Musk sagður hafa berað sig við flugfreyju Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2022 23:11 Elon Musk stendur í ströngu þessa dagana. Vísir/EPA Geimferðafyrirtækið SpaceX greiddi flugfreyju kvartmilljón dollara eftir að hún sakaði Elon Musk, eiganda fyrirtækisins, um að hafa berað sig fyrir framan hana og falast eftir kynlífi með henni. Atvikið er sagt hafa átt sér stað árið 2016. Business Insider segir að fyrirtækið hafi gert sátt við konuna og greitt henni 250.000 dollara árið 2018. Hún hafi unnið í áhöfn þotu sem SpaceX, meðal annars sem nuddari. Miðillinn byggir þetta á gögnum og viðtölum. Konan hélt því fram að Musk hefði berað lim sinn í fullri reisn, nuddað fótlegg hennar án samþykkis hennar og boðist til að kaupa handa henni hest í skiptum fyrir erótískt nudd. Varaforseti SpaceX vildi ekki tjá sig um ásakanirnar. Musk bað sjálfur Business Insider um lengri tíma til að svara spurningum um málið en sagði mun meira búa að baki. „Ef ég væri hneigður til að áreita kynferðislega þá væri ólíklegt að þetta væri í fyrsta skipti á öllum þrjátíu ára ferli mínum sem það kæmi í ljós,“ sagði Musk og kallaði fréttina „pólitíska árásargrein“. Vangaveltur voru uppi í gær um hvort að Musk undirbyggi jarðveginn fyrir óþægilegar fréttir af sér. Þá tísti hann um að „pólitískum árásum“ á hann ætti eftir að fjölga á næstunni, meðal annars í samhengi við að hann sagðist ætla að kjósa frekar Repúblikanaflokkinn í Bandaríkjunum en Demókrataflokkinn. Spáði hann „lúabrögðum“ af hálfu demókrata gegn sér. In the past I voted Democrat, because they were (mostly) the kindness party.But they have become the party of division & hate, so I can no longer support them and will vote Republican.Now, watch their dirty tricks campaign against me unfold — Elon Musk (@elonmusk) May 18, 2022 Svo virðist sem að Musk hafi tíst um komandi árásir skömmu eftir að blaðamenn Business Insider leituðu eftir viðbrögðum hans í gær fyrir fréttina sem birtist í dag. This from a great editor at the Insider re timing of them seeking comment ...https://t.co/cMVIM55luA and note time stamp pic.twitter.com/KHxaDqsXxA— Clara Jeffery (@ClaraJeffery) May 19, 2022 SpaceX Bandaríkin Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Business Insider segir að fyrirtækið hafi gert sátt við konuna og greitt henni 250.000 dollara árið 2018. Hún hafi unnið í áhöfn þotu sem SpaceX, meðal annars sem nuddari. Miðillinn byggir þetta á gögnum og viðtölum. Konan hélt því fram að Musk hefði berað lim sinn í fullri reisn, nuddað fótlegg hennar án samþykkis hennar og boðist til að kaupa handa henni hest í skiptum fyrir erótískt nudd. Varaforseti SpaceX vildi ekki tjá sig um ásakanirnar. Musk bað sjálfur Business Insider um lengri tíma til að svara spurningum um málið en sagði mun meira búa að baki. „Ef ég væri hneigður til að áreita kynferðislega þá væri ólíklegt að þetta væri í fyrsta skipti á öllum þrjátíu ára ferli mínum sem það kæmi í ljós,“ sagði Musk og kallaði fréttina „pólitíska árásargrein“. Vangaveltur voru uppi í gær um hvort að Musk undirbyggi jarðveginn fyrir óþægilegar fréttir af sér. Þá tísti hann um að „pólitískum árásum“ á hann ætti eftir að fjölga á næstunni, meðal annars í samhengi við að hann sagðist ætla að kjósa frekar Repúblikanaflokkinn í Bandaríkjunum en Demókrataflokkinn. Spáði hann „lúabrögðum“ af hálfu demókrata gegn sér. In the past I voted Democrat, because they were (mostly) the kindness party.But they have become the party of division & hate, so I can no longer support them and will vote Republican.Now, watch their dirty tricks campaign against me unfold — Elon Musk (@elonmusk) May 18, 2022 Svo virðist sem að Musk hafi tíst um komandi árásir skömmu eftir að blaðamenn Business Insider leituðu eftir viðbrögðum hans í gær fyrir fréttina sem birtist í dag. This from a great editor at the Insider re timing of them seeking comment ...https://t.co/cMVIM55luA and note time stamp pic.twitter.com/KHxaDqsXxA— Clara Jeffery (@ClaraJeffery) May 19, 2022
SpaceX Bandaríkin Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira