Clark: Það er Clark Olofsson heilkenni, ekki Stokkhólms heilkenni Heiðar Sumarliðason skrifar 14. maí 2022 08:14 Alltaf á leið í steininn. Clark Olofsson er ástæða þess að hið þekkta Stokkhólms heilkenni kom til og er sennilega frægasti glæpamaður Svíþjóðar. Netflix hefur nú frumsýnt sex þátta seríu um ævi hans, sem fær þig til að endurhugsa það sem þú hélst um atvikið sem skóp fyrrnefnt hugtak. Ég hafði ekki rannsakað bankaránið og gíslatökuna sem heilkennið er kennt við, hafði aðeins heyrt örlítið af atburðunum, að gíslarnir hafi snúist á sveif með glæpamönnunum. Ég renndi því blint í sjóinn. Eftir á að hyggja er kostur að vita sem minnst um Clark og hans ævi, sem og bankaránið sjálft, því þátttaka hans í því er gjörsamlega á skjön við það sem ég taldi. Aðeins einn þáttur fer í bankaránið og gíslatökuna, sem kom mér á óvart í fyrstu, þar sem ég taldi það eiga eftir að taka megnið af sviðsljósinu. Eftir að hafa horft á þættina sex skil ég þá ákvörðun höfundanna fullkomlega, enda Clark svo geggjaður karakter að bankaránið í Stokkhólmi er sennilega það minnst áhugaverða við hann. Sympatískur siðleysingi Bill Skarsgard (trúðurinn úr IT) leikur Clark og er fullkominn í hlutverkið, sem krefst þess af honum að geta skapað sympatíu með sjálfselskum, og allt að því siðblindum, síbrotamanni. Það er eitthvað við stóru grænu augun hans sem er bæði aðlaðandi og óhugnanlegt. Því er ekki skrítið að framleiðendur IT hafi ráðið hann í hlutverk trúðsins morðóða á sínum tíma. Það er einmitt þetta tvíeðli sem gerir hann fullkominn í hlutverk Clarks, að geta virkað aðlaðandi en á sama tíma snarbilaður. Hinn raunverulegi Clark Olofsson. Áhorfið vakti upp spurningar hjá mér um siðblindu og svo siðleysi. Er Clark svona af náttúrunnar hendi, eða er hann bara illa upp alinn? Það þyrfti að sjálfsögðu að gera einhverskonar vísindalega rannsókn á heila hans til að komast því, þess vegna láta höfundar þáttanna það liggja milli hluti. Orðið siðblinda er t.d. aldrei nefnt í þáttunum. Hvað er raunverulega að gerast í líffræðilegri uppbyggingu heila Clarks er nefnilega ekki það sem þættirnir fjalla um. Clark er fyrst og fremst skemmtiefni um glæpamann sem verður einskonar rokkstjarna í augum Svía, en endar auðvitað bara eins og við öll, sem gamalmenni með bumbu og fullur eftirsjár. Það er erfitt viðfangs að fjalla um slíka persónu, því þú vilt að samhygð áhorfenda beinist að Clark, en ekki verður litið framhjá því að hann er glæpamaður og særir annað fólk. Versta hegðun hans er þó geymd þar til seint í sögunni, atvikið á sumarsólstöðuhátíðinni. Ef það hefði t.d. komið í fyrsta þætti, þá ætti persónan ekki séns. Við hefðum hafnað honum strax og fundið eitthvað annað til að horfa á. Lykillinn að því að Clark-þáttaröðin gangi upp er að dvelja ekki alltof mikið í sálfræðinni, heldur sýna söguna frá sjónarhorni hetjunnar, þar sem hann er ávallt hress og með munninn fyrir neðan nefið. Það er þetta sem gerir Clark að hinu prýðilegasta skemmtiefni, þó svo að ömurleg æska hans hangi ávallt yfir og setji hegðunina í ákveðið samhengi. Ein af óheppilegri stundum í lífi Clarks. Driffjöðrin á bakvið þættina er Jonas Akerlund, sem hefur skipt starfskröftum sínum milli þess að gera tónlistarmyndbönd og kvikmyndir. Hann skapaði sér fyrst nafn með myndbandi sínu við Prodigy-lagið Smack my Bitch Up og vann í kjölfarið með tónlistarmönnum á borð við Madonnu, Moby, Smashing Pumpkins, Rammstein og Lady Gaga. Það sést á allri myndrænni úrvinnslu seríunnar að hér er fagmaður með frábært auga á ferð. Kvikmyndir hans hafa hingað til ekki slegið í gegn og er Akerlund því hér að ná sinni mestu útbreiðslu. Clark virðist nefnilega falla vel í kramið og verið ofarlega á lista yfir vinsælasta efni Netflix, a.m.k. á Íslandi. Það er ekki seinna vænna fyrir Akerlund, sem nálgast óðfluga sextugt og því kominn tími á að hann næði virkilegum árangri utan tónlistarmyndbandagerðar. Ég hef tekið eftir því að einhverjir hafa sett út á að Clark upphefji bankaræningjann fræga, það er þó algjör mislestur á þáttaröðina, enda fullkomlega skýrt að sagan er að miklu leyti eins og Clark vill sjálfur að við upplifum hana. Hann er stöðugt að sviðsetja sjálfan sig, því er ég efins að hann geti verið sáttur með örlög sín, jafn mikið og hann reynir að sannfæra okkur um það. Það skín af honum að hann er að fela óhamingju sína, sem sannast í hinu sífellda uppgerðar flissi hans. Ég held að það sé klárt mál að í því felist túlkun Skarsgard á örvæntingu Clarks og þ.a.l. er alls ekki verið að upphefja hann; stundum þarf nefnilega að grafa eilítið dýpra til að finna það sem maður leitar að, það þarf að taka fleiri í reikninginn en bara það sem áhorfandanum er sagt beint út, til að fá rétta niðurstöðu. Niðurstaða: Hressileg sænsk þáttaröð um rokkstjörnuglæpamanninn Clark Olofsson er hin fínasta skemmtun. