Hvort viltu eignast börn eða vinna? Guðrún Runólfsdóttir og Leifur Gunnarsson skrifa 12. maí 2022 11:00 Þetta eru ekki valkostir sem nokkur manneskja ætti að þurfa að velja á milli. Því miður er samt staðan þannig allt of víða í heiminum. Jafnvel á vesturlöndum svarar það víðast hvar ekki kostnaði fyrir foreldra að vera bæði útivinnandi áður en barnið fer í grunnskóla. Leikskólagjöld eru einfaldlega of há eða þjónustan ekki nóg aðgengileg. Hvað þýðir þetta? Jú, til að stofna fjölskyldu þarf (nánast undantekningalaust) móðirin að hætta á vinnumarkaði og sinna barninu eða börnunum. Móðirin missir af verðmætum tíma á vinnumarkaði sem hefur óumflýjanlega áhrif á launakjör hennar til frambúðar. Enda er þetta meðal þeirra þátta sem viðheldur launamuni kynjanna. En samfélagið missir líka verðmætan starfskraft af vinnumarkaði. Það er nefnilega ekki bara móðirin sem tapar á þessu, samfélagið allt tapar á kynjamisrétti. Fjölskylduvæn samfélög eru góð samfélög Sem betur fer er þetta ekki alveg svona ýkt hér á landi. En með því að gera okkur grein fyrir stöðunni í heiminum sjáum við oft betur hvert við eigum að stefna hér á landi. Því miður er það normið að eftir að fæðingarorlof foreldra er liðið tekur óvissan við. Oft geta ömmur og afar hlaupið undir bagga og ef heppnin er með foreldrunum kemst kannski barnið inni hjá dagforeldri. En ekkert af þessu er gefið. Það er enn þá allt of algengt að annað foreldri detti út af vinnumarkaði til að annast barn áður en það kemst inn á leikskóla. Oftar en ekki fellur það hlutverk mömmunni í skaut. Þessu verðum við að breyta. Við Vinstri græn viljum að gjaldfrjáls leikskóli taki við fæðingarorlofi. Leikskólinn á að vera aðgengilegur öllum börnum óháð stétt eða stöðu foreldra þeirra. Þá eiga foreldrar að geta snúið aftur til starfa að fæðingarorlofi loknu. Það mun vafalaust kosta og sveitarfélög, ríki og aðilar vinnumarkaðarins munu þurfa að vinna saman að þessu markmiði. En þetta mun borga sig margfalt til baka. Við græðum öll á fjölskylduvænna samfélagi. Bæði betra Við Vinstri græn erum með skýra sýn hvernig við viljum sjá samfélagið. Í okkar huga er það risastórt réttlætismál að engin manneskja eigi að þurfa að spyrja sig þeirrar spurningar hvort hún vilji heldur eignast börn eða vinna. Fólk á að njóta þess frelsis að geta gert hvort tveggja. Höfundar skipa 5. og 6. sæti á lista VG í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 12.04.2025 Halldór „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Þetta eru ekki valkostir sem nokkur manneskja ætti að þurfa að velja á milli. Því miður er samt staðan þannig allt of víða í heiminum. Jafnvel á vesturlöndum svarar það víðast hvar ekki kostnaði fyrir foreldra að vera bæði útivinnandi áður en barnið fer í grunnskóla. Leikskólagjöld eru einfaldlega of há eða þjónustan ekki nóg aðgengileg. Hvað þýðir þetta? Jú, til að stofna fjölskyldu þarf (nánast undantekningalaust) móðirin að hætta á vinnumarkaði og sinna barninu eða börnunum. Móðirin missir af verðmætum tíma á vinnumarkaði sem hefur óumflýjanlega áhrif á launakjör hennar til frambúðar. Enda er þetta meðal þeirra þátta sem viðheldur launamuni kynjanna. En samfélagið missir líka verðmætan starfskraft af vinnumarkaði. Það er nefnilega ekki bara móðirin sem tapar á þessu, samfélagið allt tapar á kynjamisrétti. Fjölskylduvæn samfélög eru góð samfélög Sem betur fer er þetta ekki alveg svona ýkt hér á landi. En með því að gera okkur grein fyrir stöðunni í heiminum sjáum við oft betur hvert við eigum að stefna hér á landi. Því miður er það normið að eftir að fæðingarorlof foreldra er liðið tekur óvissan við. Oft geta ömmur og afar hlaupið undir bagga og ef heppnin er með foreldrunum kemst kannski barnið inni hjá dagforeldri. En ekkert af þessu er gefið. Það er enn þá allt of algengt að annað foreldri detti út af vinnumarkaði til að annast barn áður en það kemst inn á leikskóla. Oftar en ekki fellur það hlutverk mömmunni í skaut. Þessu verðum við að breyta. Við Vinstri græn viljum að gjaldfrjáls leikskóli taki við fæðingarorlofi. Leikskólinn á að vera aðgengilegur öllum börnum óháð stétt eða stöðu foreldra þeirra. Þá eiga foreldrar að geta snúið aftur til starfa að fæðingarorlofi loknu. Það mun vafalaust kosta og sveitarfélög, ríki og aðilar vinnumarkaðarins munu þurfa að vinna saman að þessu markmiði. En þetta mun borga sig margfalt til baka. Við græðum öll á fjölskylduvænna samfélagi. Bæði betra Við Vinstri græn erum með skýra sýn hvernig við viljum sjá samfélagið. Í okkar huga er það risastórt réttlætismál að engin manneskja eigi að þurfa að spyrja sig þeirrar spurningar hvort hún vilji heldur eignast börn eða vinna. Fólk á að njóta þess frelsis að geta gert hvort tveggja. Höfundar skipa 5. og 6. sæti á lista VG í Árborg.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun