„Já, þetta voru um 60 kílómetrar en þetta er í níunda skiptið á jafnmörgum árum, sem ég hjóla þessa leið. Það tók mig rúmar 5 klukkustundir, sem er óvenju langur tími. Ég verð 64 ára í næsta mánuði og svo var ég með austanáttina í fangið allan tímann. En þetta var gaman, fyrir utan auðvitað bílaumferðina, sem maður verður bara að leiða hjá sér,“ sagði Einar Örn alsæll með sjálfan sig.
Hann mun væntanlega hjóla heim úr vinnuna í Reykjavík aftur í kvöld en býst þá við að vera fljótari vegna hagstæðrar veðurspár.