Daníel, sem er sautján ára leikstjórnandi, var með 14,3 stig, 5,4 fráköst og 5,6 stoðsendingar að meðaltali í leik í 1. deildinni á síðasta tímabili. Hann hitti úr 50,6 prósent skota sinna inni í teig og 32,3 prósent úr þriggja stiga skotum.
Á lokahófi KKÍ í síðustu viku var Daníel valinn besti ungi leikmaður 1. deildarinnar. Hann var einnig í úrvalsliði deildarinnar.
Þór lenti í 2. sæti í Subway-deildinni á síðasta tímabili og tapaði 3-0 fyrir Val í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Þá komust Þórsarar í úrslit VÍS-bikarsins en töpuðu þar fyrir Stjörnumönnum.
Talsverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Þórs á undanförnum vikum. Daniel Mortensen er til að mynda farinn í Hauka og Ragnar Örn Bragason í ÍR.