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Ég hafði ekki rannsakað bankaránið og gíslatökuna sem heilkennið er kennt við, hafði aðeins heyrt örlítið af atburðunum, að gíslarnir hafi snúist á sveif með glæpamönnunum. Ég renndi því blint í sjóinn. Eftir á að hyggja er kostur að vita sem minnst um Clark og hans ævi, sem og bankaránið sjálft, því þátttaka hans í því er gjörsamlega á skjön við það sem ég taldi. Aðeins einn þáttur fer í bankaránið og gíslatökuna, sem kom mér á óvart í fyrstu, þar sem ég taldi það eiga eftir að taka megnið af sviðsljósinu. Eftir að hafa horft á þættina sex skil ég þá ákvörðun höfundanna fullkomlega, enda Clark svo geggjaður karakter að bankaránið í Stokkhólmi er sennilega það minnst áhugaverða við hann. Sympatískur siðleysingi Bill Skarsgard (trúðurinn úr IT) leikur Clark og er fullkominn í hlutverkið, sem krefst þess af honum að geta skapað sympatíu með sjálfselskum, og allt að því siðblindum, síbrotamanni. Það er eitthvað við stóru grænu augun hans sem er bæði aðlaðandi og óhugnanlegt. Því er ekki skrítið að framleiðendur IT hafi ráðið hann í hlutverk trúðsins morðóða á sínum tíma. Það er einmitt þetta tvíeðli sem gerir hann fullkominn í hlutverk Clarks, að geta virkað aðlaðandi en á sama tíma snarbilaður. Hinn raunverulegi Clark Olofsson. Áhorfið vakti upp spurningar hjá mér um siðblindu og svo siðleysi. Er Clark svona af náttúrunnar hendi, eða er hann bara illa upp alinn? Það þyrfti að sjálfsögðu að gera einhverskonar vísindalega rannsókn á heila hans til að komast því, þess vegna láta höfundar þáttanna það liggja milli hluti. Orðið siðblinda er t.d. aldrei nefnt í þáttunum. Hvað er raunverulega að gerast í líffræðilegri uppbyggingu heila Clarks er nefnilega ekki það sem þættirnir fjalla um. Clark er fyrst og fremst skemmtiefni um glæpamann sem verður einskonar rokkstjarna í augum Svía, en endar auðvitað bara eins og við öll, sem gamalmenni með bumbu og fullur eftirsjár. Það er erfitt viðfangs að fjalla um slíka persónu, því þú vilt að samhygð áhorfenda beinist að Clark, en ekki verður litið framhjá því að hann er glæpamaður og særir annað fólk. Versta hegðun hans er þó geymd þar til seint í sögunni, atvikið á sumarsólstöðuhátíðinni. Ef það hefði t.d. komið í fyrsta þætti, þá ætti persónan ekki séns. Við hefðum hafnað honum strax og fundið eitthvað annað til að horfa á. Lykillinn að því að Clark-þáttaröðin gangi upp er að dvelja ekki alltof mikið í sálfræðinni, heldur sýna söguna frá sjónarhorni hetjunnar, þar sem hann er ávallt hress og með munninn fyrir neðan nefið. Það er þetta sem gerir Clark að hinu prýðilegasta skemmtiefni, þó svo að ömurleg æska hans hangi ávallt yfir og setji hegðunina í ákveðið samhengi. Ein af óheppilegri stundum í lífi Clarks. Driffjöðrin á bakvið þættina er Jonas Akerlund, sem hefur skipt starfskröftum sínum milli þess að gera tónlistarmyndbönd og kvikmyndir. Hann skapaði sér fyrst nafn með myndbandi sínu við Prodigy-lagið Smack my Bitch Up og vann í kjölfarið með tónlistarmönnum á borð við Madonnu, Moby, Smashing Pumpkins, Rammstein og Lady Gaga. Það sést á allri myndrænni úrvinnslu seríunnar að hér er fagmaður með frábært auga á ferð. Kvikmyndir hans hafa hingað til ekki slegið í gegn og er Akerlund því hér að ná sinni mestu útbreiðslu. Clark virðist nefnilega falla vel í kramið og verið ofarlega á lista yfir vinsælasta efni Netflix, a.m.k. á Íslandi. Það er ekki seinna vænna fyrir Akerlund, sem nálgast óðfluga sextugt og því kominn tími á að hann næði virkilegum árangri utan tónlistarmyndbandagerðar. Ég hef tekið eftir því að einhverjir hafa sett út á að Clark upphefji bankaræningjann fræga, það er þó algjör mislestur á þáttaröðina, enda fullkomlega skýrt að sagan er að miklu leyti eins og Clark vill sjálfur að við upplifum hana. Hann er stöðugt að sviðsetja sjálfan sig, því er ég efins að hann geti verið sáttur með örlög sín, jafn mikið og hann reynir að sannfæra okkur um það. Það skín af honum að hann er að fela óhamingju sína, sem sannast í hinu sífellda uppgerðar flissi hans. Ég held að það sé klárt mál að í því felist túlkun Skarsgard á örvæntingu Clarks og þ.a.l. er alls ekki verið að upphefja hann; stundum þarf nefnilega að grafa eilítið dýpra til að finna það sem maður leitar að, það þarf að taka fleiri í reikninginn en bara það sem áhorfandanum er sagt beint út, til að fá rétta niðurstöðu. Niðurstaða: Hressileg sænsk þáttaröð um rokkstjörnuglæpamanninn Clark Olofsson er hin fínasta skemmtun.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira