Byrjum á rafrænu sjúkraskránni Steinunn Þórðardóttir skrifar 23. maí 2022 12:30 Það er fagnaðarefni að augu stjórnvalda beinist í auknum mæli að nýsköpun tengdri heilbrigðisþjónustu. McKinsey skýrslan tíundaði með ógnvekjandi hætti hvers konar útgjaldaaukning er yfirvofandi fram til ársins 2040 ef ekki kemur til bylting varðandi nýsköpun og stafrænar lausnir. Raunar þarf einnig að verða bylting varðandi kjör og starfsaðstæður heilbirgðisstétta samhliða þessu, því stafrænar lausnir og nýsköpun duga skammt ef sérhæft starfsfólk fæst ekki til þessara starfa í framtíðinni. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra boðar nú úthlutun styrkja til fumkvöðla- og sprotafyrirtækja í nýsköpun til að bregðast við hrópandi þörf á betri lausnum innan heilbrigðiskerfisins. Læknafélag Íslands skorar á háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að tryggja breitt samráð og þarfagreiningu áður en lengra er haldið til að tryggja að þessir fjármunir lendi á borði þeirra sem mestu geta skilað heilbrigðiskerfinu til heilla. Læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk býr í veruleika kerfisins alla daga og brestirnir eru okkur augljósir og eins hvaða lausnir er brýnast að þróa. Þar ber fyrst að nefna rafrænt sjúkraskrárkerfi. Sögukerfið var sett á laggirnar árið 1992 og var í raun bein yfirfærsla á eyðublöðum sem áður höfðu verið á pappír yfir á rafrænt form. Þetta kerfi er löngu orðið barn síns tíma, er þungt í vöfum, tímafrekt í notkun og gefur mjög takmarkaða yfirsýn, langan tíma tekur að innleiða breytingar og það talar illa við önnur kerfi. Ofan á Sögukerfið hefur verið bætt ýmsum lausnum í þeirri viðleitni að sníða vankantana af Sögukerfinu og eins hafa sumar stofnanir og fyrirtæki ákveðið að nota önnur kerfi fyrir sín sjúkraskrárgögn. Það skýtur skökku við að í litlu samfélagi eins og íslensku samfélagi hafi ekki tekist að innleiða samræmt rafrænt sjúkraskrárkerfi á landsvísu þar sem sjúkraskráin er eign einstaklingsins og fylgir honum hvert sem hann kýs að sækja sér þjónustu. Eins er mikil sóun fólgin í því að mörg kerfi séu í notkun sem ekki tala saman og að upplýsingar, jafnvel lífsnauðsynlegar, flæði ekki á milli kerfa. Kerfin styðja ekki heilbrigðisstarfsmanninn nægilega vel við sína vinnu og virka ekki nema að mjög takmörkuðu leyti til að tryggja öryggi sjúklinga, en í nútíma stafrænu umhverfi myndi maður telja sjálfsagt að viðvaranir og áminningar væru innbyggðar í rafræn kerfi til að minnka líkur á mannlegum mistökum. Þessu er ábótavant í dag. Nokkrir innlendir aðilar hafa beitt sér á vettvangi rafrænnar sjúkraskrár í þeirri viðleitni að bregðast við þessum veruleika og létta heilbrigðisstarfsfólki lífið. Mikilvægt er að þekking þeirra sé nýtt í framhaldinu til þróunar alvöru lausna sem duga, en ekki til að setja enn fleiri plástra á það svöðusár sem við blasir í dag. Eins og fyrr segir fögnum við þeirri viðleitni að styrkja nýsköpun í heilbrigðisþjónustu. Við, sem störfum í fjársveltu kerfi dags daglega, sem oft og tíðum er ekki samkeppnishæft um sérhæft starfsfólk, væntum þess að þessum peningum verði úthlutað að mjög vel ígrunduðu máli og í samráði við heilbrigðisstarfsfólk sem best þekkir hvar skórinn kreppir. Ef sporna á við þeirri miklu kostnaðaraukningu sem blasir við til ársins 2040 höfum við ekki efni á öðru. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þórðardóttir Heilbrigðismál Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að augu stjórnvalda beinist í auknum mæli að nýsköpun tengdri heilbrigðisþjónustu. McKinsey skýrslan tíundaði með ógnvekjandi hætti hvers konar útgjaldaaukning er yfirvofandi fram til ársins 2040 ef ekki kemur til bylting varðandi nýsköpun og stafrænar lausnir. Raunar þarf einnig að verða bylting varðandi kjör og starfsaðstæður heilbirgðisstétta samhliða þessu, því stafrænar lausnir og nýsköpun duga skammt ef sérhæft starfsfólk fæst ekki til þessara starfa í framtíðinni. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra boðar nú úthlutun styrkja til fumkvöðla- og sprotafyrirtækja í nýsköpun til að bregðast við hrópandi þörf á betri lausnum innan heilbrigðiskerfisins. Læknafélag Íslands skorar á háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að tryggja breitt samráð og þarfagreiningu áður en lengra er haldið til að tryggja að þessir fjármunir lendi á borði þeirra sem mestu geta skilað heilbrigðiskerfinu til heilla. Læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk býr í veruleika kerfisins alla daga og brestirnir eru okkur augljósir og eins hvaða lausnir er brýnast að þróa. Þar ber fyrst að nefna rafrænt sjúkraskrárkerfi. Sögukerfið var sett á laggirnar árið 1992 og var í raun bein yfirfærsla á eyðublöðum sem áður höfðu verið á pappír yfir á rafrænt form. Þetta kerfi er löngu orðið barn síns tíma, er þungt í vöfum, tímafrekt í notkun og gefur mjög takmarkaða yfirsýn, langan tíma tekur að innleiða breytingar og það talar illa við önnur kerfi. Ofan á Sögukerfið hefur verið bætt ýmsum lausnum í þeirri viðleitni að sníða vankantana af Sögukerfinu og eins hafa sumar stofnanir og fyrirtæki ákveðið að nota önnur kerfi fyrir sín sjúkraskrárgögn. Það skýtur skökku við að í litlu samfélagi eins og íslensku samfélagi hafi ekki tekist að innleiða samræmt rafrænt sjúkraskrárkerfi á landsvísu þar sem sjúkraskráin er eign einstaklingsins og fylgir honum hvert sem hann kýs að sækja sér þjónustu. Eins er mikil sóun fólgin í því að mörg kerfi séu í notkun sem ekki tala saman og að upplýsingar, jafnvel lífsnauðsynlegar, flæði ekki á milli kerfa. Kerfin styðja ekki heilbrigðisstarfsmanninn nægilega vel við sína vinnu og virka ekki nema að mjög takmörkuðu leyti til að tryggja öryggi sjúklinga, en í nútíma stafrænu umhverfi myndi maður telja sjálfsagt að viðvaranir og áminningar væru innbyggðar í rafræn kerfi til að minnka líkur á mannlegum mistökum. Þessu er ábótavant í dag. Nokkrir innlendir aðilar hafa beitt sér á vettvangi rafrænnar sjúkraskrár í þeirri viðleitni að bregðast við þessum veruleika og létta heilbrigðisstarfsfólki lífið. Mikilvægt er að þekking þeirra sé nýtt í framhaldinu til þróunar alvöru lausna sem duga, en ekki til að setja enn fleiri plástra á það svöðusár sem við blasir í dag. Eins og fyrr segir fögnum við þeirri viðleitni að styrkja nýsköpun í heilbrigðisþjónustu. Við, sem störfum í fjársveltu kerfi dags daglega, sem oft og tíðum er ekki samkeppnishæft um sérhæft starfsfólk, væntum þess að þessum peningum verði úthlutað að mjög vel ígrunduðu máli og í samráði við heilbrigðisstarfsfólk sem best þekkir hvar skórinn kreppir. Ef sporna á við þeirri miklu kostnaðaraukningu sem blasir við til ársins 2040 höfum við ekki efni á öðru. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun