Hér eru lögin sem flutt verða á stóra sviðinu í Tórínó í kvöld Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. maí 2022 10:31 Átján lönd munu keppa um tíu sæti í úrslitakeppni Eurovision í kvöld. Vísir/EBU Seinna undanúrslitakvöld Eurovision fer fram í Eurovision-höllinni í Tórínó á Ítalíu í kvöld. Átján lönd keppa um tíu sæti í úrslitunum sem fram fara á laugardagskvöld. Ísland komst áfram í úrslitin á fyrra undanúrslitakvöldinu á þriðjudag og Systur stíga á svið í seinni helming keppninnar á laugardag. En við skulum fara yfir þau atriði sem flutt verða á sviðinu í kvöld. Þau eru hér í þeirri röð sem þau stíga á sviðið. The Rasmus - Jezebel Framlag Finnlands til keppninnar í ár. Spár veðbankanna segja að Finnland komist áfram í úrslitin. Michael Ben David - I.M Framlag Ísrael til keppninnar í ár. Talið er ólíklegt að Ísrael komist í úrslitin en það er í fjórtánda sæti af átján í veðbönkum. Konsetrakta - In Corpore Sano Framlag Serbíu til keppninnar þetta árið. Serbíu er spáð framgöngu í úrslitin og góðu gengi í keppninni. Nadir Rustamli - Fade To Black Framlag Aserbaídsjan til keppninnar. Aserbaídjsan er talið munu komast áfram en er í baráttusætinu og gæti auðveldlega misst sætið. Circus Mircus - Lock Me In Framlag Georgíu til keppninnar í ár. Ólíklegt er að Georgía komist áfram í undanúrslit samkvæmt veðbönkum eða aðeins 20 prósent líkur. Emma Muscat - I Am What I Am Framlag Möltu til keppninnar þetta árið. Malta gæti komist áfram í úrslitin og er í baráttu við Aserbaídsjan um tíunda plássið. Achille Lauro - Stripper San Marínó er talið ólíklegt til að komast áfram í úrslitin með sína strippara. Það gæti þó gerst, en landið er í tólfta sæti í riðlinum af átján samkvæmt veðbönkum. Sheldon Riley - Not the Same Áströlum er spáð ágætu gengi í keppninni og nær öruggt að þeir komist áfram í úrslitin. Andromache - Ela Kýpur gæti vel komist í úrslitin en er samt í einu baráttusætanna, áttunda sæti. Samkvæmt veðbönkum eru 58 prósent líkur á að Kýpur komist í úrslitin. Brooke Scullion - That's Rich Írland mun líklega ekki komast í úrslitin þetta árið. 22 prósent líkur á því samkvæmt veðbönkum. Andrea - Circles Norður-Makedónía er talið ólíklegast þessara landa til að komast í úrslitin, með þrettán prósent líkur í veðbönkum. Stefan - Hope Eistland er eitt þeirra landa sem er nær öruggt að komist áfram að mati veðbanka, 84 prósent líkur eru ekki slæmar. WRS - Llámame Rúmenía mun nær örugglega ekki komast áfram. Þrettánda sæti í veðbönkum með 35 prósent líkur á framgöngu. Gleymum þó ekki að taldar voru 37 prósent líkur á að Systur kæmust áfram fyrir Íslands hönd og þær munu stíga á svið á laugardag. Ochman - River Pólverjar munu örugglega komast áfram. Rétt á eftir Svíum í veðbönkum með 93 prósent líkur á að komast í úrslitin. Vladana - Breathe Svartfjallaland mun alveg örugglega ekki komast áfram. Fjórtán prósent líkur á því og það er í sautjánda sæti í veðbönkum. Jérémie Makiese - Miss You Belgar eru meðal þeirra sem eru í hættu á að komast áfram. Í áttunda sæti á lista veðbanka og framgangslíkur þeirra á við Kýpur og Aserbaídsjan. Cornelia Jakobs - Hold Me Closer Svíar, eins og vanalega, eru mjög sigurstranglegir. Líklegastir til að komast upp úr riðlinum í veðbönkum og spáð fjórða sæti í keppninni. We Are Domi - Lights Off Framlag Tékklands þetta árið og nær öruggt að það komist áfram. Með 75 prósent framgangslíkur samkvæmt veðbönkum og í sjötta sæti. Ekki slæmt. Eurovision Júrógarðurinn Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Ísland komst áfram í úrslitin á fyrra undanúrslitakvöldinu á þriðjudag og Systur stíga á svið í seinni helming keppninnar á laugardag. En við skulum fara yfir þau atriði sem flutt verða á sviðinu í kvöld. Þau eru hér í þeirri röð sem þau stíga á sviðið. The Rasmus - Jezebel Framlag Finnlands til keppninnar í ár. Spár veðbankanna segja að Finnland komist áfram í úrslitin. Michael Ben David - I.M Framlag Ísrael til keppninnar í ár. Talið er ólíklegt að Ísrael komist í úrslitin en það er í fjórtánda sæti af átján í veðbönkum. Konsetrakta - In Corpore Sano Framlag Serbíu til keppninnar þetta árið. Serbíu er spáð framgöngu í úrslitin og góðu gengi í keppninni. Nadir Rustamli - Fade To Black Framlag Aserbaídsjan til keppninnar. Aserbaídjsan er talið munu komast áfram en er í baráttusætinu og gæti auðveldlega misst sætið. Circus Mircus - Lock Me In Framlag Georgíu til keppninnar í ár. Ólíklegt er að Georgía komist áfram í undanúrslit samkvæmt veðbönkum eða aðeins 20 prósent líkur. Emma Muscat - I Am What I Am Framlag Möltu til keppninnar þetta árið. Malta gæti komist áfram í úrslitin og er í baráttu við Aserbaídsjan um tíunda plássið. Achille Lauro - Stripper San Marínó er talið ólíklegt til að komast áfram í úrslitin með sína strippara. Það gæti þó gerst, en landið er í tólfta sæti í riðlinum af átján samkvæmt veðbönkum. Sheldon Riley - Not the Same Áströlum er spáð ágætu gengi í keppninni og nær öruggt að þeir komist áfram í úrslitin. Andromache - Ela Kýpur gæti vel komist í úrslitin en er samt í einu baráttusætanna, áttunda sæti. Samkvæmt veðbönkum eru 58 prósent líkur á að Kýpur komist í úrslitin. Brooke Scullion - That's Rich Írland mun líklega ekki komast í úrslitin þetta árið. 22 prósent líkur á því samkvæmt veðbönkum. Andrea - Circles Norður-Makedónía er talið ólíklegast þessara landa til að komast í úrslitin, með þrettán prósent líkur í veðbönkum. Stefan - Hope Eistland er eitt þeirra landa sem er nær öruggt að komist áfram að mati veðbanka, 84 prósent líkur eru ekki slæmar. WRS - Llámame Rúmenía mun nær örugglega ekki komast áfram. Þrettánda sæti í veðbönkum með 35 prósent líkur á framgöngu. Gleymum þó ekki að taldar voru 37 prósent líkur á að Systur kæmust áfram fyrir Íslands hönd og þær munu stíga á svið á laugardag. Ochman - River Pólverjar munu örugglega komast áfram. Rétt á eftir Svíum í veðbönkum með 93 prósent líkur á að komast í úrslitin. Vladana - Breathe Svartfjallaland mun alveg örugglega ekki komast áfram. Fjórtán prósent líkur á því og það er í sautjánda sæti í veðbönkum. Jérémie Makiese - Miss You Belgar eru meðal þeirra sem eru í hættu á að komast áfram. Í áttunda sæti á lista veðbanka og framgangslíkur þeirra á við Kýpur og Aserbaídsjan. Cornelia Jakobs - Hold Me Closer Svíar, eins og vanalega, eru mjög sigurstranglegir. Líklegastir til að komast upp úr riðlinum í veðbönkum og spáð fjórða sæti í keppninni. We Are Domi - Lights Off Framlag Tékklands þetta árið og nær öruggt að það komist áfram. Með 75 prósent framgangslíkur samkvæmt veðbönkum og í sjötta sæti. Ekki slæmt.
Eurovision Júrógarðurinn Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira