Loftslagsmál og bættar samgöngur í Kópavogi Erlendur Geirdal skrifar 13. maí 2022 18:01 Loftslagsvá steðjar að jörðinni okkar og til að takast á við þetta stærsta verkefni mannkynsins þurfum við öll að breyta lífsvenjum okkar. Sveitarstjórnir leika stórt hlutverk í umhverfismálum og ákvarðanir þeirra og skipulag getur haft afgerandi áhrif á loftslagsmál. Kópavogur sýni frumkvæði Kópavogsbær hefur ekki verið leiðandi á landsvísu í umhverfismálum en því viljum við í Samfylkingunni í Kópavogi breyta. Við viljum að bærinn sýni frumkvæði og verði öðrum fyrirmynd í því að minnka kolefnisspor, bæta loftgæði og auka hlut vistvænna ferðahátta með fjölgun stíga og stuðningi við almenningssamgöngur. Betri samgöngur Við styðjum Borgarlínu heilshugar enda er hún er lykilþáttur í framtíðarsamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Afar mikilvægt er að sáttmálinn um uppbyggingu hennar sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa undirritað, verði haldinn og að áætlaðar framkvæmdir tefjist ekki, jafnvel þótt nýtt fólk komi í sveitarstjórnir að loknum kosningum.Með Borgarlínu tengist í fyrsta áfanga, miðbær Reykjavíkur við Kársnesið og Hamraborgina í Kópavogi og þar þarf að gera ráð fyrir að fólk geti greiðlega tekið almenningsvagna eða hjólað til annarra svæða í bænum. Því þarf að huga að góðum hjólageymslum og aðgangi að deilihjólum og deilibílum þar. Í Kópavogi þarf að uppfæra áragamla hjólreiðaáætlun og gera átak í gerð og lagfæringum á göngu- og hjólastígum svo auðvelt sé að komast hjólandi á milli hverfa í bænum. Moka þarf snjó af samgöngustígum eftir þörfum á vetrum til jafns við bílaleiðir og hafa samráð um snjómokstur stíga við nágrannasveitarfélögin. Hringrásarhagkerfi og fræðsla til bæjarbúa Samfylkingin vill að Kópavogsbær líti til loftslags- og umhverfisáhrifa við öll innkaup á vörum, bílum og tækjum til bæjarins. Einnig við innkaup á matföngum fyrir leik- og grunnskóla og önnur mötuneyti á vegum bæjarins. Við viljum að bærinn setji upp sérstaka loftslagssíðu á vef bæjarins. Þar verði mælaborð með kolefnisbókhaldi Kópavogs ásamt öðrum umhverfisupplýsingum og fræðslu um hringrásarhagkerfið og hvað fyrirtæki og einstaklingar geta gert til að hafa jákvæð áhrif á umhverfið með því að breyta lífsháttum sínum, neysluhegðun og endurnýtingu hluta. Allt skipulag taki mið af umhverfisáhrifum Áhrif á umhverfi og loftslag þurfa að verða sjálfsagður hluti alls skipulags og á framvegis að hafa til hliðsjónar við alla ákvarðanatöku hjá Kópavogsbæ því ólíklegustu mál geta haft áhrif á losun kolefnis. Sérstaklega þarf að huga að því að nýbyggingar fylgi vistvænum stöðlum og séu byggðar til að endast vel og lengi. Erlendur Geirdal skipar 3ja sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Samfylkingin Loftslagsmál Samgöngur Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Loftslagsvá steðjar að jörðinni okkar og til að takast á við þetta stærsta verkefni mannkynsins þurfum við öll að breyta lífsvenjum okkar. Sveitarstjórnir leika stórt hlutverk í umhverfismálum og ákvarðanir þeirra og skipulag getur haft afgerandi áhrif á loftslagsmál. Kópavogur sýni frumkvæði Kópavogsbær hefur ekki verið leiðandi á landsvísu í umhverfismálum en því viljum við í Samfylkingunni í Kópavogi breyta. Við viljum að bærinn sýni frumkvæði og verði öðrum fyrirmynd í því að minnka kolefnisspor, bæta loftgæði og auka hlut vistvænna ferðahátta með fjölgun stíga og stuðningi við almenningssamgöngur. Betri samgöngur Við styðjum Borgarlínu heilshugar enda er hún er lykilþáttur í framtíðarsamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Afar mikilvægt er að sáttmálinn um uppbyggingu hennar sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa undirritað, verði haldinn og að áætlaðar framkvæmdir tefjist ekki, jafnvel þótt nýtt fólk komi í sveitarstjórnir að loknum kosningum.Með Borgarlínu tengist í fyrsta áfanga, miðbær Reykjavíkur við Kársnesið og Hamraborgina í Kópavogi og þar þarf að gera ráð fyrir að fólk geti greiðlega tekið almenningsvagna eða hjólað til annarra svæða í bænum. Því þarf að huga að góðum hjólageymslum og aðgangi að deilihjólum og deilibílum þar. Í Kópavogi þarf að uppfæra áragamla hjólreiðaáætlun og gera átak í gerð og lagfæringum á göngu- og hjólastígum svo auðvelt sé að komast hjólandi á milli hverfa í bænum. Moka þarf snjó af samgöngustígum eftir þörfum á vetrum til jafns við bílaleiðir og hafa samráð um snjómokstur stíga við nágrannasveitarfélögin. Hringrásarhagkerfi og fræðsla til bæjarbúa Samfylkingin vill að Kópavogsbær líti til loftslags- og umhverfisáhrifa við öll innkaup á vörum, bílum og tækjum til bæjarins. Einnig við innkaup á matföngum fyrir leik- og grunnskóla og önnur mötuneyti á vegum bæjarins. Við viljum að bærinn setji upp sérstaka loftslagssíðu á vef bæjarins. Þar verði mælaborð með kolefnisbókhaldi Kópavogs ásamt öðrum umhverfisupplýsingum og fræðslu um hringrásarhagkerfið og hvað fyrirtæki og einstaklingar geta gert til að hafa jákvæð áhrif á umhverfið með því að breyta lífsháttum sínum, neysluhegðun og endurnýtingu hluta. Allt skipulag taki mið af umhverfisáhrifum Áhrif á umhverfi og loftslag þurfa að verða sjálfsagður hluti alls skipulags og á framvegis að hafa til hliðsjónar við alla ákvarðanatöku hjá Kópavogsbæ því ólíklegustu mál geta haft áhrif á losun kolefnis. Sérstaklega þarf að huga að því að nýbyggingar fylgi vistvænum stöðlum og séu byggðar til að endast vel og lengi. Erlendur Geirdal skipar 3ja sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun