Oddvitaáskorunin: Sækir mikla gleði í vel raðað farangursrými Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2022 19:01 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Dóra Björt Guðjónsdóttir leiðir lista Pírata í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Dóra Björt, er oddviti Pírata í Reykjavík og hef verið borgarfulltrúi síðan 2018. Á kjörtímabilinu hef ég gegnt formennsku í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði Reykjavíkur og varaformennsku í skipulags- og samgönguráði ásamt því að hafa verið forseti borgarstjórnar. Ég er 33 ára gömul, menntuð í heimspeki og alþjóðafræði í Osló, Berlín og Reykjavík, er kattaunnandi með ofnæmi. Við sambýlismaður minn eigum tvo yndislega drengi. Ég er alin upp meðal trjánna í Elliðaárdalnum í Reykjavík, gekk í Ártúnsskóla, svo Árbæjarskóla og þar á eftir MH áður en ég flutti utan til Oslóar í Noregi í sjö ár með stoppi í Berlín þar sem ég tók skiptinám. Í Noregi hlaut ég ýmsa reynslu af starfsstöðum innan sveitarfélaga. Ég vann sem grunnskólakennari, í leikskóla og á nokkrum söfnum. Einnig starfaði ég á tímabili sem framkvæmdastjóri Stúdentaþings Oslóarháskóla. Ég fékk einstaka innsýn inn í norskt samfélag sem var ákveðinn stökkpallur inn í áhuga minn á samfélags- og stjórnmálum enda upplifði ég hvernig hlutir gætu verið skipulagðir og gerðir öðruvísi en á Íslandi. Vera mín í Noregi er endalaus uppspretta af innblæstri fyrir mína pólitík og hefur mótað mig mikið. Þar upplifði ég gæði þess að búa í samfélagi sem er skipulagt í þéttri byggð þar sem þú getur komist auðveldlega um með vistvænum ferðamátum og almenningssamgöngum. Þar sem lýðræði og gagnsæi er í hávegum haft og inngróinn hluti af menningunni og hugsunarhætti íbúa. Noregur er auk þess mjög barnvænt samfélag þar sem fjölskyldulífi og samfélagslegri náns er gert hátt undir höfði með ýmsu móti. Á kjörtímabilinu höfum við Píratar náð gríðarmiklum árangri með okkar stefnur þegar kemur meðal annars að gagnsæi, lýðræði, loftslagsmálum, nýtingu tækni og hugvits til að nútímavæða borgina, dýravelferðarmálum og skaðaminnkun. Við stöndum fyrir og stundum heiðarleg stjórnmál, það þýðir að við gefum ekki afslátt af kjarnaprinsippum og að okkar orðum fylgja gjörðir. Okkar stefnur eru ekki bara orð á blaði. Klippa: Oddvitaáskorun - Dóra Björt Guðjónsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Flatey á Breiðafirði og Rauðasandur á sunnanverðum Vestfjörðum deila titlinum. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Það fer óheyrilega í taugarnar á mér þegar ekki er tekið tillit til gangandi og hjólandi umferðar þegar framkvæmdir eru annars vegar. Allt upp á tíu svo að einkabílinn þurfi nú ekki að hægja á sér og hafi sínar tvær akreinar óskertar. En gangandi og hjólandi þurfa í svaðilför og jafnvel hættuför til að komast leið sinnar. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Veit ekki hvort það teljist sem áhugamál, en ég sæki mikla gleði í vel raðað farangsrými þar sem allt er skorðað og nýting rýmis er góð – ég hef já í raun mikið dálæti á öllu sem er vel skorðað. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Ég hef ekki komist í kast við lögin, en það er allt morandi í laganna vörðum í fjölskyldunni sem getur verið gaman að eiga í góðum rökræðum við í barnaafmælum. Hvað færðu þér á pizzu? Pizza er ekki pizza nema með ananas. Allt annað er umsemjanlegt. Hvaða lag peppar þig mest? Under Control með Calvin Harris, Alesso & Hurts. Sturlað! Ég byrja strax að dansa. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Úff núna rúmum tveimur vikum eftir fæðingu sonar míns verður hreinskilna svarið að vera 0 enda magavöðvarnir í smá skralli. En þetta kemur vonandi. Göngutúr eða skokk? Göngutúr upp á fjall eða út fyrir þéttbýlismörkin en skokk innan borgarinnar. Uppáhalds brandari? Er eiginlega meira fyrir svona spontant grín og fyndnar aðstæður en gömlu góðu fimmaurabrandarana (þó Alexandra Briem hinn borgarfulltrúi Pírata sé reyndar mikil pun-drottning og ævarandi uppspretta gleði og gríns). Hvað er þitt draumafríi? Ferðalög í fallegu umhverfi úti á landi, hringferð um Ísland eða nokkra daga ganga uppi á hálendi koma ansi ofarlega á lista. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2020 kynntist ég stóru ástinni minni og 2021 fluttum við inn saman og bjuggum til barn svo ég verð eiginlega að segja pass! Covid fær ekki að eiga lokaorðið hér. Uppáhalds tónlistarmaður? Ólafur Arnalds. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Það er af mörgu að taka og megnið er ekki prenthæft. Hinsvegar þá fór ég í gönguferð á vegum Ferðafélags Íslands síðasta sumar og var í smá tímakrísu upp á að ná að vera mætt áður en rútan myndi leggja af stað. Það þurfti að taka erfiðar ákvarðanir í þessu ferli og meðal þeirra var að ég gat ekki skipt um föt. Svo ég mætti þarna á planið þar sem rútan og allt samferðafólk mitt beið eftir mér, í kjól og það skal játast að ég sá á augnaráði allra – að þau hugsuðu sjálfsagt með sér; „Þessi verður fyrst til að þurfa að taka kyndilinn sinn“. Annars hefur það verið ansi sérstakt vægast sagt að eignast barn rétt rúmum tveimur vikum fyrir kosningar en frumburðurinn fæddist einmitt núna í lok apríl. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Dóra Wonder (Halldóra Geirharðs). Hún er bara svo sjúklega töff. Hefur þú verið í verbúð? Ég er 33 ára gömul, svo nei. Hef aldrei migið í saltan sjó en hef þó marga fjöruna sopið. ;) Áhrifamesta kvikmyndin? Sko ég stríði við slæmt minni þegar kemur að ýmsu, sér í lagi kvikmyndum og lendi aðeins of oft í því að byrja að horfa á mynd sem ég held að ég hafi ekki séð til þess eins að uppgötva þegar langt er liðið á myndina að jú, þessa mynd hafi ég þegar horft á. En ég minnist þess þó að Before The Flood með Leonardo DiCaprio hafi verið ansi rosaleg. Myndin er aðgengileg frásögn af áhrifum loftslagsbreytinga af mannavöldum. Hafði engar væntingar en hún hreyfði við mér. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, EN það er og verður alltaf söknuður af hárinu á Toadfish. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Aftur til Noregs held ég barasta. Annars væri gaman að prófa að búa í litlu þorpi úti á landi. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Sandstorm með Darude eða Waka Waka með Shakiru koma hátt á lista. Ég reyndar skammast mín lítið fyrir þetta en ég ætti kannski að gera það. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Píratar Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir leiðir lista Pírata í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Dóra Björt, er oddviti Pírata í Reykjavík og hef verið borgarfulltrúi síðan 2018. Á kjörtímabilinu hef ég gegnt formennsku í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði Reykjavíkur og varaformennsku í skipulags- og samgönguráði ásamt því að hafa verið forseti borgarstjórnar. Ég er 33 ára gömul, menntuð í heimspeki og alþjóðafræði í Osló, Berlín og Reykjavík, er kattaunnandi með ofnæmi. Við sambýlismaður minn eigum tvo yndislega drengi. Ég er alin upp meðal trjánna í Elliðaárdalnum í Reykjavík, gekk í Ártúnsskóla, svo Árbæjarskóla og þar á eftir MH áður en ég flutti utan til Oslóar í Noregi í sjö ár með stoppi í Berlín þar sem ég tók skiptinám. Í Noregi hlaut ég ýmsa reynslu af starfsstöðum innan sveitarfélaga. Ég vann sem grunnskólakennari, í leikskóla og á nokkrum söfnum. Einnig starfaði ég á tímabili sem framkvæmdastjóri Stúdentaþings Oslóarháskóla. Ég fékk einstaka innsýn inn í norskt samfélag sem var ákveðinn stökkpallur inn í áhuga minn á samfélags- og stjórnmálum enda upplifði ég hvernig hlutir gætu verið skipulagðir og gerðir öðruvísi en á Íslandi. Vera mín í Noregi er endalaus uppspretta af innblæstri fyrir mína pólitík og hefur mótað mig mikið. Þar upplifði ég gæði þess að búa í samfélagi sem er skipulagt í þéttri byggð þar sem þú getur komist auðveldlega um með vistvænum ferðamátum og almenningssamgöngum. Þar sem lýðræði og gagnsæi er í hávegum haft og inngróinn hluti af menningunni og hugsunarhætti íbúa. Noregur er auk þess mjög barnvænt samfélag þar sem fjölskyldulífi og samfélagslegri náns er gert hátt undir höfði með ýmsu móti. Á kjörtímabilinu höfum við Píratar náð gríðarmiklum árangri með okkar stefnur þegar kemur meðal annars að gagnsæi, lýðræði, loftslagsmálum, nýtingu tækni og hugvits til að nútímavæða borgina, dýravelferðarmálum og skaðaminnkun. Við stöndum fyrir og stundum heiðarleg stjórnmál, það þýðir að við gefum ekki afslátt af kjarnaprinsippum og að okkar orðum fylgja gjörðir. Okkar stefnur eru ekki bara orð á blaði. Klippa: Oddvitaáskorun - Dóra Björt Guðjónsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Flatey á Breiðafirði og Rauðasandur á sunnanverðum Vestfjörðum deila titlinum. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Það fer óheyrilega í taugarnar á mér þegar ekki er tekið tillit til gangandi og hjólandi umferðar þegar framkvæmdir eru annars vegar. Allt upp á tíu svo að einkabílinn þurfi nú ekki að hægja á sér og hafi sínar tvær akreinar óskertar. En gangandi og hjólandi þurfa í svaðilför og jafnvel hættuför til að komast leið sinnar. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Veit ekki hvort það teljist sem áhugamál, en ég sæki mikla gleði í vel raðað farangsrými þar sem allt er skorðað og nýting rýmis er góð – ég hef já í raun mikið dálæti á öllu sem er vel skorðað. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Ég hef ekki komist í kast við lögin, en það er allt morandi í laganna vörðum í fjölskyldunni sem getur verið gaman að eiga í góðum rökræðum við í barnaafmælum. Hvað færðu þér á pizzu? Pizza er ekki pizza nema með ananas. Allt annað er umsemjanlegt. Hvaða lag peppar þig mest? Under Control með Calvin Harris, Alesso & Hurts. Sturlað! Ég byrja strax að dansa. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Úff núna rúmum tveimur vikum eftir fæðingu sonar míns verður hreinskilna svarið að vera 0 enda magavöðvarnir í smá skralli. En þetta kemur vonandi. Göngutúr eða skokk? Göngutúr upp á fjall eða út fyrir þéttbýlismörkin en skokk innan borgarinnar. Uppáhalds brandari? Er eiginlega meira fyrir svona spontant grín og fyndnar aðstæður en gömlu góðu fimmaurabrandarana (þó Alexandra Briem hinn borgarfulltrúi Pírata sé reyndar mikil pun-drottning og ævarandi uppspretta gleði og gríns). Hvað er þitt draumafríi? Ferðalög í fallegu umhverfi úti á landi, hringferð um Ísland eða nokkra daga ganga uppi á hálendi koma ansi ofarlega á lista. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2020 kynntist ég stóru ástinni minni og 2021 fluttum við inn saman og bjuggum til barn svo ég verð eiginlega að segja pass! Covid fær ekki að eiga lokaorðið hér. Uppáhalds tónlistarmaður? Ólafur Arnalds. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Það er af mörgu að taka og megnið er ekki prenthæft. Hinsvegar þá fór ég í gönguferð á vegum Ferðafélags Íslands síðasta sumar og var í smá tímakrísu upp á að ná að vera mætt áður en rútan myndi leggja af stað. Það þurfti að taka erfiðar ákvarðanir í þessu ferli og meðal þeirra var að ég gat ekki skipt um föt. Svo ég mætti þarna á planið þar sem rútan og allt samferðafólk mitt beið eftir mér, í kjól og það skal játast að ég sá á augnaráði allra – að þau hugsuðu sjálfsagt með sér; „Þessi verður fyrst til að þurfa að taka kyndilinn sinn“. Annars hefur það verið ansi sérstakt vægast sagt að eignast barn rétt rúmum tveimur vikum fyrir kosningar en frumburðurinn fæddist einmitt núna í lok apríl. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Dóra Wonder (Halldóra Geirharðs). Hún er bara svo sjúklega töff. Hefur þú verið í verbúð? Ég er 33 ára gömul, svo nei. Hef aldrei migið í saltan sjó en hef þó marga fjöruna sopið. ;) Áhrifamesta kvikmyndin? Sko ég stríði við slæmt minni þegar kemur að ýmsu, sér í lagi kvikmyndum og lendi aðeins of oft í því að byrja að horfa á mynd sem ég held að ég hafi ekki séð til þess eins að uppgötva þegar langt er liðið á myndina að jú, þessa mynd hafi ég þegar horft á. En ég minnist þess þó að Before The Flood með Leonardo DiCaprio hafi verið ansi rosaleg. Myndin er aðgengileg frásögn af áhrifum loftslagsbreytinga af mannavöldum. Hafði engar væntingar en hún hreyfði við mér. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, EN það er og verður alltaf söknuður af hárinu á Toadfish. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Aftur til Noregs held ég barasta. Annars væri gaman að prófa að búa í litlu þorpi úti á landi. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Sandstorm með Darude eða Waka Waka með Shakiru koma hátt á lista. Ég reyndar skammast mín lítið fyrir þetta en ég ætti kannski að gera það.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Píratar Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira