Skoðun

Vig­dís, Hildur og karlarnir

Karl Guðlaugsson skrifar

Afi minn var verkamaður. Hann var heiðarlegur, réttsýnn, forvitinn og framsýnn. Framsýnin fólst einna helst í því að hann sá fyrir sér betri framtíð öllum til handa með auknum réttindum kvenna. Ég varð vitni að því örfáum dögum áður en Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti þegar afi „jarðaði“ samtal nokkurra hrokafullra karla sem gerðu grín að framboði Vigdísar til forseta. Við þekkjum framhaldið. Í kjölfar Vigdísar fengum við ísbrjóta eins og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Guðfinnu Bjarnadóttur, fleiri og fleiri. Afi reyndist sannspár. Í hverri viku sjáum við fréttir í dagblöðum af glæsilegum greindum konum sem ráðnar eru í gömlu rótgrónu karlastörfin. Núna, akkúrat núna, er tæpur sólarhringur til borgarstjórnarkosninga. Ætli afar í Reykjavík séu jafn framsýnir og Hallur afi minn?

Höfundur er stoltur afi og áhugamaður um pólitík.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×