Það skiptir máli hver stjórnar – þess vegna þurfum við Vg í bæjarstjórn Árborgar Sigurður Torfi Sigurðsson, Guðbjörg Grímsdóttir, Jón Özur Snorrason, Sædís Ósk Harðardóttir og Guðrún Runólfsdóttir skrifa 13. maí 2022 13:41 Það styttist í kosningar. Hér í Árborg eru í boði sex framboð sem öll eru með frambærilegt fólk á sínum listum. Allir vilja samfélaginu vel. Oft er úr vöndu að ráða þegar kemur að því að setja X við listabókstaf á kjördag. Þess vegna er mikilvægt að ígrunda vel og skoða hvað flokkarnir hafa fram að færa og hversu trúverðugir þeir eru. Loforð og efndir fara ekki alltaf saman og því skiptir máli hverjir fara með völdin að kosningum loknum. Í Árborg hefur orðið mikil fólksfjölgun á síðustu árum sem hefur gert það að verkum að innviðir samfélagsins hafa ekki fylgt eftir í sama hlutfalli og því er mikilvægt að breyta. Þess vegna er nauðsynlegt að setja upp skýra framtíðarsýn, hvernig við viljum sjá sveitarfélagið okkar í náinni framtíð? Það er ekki nóg að grípa til bráðabirgðalausna heldur verður að móta skýra stefnu til margra ára og fylgja henni eftir. Í hraði uppbyggingar er eins og hefur verið í Árborg undanfarin ár þarf sveitarfélagið að vera öflugur stjórnandi og gæta þarf að uppbyggingin sé í samræmi við sérkenni svæðisins. Í því samhengi þarf að fylgja gildandi skipulagi en jafnframt að það sé í takt við það sem fyrir er á svæðinu. Þar þarf að taka tillit til ýmissa sérkenna t.d. útlit og stærð bygginga, náttúru og menningarminja. Hafa þarf í huga að miklar framkvæmdir og breytingar á umhverfi hafa oftast óafturkræf áhrif. Eitt af forgangsmálum komandi kjörtímabils verður að byggja upp þjónustu og innviði sveitarfélagsins í takt við íbúafjölgun og í sátt við umhverfið. Það skiptir miklu máli að hugsa til framtíðar í öllum málaflokkum og hafa jafnrétti, jöfnuð og umhverfismál að leiðarljósi í ört stækkandi sveitarfélagi. Við í Vinstri grænum horfum bjartsýn til framtíðar því stefnumál okkar eru skýr: Áhersla er lögð á fjölskylduvænt, réttlátt og umhverfisvænt samfélag þar sem allir íbúar Árborgar sitja við sama borð. Það skiptir máli hver stjórnar og því teljum við mikilvægt að Vinstri græn nái góðum árangri í þessum kosningum. Þess vegna óskum við eftir þínum stuðningi á kjördag, svo við getum komið stefnumálum okkar í framkvæmd, sveitarfélaginu Árborg til heilla. Kjósum V á kjördag Sigurður Torfi Sigurðsson, 1. sæti Vinstri grænna Guðbjörg Grímsdóttir, 2. sæti Vinstri grænna Jón Özur Snorrason, 3.sæti Vinstri grænna Sædís Ósk Harðardóttir, 4. sæti Vinstri grænna Guðrún Runólfsdóttir, 5.sæti Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Það styttist í kosningar. Hér í Árborg eru í boði sex framboð sem öll eru með frambærilegt fólk á sínum listum. Allir vilja samfélaginu vel. Oft er úr vöndu að ráða þegar kemur að því að setja X við listabókstaf á kjördag. Þess vegna er mikilvægt að ígrunda vel og skoða hvað flokkarnir hafa fram að færa og hversu trúverðugir þeir eru. Loforð og efndir fara ekki alltaf saman og því skiptir máli hverjir fara með völdin að kosningum loknum. Í Árborg hefur orðið mikil fólksfjölgun á síðustu árum sem hefur gert það að verkum að innviðir samfélagsins hafa ekki fylgt eftir í sama hlutfalli og því er mikilvægt að breyta. Þess vegna er nauðsynlegt að setja upp skýra framtíðarsýn, hvernig við viljum sjá sveitarfélagið okkar í náinni framtíð? Það er ekki nóg að grípa til bráðabirgðalausna heldur verður að móta skýra stefnu til margra ára og fylgja henni eftir. Í hraði uppbyggingar er eins og hefur verið í Árborg undanfarin ár þarf sveitarfélagið að vera öflugur stjórnandi og gæta þarf að uppbyggingin sé í samræmi við sérkenni svæðisins. Í því samhengi þarf að fylgja gildandi skipulagi en jafnframt að það sé í takt við það sem fyrir er á svæðinu. Þar þarf að taka tillit til ýmissa sérkenna t.d. útlit og stærð bygginga, náttúru og menningarminja. Hafa þarf í huga að miklar framkvæmdir og breytingar á umhverfi hafa oftast óafturkræf áhrif. Eitt af forgangsmálum komandi kjörtímabils verður að byggja upp þjónustu og innviði sveitarfélagsins í takt við íbúafjölgun og í sátt við umhverfið. Það skiptir miklu máli að hugsa til framtíðar í öllum málaflokkum og hafa jafnrétti, jöfnuð og umhverfismál að leiðarljósi í ört stækkandi sveitarfélagi. Við í Vinstri grænum horfum bjartsýn til framtíðar því stefnumál okkar eru skýr: Áhersla er lögð á fjölskylduvænt, réttlátt og umhverfisvænt samfélag þar sem allir íbúar Árborgar sitja við sama borð. Það skiptir máli hver stjórnar og því teljum við mikilvægt að Vinstri græn nái góðum árangri í þessum kosningum. Þess vegna óskum við eftir þínum stuðningi á kjördag, svo við getum komið stefnumálum okkar í framkvæmd, sveitarfélaginu Árborg til heilla. Kjósum V á kjördag Sigurður Torfi Sigurðsson, 1. sæti Vinstri grænna Guðbjörg Grímsdóttir, 2. sæti Vinstri grænna Jón Özur Snorrason, 3.sæti Vinstri grænna Sædís Ósk Harðardóttir, 4. sæti Vinstri grænna Guðrún Runólfsdóttir, 5.sæti Vinstri grænna
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar