Atriðið hefst á því að Brooke og dansararnir hennar liggja á stóra sviðinu. Brooke er ekki spáð góðu gengi í Eurovision. Tíu lönd komast áfram í kvöld og Brooke er spáð í 15. sæti af 18 lögum en eins og við Íslendingar vitum vel þá getur allt gerst.
Brooke ræddi við Júrógarðinn á opnunarhátíð Eurovision og tók einnig nokkur spor á túrkís dreglinum ásamt dönsurunum sínum. Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum.
Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.