Makindaleg á frottésloppnum Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar 20. maí 2022 08:30 Á síðasta áratug hefur ástand á leigumarkaði farið síversnandi. Leiguverð á Íslandi hefur hækkað 104% eða sjö sinnum meira en leiguverð á meginlandi Evrópu. Frá árinu 2005 hafa 67% af öllu fasteignum farið til eignafólks og fyrirtækja sem sækja sem aldrei fyrr inn á leigumarkaðinn í leit að góðri ávöxtun. Við þetta hefur séreignarhlutfall á Íslandi hrapað niður í 70%. Þrefalt fleiri ungmenni búa í foreldrahúsum á Íslandi en í Danmörku og íslenskir námsmenn borga þrefalt hærri leigu en námsmenn þar í landi. Leigjendur á íslenskum leigumarkaði eldri en 34 ára hafa 0,5 – 1.4% líkur á að sleppa af leigumarkaði. Hlutfall óhagnaðardrifins leiguhúsnæðis á almennum markað á Íslandi er með því allra minnsta sem gerist í Evrópu. Samkvæmt mælingum HMS borga 45% leigjenda yfir 45% af öllum ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu, á meðan að 9% íbúa á meginlandi Evrópu borga yfir 40% af ráðstöfunartekjum. Ástandið er því nærri því fimmfalt verra meðal leigjenda á Íslandi. Íslenskir leigjendur flytja líka búferlum margfalt oftar en leigjendur í öðrum löndum. Íslenskur leigumarkaður ekki boðlegur siðuðu samfélagi Í öllum öðrum löndum Evrópu þar sem séreignarhlutfallið fer undir 80% kemur til annaðhvort regluvæddur leigumarkaður sem ver leigjendur eða umfangsmikill óhagnaðardrifinn almennur leigumarkaður. Siðuð samfélög hafa áttað sig á því að leigjendur þurfa vernd frá fjármagnsöflunum og/eða þjónustu frá samfélaginu. Í siðuðum löndum eru leigjendur ekki álitnir auðlind fyrir fjármagnseigendur. Ríki og sveitarfélög hafa slíka kyldum að gegna gagnvart íbúum. Skv lögum hafa yfirvöld frumkvæðisskyldu gagnvart þeim sem eru á leigumarkaði. Það er þeirra að útvega húsnæði og að tryggja velferð leigjenda. Umboðsmaður barna hefur einnig áréttað þetta í áliti sínum um hnignandi velferð barna á leigumarkaði. Það blasir við öllum að ástandið á íslenskum leigumarkaði er ekki boðlegt neinu samfélagi. Ekkert samfélag sem festir fólk í ánauð á fasteignamarkaði og lætur það skapa öðrum auð getur kallað sig velferðarsamfélag. Það er sannarlega vítaverð vanræksla að sitja hjá á meðan að peningaöflunum er hleypt inn á húsnæðismarkaðinn og leyfa þeim að athafna sig í fullkomnu skeytingarleysi gagnvart þeim sem sitja föst og geta ekki varið sig. Leigumarkaðurinn er hamfarsvæði þar sem réttindi leigjenda eru lítil og illa varin, þar sem öryggi þeirra er fyrir borð borið og þar sem afkomuótti, streita, fátækt og heilsubrestur ríkja sem bein afleiðing af ástandinu. Fátækt á leigumarkaði er alvarlegt vandamál sem kostar þá sem búa við hana gríðarlega mikla streitu sem bæði erfist og dregur úr heilbrigði og lífslíkum. Að slökkva bálið með hitamæli Það er því blaut tuska í andlit leigjenda og alveg ferleg gaslýsing þegar stjórnvöld koma makindaleg með stillingu, hógværð og tómlæti á frottéslopp inn á hið félagslega hamfarasvæði sem leigumarkaðurinn er og boða engar breytingar á velferð leigjenda. Leigjendur sem hafa búið við sífellt verri og íþyngjandi skilyrði og verðlagningu á leigumarkaði í rúman áratug geta bara haldið áfram að éta það sem úti frýs á meðan ráðamenn vilja safna tölum, tölum sem hugsanlega munu upplýsa stjórnvöld um breytingar á leigumarkaði á komandi misserum.Það er til marks um forrétindablindu þeirra sem ekki búa á leigumarkaði en hafa örlög leigjenda í höndum sér þegar svona aðgerðarleysi er lagt til. Það er líka gagnrýnivert að ráðherra húsnæðismála taki við slíkum tillögum úr átakshópi um úrbætur á húsnæðismarkaði í annað skipti á 3 árum án þess að í þeim felist nokkur umræða um hvernig velferð leigjenda skuli tryggð. Hann mælist þó til þess að því er virðist að við reynum að slökkva bálið á leigumarkaði með því að mæla hitann á eldinum. Sigurður Ingi Jóhannsson Innviðaráðherra hefur jú boðað breytingar á húsaleigulögunum, breytingar sem hann segir að eigi að auka húsnæðisöryggi og réttarstöðu leigjenda. Í frumvarpinu sem hann lagði fram 17. maí síðastliðinn mælir hann fyrir um skráningarskyldu á leigusamningum, sem er gott og gilt. En hann segir jafnframt að sú framkvæmd muni tryggja húsnæðisöryggi og réttarstöðu leigjenda sem er langsótt firra svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Starfshópur Þjóðhagsráðs um umbætur á húsnæðismarkaði sem Sigurður Ingi vísar til og byggir tillögur sínar á hefur starfað í tvígang frá árinu 2019. Á því ári skrifuðu stjórnvöld undir yfirlýsingu til að tryggja lífskjarasamninginn. Í skýrslu starfshópsins og í áðurnefndum lífskjarasamning var að finna tillögur að alvöru réttarbótum fyrir leigjendur. Þetta voru loforð sem núverandi stjórnvöld undirgengust og mæltu fyrir og þau loforð þarf að efna. Það vantaði heldur ekki tillögur um úrbætur á leigumarkaði inn í þá vinnu sem var að ljúka núna í vikunni og kynnt var í gær þ. 19. maí. Undirritaður sat tvo fundi sem fulltrúi leigjenda í 23 manna undirhópi um málefni leigumarkaðarins sem eini fulltrúi leigjenda. Lagði ég fram fjölda atriða um það sem betur mætti fara á leigumarkaði, sem sá eini sem hafði innsýn og skilning á verunni þar, þeim var öllum hafnað eða hunsað. Loforð svikin af mikilli elju. Í frumvarpi að breytingum á húsaleigulögum sem var lagt inn á samráðsgátt alþingis í febrúar 2020 var að finna ákvæði um leigubremsu, en leigubremsa takmarkar möguleika leigusala á að hækka leigu umfram vísitölu. Þetta var eitt af þeim atriðum sem ASÍ, BHM og BSRB börðust hvað harðast fyrir í lífskjarasamningnum og er umfram allt eitt stærsta hagsmunamál leigjenda. Það skýtur því skökku við að þetta loforð hafi verið svikið að undirlagi embættismanna í ráðuneytunum og þau svik samþykkt af þeim sem fara fyrir þessum málaflokki. Að sama skapi var loforð nr. 13 í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við lífskjarasamninginn svohljóðandi: „Stuðningur við hagsmunasamtök leigjenda verði aukinn og þau gerð að virkum málsvara leigjenda”. Það loforð hefur ekki verið efnt, þrátt fyrir ítrekaðar óskir Samtaka leigjenda á Íslandi sem nú þegar sinna umfangsmikilli hagsmunagæslu og þjónustu við leigjendur. Það er ekki mikils að vænta frá stjórnvöldum sem fara fram með slíku taktleysi og tómlæti og svíkja loforð sín hægri vinstri. Það er greinilegt að leigjendur eru dæmdir til þess að vera áfram auðlind fyrir fjármagnseigendur á fasteignamarkaði. Hnignandi velferð þeirra sem búa á leigumarkaði, hvort sem er barna, ungmenna, fullorðinna og eldri borgara, telja stjórnvöld réttmætan fórnarkostnað. En þrátt fyrir hrópandi dugleysi stjórnvalda ætti að vera hægt að krefjast þess að þau efni þau loforð sem þau hafa þegar undirritað, og að þeir sem hvöttu til réttarbóta fyrir leigjendur styðji við kröfur um efndir. Leigjendur er lagðir af stað í hagsmunabaráttu, langferð sem mun enda með því að þeirra kröfum um velferð og réttlæti verður mætt. Leigjendur alls staðar í heiminum hafa nánast undantekningarlaust haft sigur og náð sínum kröfum fram. Það skyldi því enginn vanmeta mátt og þrautseigju heimilisfólks þeirra 40.000 heimila sem eru á leigumarkaði. Höfundur er formaður Samtaka leigjenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hrafn Arngrímsson Leigumarkaður Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Á síðasta áratug hefur ástand á leigumarkaði farið síversnandi. Leiguverð á Íslandi hefur hækkað 104% eða sjö sinnum meira en leiguverð á meginlandi Evrópu. Frá árinu 2005 hafa 67% af öllu fasteignum farið til eignafólks og fyrirtækja sem sækja sem aldrei fyrr inn á leigumarkaðinn í leit að góðri ávöxtun. Við þetta hefur séreignarhlutfall á Íslandi hrapað niður í 70%. Þrefalt fleiri ungmenni búa í foreldrahúsum á Íslandi en í Danmörku og íslenskir námsmenn borga þrefalt hærri leigu en námsmenn þar í landi. Leigjendur á íslenskum leigumarkaði eldri en 34 ára hafa 0,5 – 1.4% líkur á að sleppa af leigumarkaði. Hlutfall óhagnaðardrifins leiguhúsnæðis á almennum markað á Íslandi er með því allra minnsta sem gerist í Evrópu. Samkvæmt mælingum HMS borga 45% leigjenda yfir 45% af öllum ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu, á meðan að 9% íbúa á meginlandi Evrópu borga yfir 40% af ráðstöfunartekjum. Ástandið er því nærri því fimmfalt verra meðal leigjenda á Íslandi. Íslenskir leigjendur flytja líka búferlum margfalt oftar en leigjendur í öðrum löndum. Íslenskur leigumarkaður ekki boðlegur siðuðu samfélagi Í öllum öðrum löndum Evrópu þar sem séreignarhlutfallið fer undir 80% kemur til annaðhvort regluvæddur leigumarkaður sem ver leigjendur eða umfangsmikill óhagnaðardrifinn almennur leigumarkaður. Siðuð samfélög hafa áttað sig á því að leigjendur þurfa vernd frá fjármagnsöflunum og/eða þjónustu frá samfélaginu. Í siðuðum löndum eru leigjendur ekki álitnir auðlind fyrir fjármagnseigendur. Ríki og sveitarfélög hafa slíka kyldum að gegna gagnvart íbúum. Skv lögum hafa yfirvöld frumkvæðisskyldu gagnvart þeim sem eru á leigumarkaði. Það er þeirra að útvega húsnæði og að tryggja velferð leigjenda. Umboðsmaður barna hefur einnig áréttað þetta í áliti sínum um hnignandi velferð barna á leigumarkaði. Það blasir við öllum að ástandið á íslenskum leigumarkaði er ekki boðlegt neinu samfélagi. Ekkert samfélag sem festir fólk í ánauð á fasteignamarkaði og lætur það skapa öðrum auð getur kallað sig velferðarsamfélag. Það er sannarlega vítaverð vanræksla að sitja hjá á meðan að peningaöflunum er hleypt inn á húsnæðismarkaðinn og leyfa þeim að athafna sig í fullkomnu skeytingarleysi gagnvart þeim sem sitja föst og geta ekki varið sig. Leigumarkaðurinn er hamfarsvæði þar sem réttindi leigjenda eru lítil og illa varin, þar sem öryggi þeirra er fyrir borð borið og þar sem afkomuótti, streita, fátækt og heilsubrestur ríkja sem bein afleiðing af ástandinu. Fátækt á leigumarkaði er alvarlegt vandamál sem kostar þá sem búa við hana gríðarlega mikla streitu sem bæði erfist og dregur úr heilbrigði og lífslíkum. Að slökkva bálið með hitamæli Það er því blaut tuska í andlit leigjenda og alveg ferleg gaslýsing þegar stjórnvöld koma makindaleg með stillingu, hógværð og tómlæti á frottéslopp inn á hið félagslega hamfarasvæði sem leigumarkaðurinn er og boða engar breytingar á velferð leigjenda. Leigjendur sem hafa búið við sífellt verri og íþyngjandi skilyrði og verðlagningu á leigumarkaði í rúman áratug geta bara haldið áfram að éta það sem úti frýs á meðan ráðamenn vilja safna tölum, tölum sem hugsanlega munu upplýsa stjórnvöld um breytingar á leigumarkaði á komandi misserum.Það er til marks um forrétindablindu þeirra sem ekki búa á leigumarkaði en hafa örlög leigjenda í höndum sér þegar svona aðgerðarleysi er lagt til. Það er líka gagnrýnivert að ráðherra húsnæðismála taki við slíkum tillögum úr átakshópi um úrbætur á húsnæðismarkaði í annað skipti á 3 árum án þess að í þeim felist nokkur umræða um hvernig velferð leigjenda skuli tryggð. Hann mælist þó til þess að því er virðist að við reynum að slökkva bálið á leigumarkaði með því að mæla hitann á eldinum. Sigurður Ingi Jóhannsson Innviðaráðherra hefur jú boðað breytingar á húsaleigulögunum, breytingar sem hann segir að eigi að auka húsnæðisöryggi og réttarstöðu leigjenda. Í frumvarpinu sem hann lagði fram 17. maí síðastliðinn mælir hann fyrir um skráningarskyldu á leigusamningum, sem er gott og gilt. En hann segir jafnframt að sú framkvæmd muni tryggja húsnæðisöryggi og réttarstöðu leigjenda sem er langsótt firra svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Starfshópur Þjóðhagsráðs um umbætur á húsnæðismarkaði sem Sigurður Ingi vísar til og byggir tillögur sínar á hefur starfað í tvígang frá árinu 2019. Á því ári skrifuðu stjórnvöld undir yfirlýsingu til að tryggja lífskjarasamninginn. Í skýrslu starfshópsins og í áðurnefndum lífskjarasamning var að finna tillögur að alvöru réttarbótum fyrir leigjendur. Þetta voru loforð sem núverandi stjórnvöld undirgengust og mæltu fyrir og þau loforð þarf að efna. Það vantaði heldur ekki tillögur um úrbætur á leigumarkaði inn í þá vinnu sem var að ljúka núna í vikunni og kynnt var í gær þ. 19. maí. Undirritaður sat tvo fundi sem fulltrúi leigjenda í 23 manna undirhópi um málefni leigumarkaðarins sem eini fulltrúi leigjenda. Lagði ég fram fjölda atriða um það sem betur mætti fara á leigumarkaði, sem sá eini sem hafði innsýn og skilning á verunni þar, þeim var öllum hafnað eða hunsað. Loforð svikin af mikilli elju. Í frumvarpi að breytingum á húsaleigulögum sem var lagt inn á samráðsgátt alþingis í febrúar 2020 var að finna ákvæði um leigubremsu, en leigubremsa takmarkar möguleika leigusala á að hækka leigu umfram vísitölu. Þetta var eitt af þeim atriðum sem ASÍ, BHM og BSRB börðust hvað harðast fyrir í lífskjarasamningnum og er umfram allt eitt stærsta hagsmunamál leigjenda. Það skýtur því skökku við að þetta loforð hafi verið svikið að undirlagi embættismanna í ráðuneytunum og þau svik samþykkt af þeim sem fara fyrir þessum málaflokki. Að sama skapi var loforð nr. 13 í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við lífskjarasamninginn svohljóðandi: „Stuðningur við hagsmunasamtök leigjenda verði aukinn og þau gerð að virkum málsvara leigjenda”. Það loforð hefur ekki verið efnt, þrátt fyrir ítrekaðar óskir Samtaka leigjenda á Íslandi sem nú þegar sinna umfangsmikilli hagsmunagæslu og þjónustu við leigjendur. Það er ekki mikils að vænta frá stjórnvöldum sem fara fram með slíku taktleysi og tómlæti og svíkja loforð sín hægri vinstri. Það er greinilegt að leigjendur eru dæmdir til þess að vera áfram auðlind fyrir fjármagnseigendur á fasteignamarkaði. Hnignandi velferð þeirra sem búa á leigumarkaði, hvort sem er barna, ungmenna, fullorðinna og eldri borgara, telja stjórnvöld réttmætan fórnarkostnað. En þrátt fyrir hrópandi dugleysi stjórnvalda ætti að vera hægt að krefjast þess að þau efni þau loforð sem þau hafa þegar undirritað, og að þeir sem hvöttu til réttarbóta fyrir leigjendur styðji við kröfur um efndir. Leigjendur er lagðir af stað í hagsmunabaráttu, langferð sem mun enda með því að þeirra kröfum um velferð og réttlæti verður mætt. Leigjendur alls staðar í heiminum hafa nánast undantekningarlaust haft sigur og náð sínum kröfum fram. Það skyldi því enginn vanmeta mátt og þrautseigju heimilisfólks þeirra 40.000 heimila sem eru á leigumarkaði. Höfundur er formaður Samtaka leigjenda á Íslandi.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar