðgerða þörf til að takast á við verðsveiflur húsnæðis Í áliti sendinefndarinnar er sérstaklega vikið að stöðu húsnæðismarkaðarins hér á landi þar sem fram kemur að skörp hækkun húsnæðisverðs hér á landi að undanförnu sé áhættuþáttur. Skörp leiðrétting húsnæðisverðs gæti veikt efnahagsreikninga heimila og fjármálageirans. Hækkun húsnæðisverðs hafi einnig haft neikvæð áhrif á getu fólks til að kaupa eigið húsnæði, sér í lagi fyrir yngra fólk og þá sem tekjulægri eru. Vel útfærðar og samræmdar aðgerðir séu nauðsynlegar til að takast á við húsnæðisverðssveifluna. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hitti sendinefndina á dögunum. Iva Petrova, til hægri við Lilju, fór fyrir nefndinni.Stjórnarráðið. Endurhanna ætti stuðning hins opinbera í húsnæðismálum. Markvissari stuðningur við fólk á leigumarkaði og áframhaldandi fjárfesting í félagslegu húsnæði ætti að stuðla að hagkvæmara leiguverði, að mati sendinefndarinnar. Gagnsæi og jafnræði skipta sköpum við sölu á bönkum í ríkiseigu Í áliti sendinefndarinnar kemur fram að það ætti að vera eitt af lykilverkefnum íslensku ríkisstjórnarinnar að tryggja að eigendur banka hér á landi séu hæfir. Er þar vísað í að ekki sé langt síðan íslenska bankakerfið féll á einu bretti árið 2008. Iva Petrova, formaður sendinefndar AGS.Vísir/Arnar Gagnsæi og jafnræði skipti sköpum til þess að varðveita trúverðugleika allra sem í hlut eiga við sölu á bönkum í ríkiseigu. Setja ætti skilyrði fyrir þátttöku fjárfesta og viðmið fyrir hæfi þeirra í regluverki er snýr að sölu banka í ríkiseigu til þess draga úr orðspors- og stöðugleikaáhættu fyrir ríkið og fjármálakerfið. Í þessu samhengi ætti Seðlabankinn að fara yfir framtíðaráform um sölu banka í ríkiseigu til þess að tryggja að gætt verði að hæfi og heilindum mögulegra fjárfesta og að tekið sé með viðunandi hætti á öðrum varúðartengdum þáttum, segir í áliti nefndarinnar.
Efnahagsmál Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Verðlag Salan á Íslandsbanka Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Bein útsending: AGS kynnir mat sitt á stöðu mála á Íslandi Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur verið hér á landi undanfarna daga og lagt mat á stöðu mála hér á landi. Sendinefndin greinir frá niðurstöðu sinni á blaðamannafundi í fundarsal í Hannesarholti í Þingholtunum í Reykjavík. 11. maí 2022 09:44 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Bein útsending: AGS kynnir mat sitt á stöðu mála á Íslandi Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur verið hér á landi undanfarna daga og lagt mat á stöðu mála hér á landi. Sendinefndin greinir frá niðurstöðu sinni á blaðamannafundi í fundarsal í Hannesarholti í Þingholtunum í Reykjavík. 11. maí 2022 09:44
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf