„Var hætt að vera stressuð fyrir leiki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2022 09:01 Glódís Perla Viggósdóttir átti farsælan tíma í Svíþjóð áður en fór til Bayern München. vísir/bjarni Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í fótbolta, fann að hún þurfti á nýrri áskorun að halda í fyrra. Hún gekk þá í raðir Bayern München frá Rosengård. Glódís fór til Eskilstuna United frá Stjörnunni fyrir tímabilið 2015. Hún lék þar í tvö og hálft tímabil áður en hún samdi við Rosengård. Glódís lék með liðinu fram í júlí 2017 þegar hún gekk í raðir Bayern. „Ég var ekki komin á endastöð en á stað þar sem ég var hætt að vera stressuð fyrir leiki, þekkti öll liðin alltof vel og mér fannst ég vera tilbúin í næsta skref,“ sagði Glódís þegar blaðamaður Vísis settist niður með henni í Prag í síðasta mánuði, fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM. „Mig langaði í nýja áskorun. Mér fannst þetta ekki vera áskorun lengur. Það voru kannski 2-3 leikir á ári sem mér fannst vera áskorun. Mér fannst ég klár í næsta skref og er ótrúlega ánægð með það.“ Vildi ekki fara bara eitthvað Glódís er á því að hún hafi valið rétta tímann til að færa sig yfir í sterkari deild, þótt það hafi komið til greina að gera það fyrr. „Auðvitað kom það nokkrum sinnum upp í hausinn að færa mig um set. Ég vildi samt ekki taka neina ákvörðun í flýti og fara bara eitthvað, af því bara,“ sagði Glódís. „Ég fann bara þegar ég kom til baka í byrjun árs 2021 að mig langaði að prófa eitthvað annað. Svo sýndi Bayern áhuga snemma árs og þá small þetta. Við lentum líka á móti þeim í Meistaradeildinni. Mér leið eins og þetta hefði átt að gerast.“ Klippa: Glódís um stökkið til Bayern En var stökkið frá Rosengård til Bayern stórt? „Já og nei. Fótboltinn í Þýskalandi er öðruvísi en í Svíþjóð. Að því leitinu var þetta stórt stökk. Mér fannst ég vera í frábæru umhverfi í Rosengård en í Þýskalandi eru meiri einstaklingsgæði,“ sagði Glódís. Meiri einstaklingshugsun „Þar ertu með miklu fleiri betri einstaklinga. Upp á það að gera er þetta meiri áskorun. Þar er þetta meira einstaklingsmiðað á meðan það er meira hugsað um liðið og heildina í Svíþjóð. Í Þýskalandi er meiri einstaklingshugsun sem hefur reynt ótrúlega mikið á mig sem varnarmann. Ég fæ mikið út úr því að spila gegn frábærum leikmönnum sem eru góðir einn á einn, sem ég fékk ekki endilega í Svíþjóð.“ Glódís og stöllur hennar í Bayern enduðu í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í vetur, komust í undanúrslit bikarkeppninnar og átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Þýski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Sjá meira
Glódís fór til Eskilstuna United frá Stjörnunni fyrir tímabilið 2015. Hún lék þar í tvö og hálft tímabil áður en hún samdi við Rosengård. Glódís lék með liðinu fram í júlí 2017 þegar hún gekk í raðir Bayern. „Ég var ekki komin á endastöð en á stað þar sem ég var hætt að vera stressuð fyrir leiki, þekkti öll liðin alltof vel og mér fannst ég vera tilbúin í næsta skref,“ sagði Glódís þegar blaðamaður Vísis settist niður með henni í Prag í síðasta mánuði, fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM. „Mig langaði í nýja áskorun. Mér fannst þetta ekki vera áskorun lengur. Það voru kannski 2-3 leikir á ári sem mér fannst vera áskorun. Mér fannst ég klár í næsta skref og er ótrúlega ánægð með það.“ Vildi ekki fara bara eitthvað Glódís er á því að hún hafi valið rétta tímann til að færa sig yfir í sterkari deild, þótt það hafi komið til greina að gera það fyrr. „Auðvitað kom það nokkrum sinnum upp í hausinn að færa mig um set. Ég vildi samt ekki taka neina ákvörðun í flýti og fara bara eitthvað, af því bara,“ sagði Glódís. „Ég fann bara þegar ég kom til baka í byrjun árs 2021 að mig langaði að prófa eitthvað annað. Svo sýndi Bayern áhuga snemma árs og þá small þetta. Við lentum líka á móti þeim í Meistaradeildinni. Mér leið eins og þetta hefði átt að gerast.“ Klippa: Glódís um stökkið til Bayern En var stökkið frá Rosengård til Bayern stórt? „Já og nei. Fótboltinn í Þýskalandi er öðruvísi en í Svíþjóð. Að því leitinu var þetta stórt stökk. Mér fannst ég vera í frábæru umhverfi í Rosengård en í Þýskalandi eru meiri einstaklingsgæði,“ sagði Glódís. Meiri einstaklingshugsun „Þar ertu með miklu fleiri betri einstaklinga. Upp á það að gera er þetta meiri áskorun. Þar er þetta meira einstaklingsmiðað á meðan það er meira hugsað um liðið og heildina í Svíþjóð. Í Þýskalandi er meiri einstaklingshugsun sem hefur reynt ótrúlega mikið á mig sem varnarmann. Ég fæ mikið út úr því að spila gegn frábærum leikmönnum sem eru góðir einn á einn, sem ég fékk ekki endilega í Svíþjóð.“ Glódís og stöllur hennar í Bayern enduðu í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í vetur, komust í undanúrslit bikarkeppninnar og átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Þýski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Sjá meira