„Bæjarstjórastóllinn er vissulega þáttur af þessu samkomulagi“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. maí 2022 20:01 Orri Vignir Hlöðversson oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Á morgun kemur líklega í ljós hvort formlegar meirihlutaviðræður geti hafist milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi. Tilkall Sjálfstæðismanna til bæjarstjórastólsins geti haft áhrif á viðræður. Formlegar viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefjast í seinni hluta vikunnar á milli Framsóknar, Samfylkingar, Viðreisnar og Vina Mosfellsbæjar. Viðræðurnar gætu leitt til þess að yfir tuttugu ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ líði undir lok. Ef flokkunum fjórum tekst að mynda meirihluta er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn verður einn í minnihluta þar sem Vinstri græn náðu ekki inn manni á laugardaginn Oddviti Framsóknarflokksins segist hafa trú á því að meirihlutaviðræður muni ganga vel, en útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokk. „Sjálfstæðisflokkurinn situr þarna eftir. Við ákváðum að byrja á þessum og vonandi gengur það bara vel og ég hef ekki trú á öðru en ef svo fer þá auðvitað útilokum við ekki neitt. Við verðum að ná meirihluta,“ sagði Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ. Framsóknarflokkur fór úr engum manni í fjóra. Halla metur það sem svo að niðurstaða kosninganna gefi það skýrt til kynna að kjósendur vilji breytingar. Líkt og greint hefur verið frá fara nú fram óformlegar viðræður milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi. „Við erum fyrst og fremst að fara yfir stefnuskrár og málefnaskrár okkar beggja megin. Síðan förum við meira út í strúktúrínn á væntu sambandi og strúktúrinn á viðræðunum í dag og vonandi verður komin niðurstaða í það á morgun hvort við treystum okkur í formlegar viðræður en þessi samtöl ganga ágætlega,“ sagði Orri Vignir Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi. Nú hefur Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks í Kópavogi verð mjög skýr um að hún vilji bæjarstjórastólinn, hefur það áhrif á viðræður? „Já þetta hefur allt áhrif. Bæjarstjórastóllinn er vissulega þáttur af þessu samkomulagi sem menn og konur þurfa að koma sér saman um í svona viðræðum. Ég hef sagt að það hafi ekki verið sjálfstætt markmið með mínu framboði að ásælast bæjarstjórasólinn, hins vegar er ég mjög meðvitaður um að ég er hæfur í það. Komi ég til greina í hann mun ég að sjálfsögðu íhuga það mjög vandlega,“ sagði Orri. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mosfellsbær Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
Formlegar viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefjast í seinni hluta vikunnar á milli Framsóknar, Samfylkingar, Viðreisnar og Vina Mosfellsbæjar. Viðræðurnar gætu leitt til þess að yfir tuttugu ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ líði undir lok. Ef flokkunum fjórum tekst að mynda meirihluta er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn verður einn í minnihluta þar sem Vinstri græn náðu ekki inn manni á laugardaginn Oddviti Framsóknarflokksins segist hafa trú á því að meirihlutaviðræður muni ganga vel, en útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokk. „Sjálfstæðisflokkurinn situr þarna eftir. Við ákváðum að byrja á þessum og vonandi gengur það bara vel og ég hef ekki trú á öðru en ef svo fer þá auðvitað útilokum við ekki neitt. Við verðum að ná meirihluta,“ sagði Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ. Framsóknarflokkur fór úr engum manni í fjóra. Halla metur það sem svo að niðurstaða kosninganna gefi það skýrt til kynna að kjósendur vilji breytingar. Líkt og greint hefur verið frá fara nú fram óformlegar viðræður milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi. „Við erum fyrst og fremst að fara yfir stefnuskrár og málefnaskrár okkar beggja megin. Síðan förum við meira út í strúktúrínn á væntu sambandi og strúktúrinn á viðræðunum í dag og vonandi verður komin niðurstaða í það á morgun hvort við treystum okkur í formlegar viðræður en þessi samtöl ganga ágætlega,“ sagði Orri Vignir Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi. Nú hefur Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks í Kópavogi verð mjög skýr um að hún vilji bæjarstjórastólinn, hefur það áhrif á viðræður? „Já þetta hefur allt áhrif. Bæjarstjórastóllinn er vissulega þáttur af þessu samkomulagi sem menn og konur þurfa að koma sér saman um í svona viðræðum. Ég hef sagt að það hafi ekki verið sjálfstætt markmið með mínu framboði að ásælast bæjarstjórasólinn, hins vegar er ég mjög meðvitaður um að ég er hæfur í það. Komi ég til greina í hann mun ég að sjálfsögðu íhuga það mjög vandlega,“ sagði Orri.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mosfellsbær Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira