Orð Jens Garðars sjókvíaeldismanns eldast illa Jakob Bjarnar skrifar 27. maí 2022 15:18 Sjókvíaeldi í Berufirði. Þar hefur greinst jákvætt sýni í laxi hvað varðar blóðþorra. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson ISA veiran sem veldur hinum banvæna sjúkdómi blóðþorra í laxi hefur nú verið greind í sjókvíum Fiskeldis Austfjarða í Berufirði. Eða eins og segir í tilkynningu sem birtist á vef MAST í dag þá hefur grunur „vaknað um tilvist ISA-veirunnar í laxeldisstöð við Hamraborg í Berufirði. Í síðustu sýnaseríu sem tekin var á sjókvíaeldissvæðinu nú í vikunni reyndist eitt sýni svara með jákvæðum hætti og verður þetta tiltekna sýni nú sent í raðgreiningu til staðfestingar. Búist er við að niðurstöður úr þeirri greiningu liggi fyrir nk. þriðjudag, 31. maí.“ Þá segir að í dag verði tekin enn fleiri sýni úr öllum kvíum á staðsetningunni og má búast við að svör úr þeim rannsóknum liggi fyrir um miðja næstu viku. Við Hamraborg eru í eldi um 890.000 laxar í sjö sjókvíum og er megnið af fiskinum á bilinu 2-3,2 kíló. Lítil sem engin hætta, eða þannig Á mánudaginn var sagt frá því að veiran hefði greinst á enn einu svæðinu í Reyðarfirði með þeim afleiðingum að slátra þarf öllum laxi úr sjókvíunum sem Laxar fiskeldi, systurfyrirtæki Fiskeldis Austfjarða, er með þar og loka firðinum fyrir eldi. Jens Garðar stendur nú í ströngu en slátra þarf öllum eldislaxi í Reyðarfirði vegna blóðþorrasmits. Andstæðingar sjókvíaeldis telja ummæli hans um að lítil sem engin hætta sé að veiran berist í aðra firði ekki upp á marga fiska.vísir/arnar Í kjölfarið ræddi fréttastofa Ríkisútvarpsins við Jens Garðar Helgason framkvæmdastjóra Laxa fiskeldis ehf þar sem hann staðhæfði að lítil sem engin hætta væri á því að veiran bærist í aðra firði. Þeir sem vilja gjalda varhug við sjókvíaeldi telja þetta dæmi um ábyrgðarlausa framsetningu fiskeldismanna. "Orð Jens Garðars um litla sem enga hættu fyrir aðra firði hljómuðu fáránlega í eyrum allra sem þekkja sögu sjókvíaeldis í heiminum. Blóðþorraveiran hefur rústað sjókvíaeldi við Færeyjar og Chile, svo það kemur ekkert á óvart að hún dreifi sér um Austfirði,“ segir Jón Kaldal talsmaður Icelandic Wild Live Fund (IWF) eða Íslenska náttúruverndarsjóðsins í samtali við Vísi. Hagsmunadrifinn málflutningur Jón segir að orð Jens Garðars hljóti að skoðast í því ljósi út frá hvaða hagsmunum hann tali: „Hann er bara að reyna að verja hlutabréfaverð móðurfélagsins í norsku kauphöllinni.“ Að blóðþorraveiran hafi nú greinst í fyrsta skipti í Berufirði eru skelfileg tíðindi að mati Jóns. „Og væntanlega munu dómínókubbarnir falla þar rétt eins og gerðist í Reyðarfirði þar sem þurfti að slátra eldislaxi á hverju svæðinu á fætur öðru. Mögulega mun enginn eldislax vera í sjókvíum fyrir austan innan fárra vikna. Jón Kaldal segir að orð Jens Garðars verði að skoðast í ljósi þeirra hagsmuna sem hann talar fyrir og þeir hagsmunir tengist gengi í Kauphöllinni í Noregi.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ekkert hefur heyrst frá Matvælastofnun né Fisksjúkdómanefnd, sem þar er starfrækt, um þetta grafalvarlega mál. Enn og aftur þurfum við að fá fréttir í norskum fjölmiðlum í kjölfar tilkynninga fyrirtækjanna til norsku kauphallarinnar. Segir það allt sem segja þarf um hvar sjókvíaeldisfyrirtækin telja sig vera upplýsingaskyld.“ Norskir miðlar fyrstir með fréttirnar Þegar spurðist um blóðþorrann í Reyðafirði í byrjun viku gagnrýndi WLF harðlega það að fregnir af því kæmu ekki fram hjá Matvælastofnun né Laxa fiskeldi heldur þyrfti að lesa um það í frétt Salmon Business sem vitnaði í tilkynningu fyrirtækisins þar um. „Í frétt Salmon Business er vitnað til tilkynningar Laxa þar sem kemur fram að slátra þurfi 1,1 milljón eldislaxa sem eru 2,7 kg að þyngd að meðaltali. Aðeins er mánuður liðinn frá því Laxar tilkynntu um slátrun á um einni miljón eldislaxa á öðru svæði í Reyðarfirði vegna ISA smits. Til að setja þessar tölur í samhengi þá telur allur íslenski villti laxastofninn um 50.000 til 60.000 fiska.“ Segir sjókvíaeldi óboðlegt við matvælaframleiðslu Jón segir um að ræða eina hættulegustu veiruna sem komið geti upp í í sjókvíaeldi. „Rétt er að minna á að kenning dýralæknis fisksjúkdóma hjá MAST er sú að aðstæður eldislaxanna í sjókvíunum í Reyðarfirði hafi valdið ónæmiskerfi þeirra brast og veira sem hefði átt að vera þeim meinlaus stökkbreyttist í þetta banvæna afbrigði. Kenning dýralæknis fisksjúkdóma er að umhverfi eldisdýranna hafi valdið þessu.“ Frá Berufirði. Allt bendir nú til að ISA-veiran sé kominn í lax sem er þar í sjókvíum eins og í Reyðarfirði.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Með öðrum orðum aðstæðurnar sem fyrirtækið kýs að búa eldislaxinum er orsökin. Ábyrgðin liggur hjá stjórnendum fyrirtækisins og hvergi annars staðar, að mati Jóns: „Þessi staða á ekki að koma á óvart. Miklar líkur eru á að uppi komi á endanum alvarlegir sjúkdómar í öllu þauleldi og verksmiðjubúskap þar sem miklum fjölda dýra er haldið lengi saman á margfalt þrengra svæði en er þeim náttúrulegt.“ Jón segir gríðarlegum fjölda eldisdýra hefur verið slátrað vegna veirunnar. „Sjókvíaeldi á laxi er ömurlegur iðnaður og óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu,“ segir Jón. Hann telur að nú hreinlega verði stjórnvöld að grípa í taumana og láta ekki hagsmunaaðila í sjókvíaeldi ráða för. Noregur Kauphöllin Fjarðabyggð Fiskeldi Dýraheilbrigði Lax Tengdar fréttir Grunur um blóðþorra í fyrsta skipti á Íslandi Rökstuddur grunur er um blóðþorra, svonefnda ISA-veiru, í laxi í sjókví Laxa fiskeldis í Reyðarfirði. Veiran uppgötvaðist við krufningu og sýnatöku í kjölfar vaxandi óútskýrðra affalla í sjókví númer sjö hjá Löxum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fyrirtækið komið með þykkan skráp fyrir áföllum. 26. nóvember 2021 15:20 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Eða eins og segir í tilkynningu sem birtist á vef MAST í dag þá hefur grunur „vaknað um tilvist ISA-veirunnar í laxeldisstöð við Hamraborg í Berufirði. Í síðustu sýnaseríu sem tekin var á sjókvíaeldissvæðinu nú í vikunni reyndist eitt sýni svara með jákvæðum hætti og verður þetta tiltekna sýni nú sent í raðgreiningu til staðfestingar. Búist er við að niðurstöður úr þeirri greiningu liggi fyrir nk. þriðjudag, 31. maí.“ Þá segir að í dag verði tekin enn fleiri sýni úr öllum kvíum á staðsetningunni og má búast við að svör úr þeim rannsóknum liggi fyrir um miðja næstu viku. Við Hamraborg eru í eldi um 890.000 laxar í sjö sjókvíum og er megnið af fiskinum á bilinu 2-3,2 kíló. Lítil sem engin hætta, eða þannig Á mánudaginn var sagt frá því að veiran hefði greinst á enn einu svæðinu í Reyðarfirði með þeim afleiðingum að slátra þarf öllum laxi úr sjókvíunum sem Laxar fiskeldi, systurfyrirtæki Fiskeldis Austfjarða, er með þar og loka firðinum fyrir eldi. Jens Garðar stendur nú í ströngu en slátra þarf öllum eldislaxi í Reyðarfirði vegna blóðþorrasmits. Andstæðingar sjókvíaeldis telja ummæli hans um að lítil sem engin hætta sé að veiran berist í aðra firði ekki upp á marga fiska.vísir/arnar Í kjölfarið ræddi fréttastofa Ríkisútvarpsins við Jens Garðar Helgason framkvæmdastjóra Laxa fiskeldis ehf þar sem hann staðhæfði að lítil sem engin hætta væri á því að veiran bærist í aðra firði. Þeir sem vilja gjalda varhug við sjókvíaeldi telja þetta dæmi um ábyrgðarlausa framsetningu fiskeldismanna. "Orð Jens Garðars um litla sem enga hættu fyrir aðra firði hljómuðu fáránlega í eyrum allra sem þekkja sögu sjókvíaeldis í heiminum. Blóðþorraveiran hefur rústað sjókvíaeldi við Færeyjar og Chile, svo það kemur ekkert á óvart að hún dreifi sér um Austfirði,“ segir Jón Kaldal talsmaður Icelandic Wild Live Fund (IWF) eða Íslenska náttúruverndarsjóðsins í samtali við Vísi. Hagsmunadrifinn málflutningur Jón segir að orð Jens Garðars hljóti að skoðast í því ljósi út frá hvaða hagsmunum hann tali: „Hann er bara að reyna að verja hlutabréfaverð móðurfélagsins í norsku kauphöllinni.“ Að blóðþorraveiran hafi nú greinst í fyrsta skipti í Berufirði eru skelfileg tíðindi að mati Jóns. „Og væntanlega munu dómínókubbarnir falla þar rétt eins og gerðist í Reyðarfirði þar sem þurfti að slátra eldislaxi á hverju svæðinu á fætur öðru. Mögulega mun enginn eldislax vera í sjókvíum fyrir austan innan fárra vikna. Jón Kaldal segir að orð Jens Garðars verði að skoðast í ljósi þeirra hagsmuna sem hann talar fyrir og þeir hagsmunir tengist gengi í Kauphöllinni í Noregi.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ekkert hefur heyrst frá Matvælastofnun né Fisksjúkdómanefnd, sem þar er starfrækt, um þetta grafalvarlega mál. Enn og aftur þurfum við að fá fréttir í norskum fjölmiðlum í kjölfar tilkynninga fyrirtækjanna til norsku kauphallarinnar. Segir það allt sem segja þarf um hvar sjókvíaeldisfyrirtækin telja sig vera upplýsingaskyld.“ Norskir miðlar fyrstir með fréttirnar Þegar spurðist um blóðþorrann í Reyðafirði í byrjun viku gagnrýndi WLF harðlega það að fregnir af því kæmu ekki fram hjá Matvælastofnun né Laxa fiskeldi heldur þyrfti að lesa um það í frétt Salmon Business sem vitnaði í tilkynningu fyrirtækisins þar um. „Í frétt Salmon Business er vitnað til tilkynningar Laxa þar sem kemur fram að slátra þurfi 1,1 milljón eldislaxa sem eru 2,7 kg að þyngd að meðaltali. Aðeins er mánuður liðinn frá því Laxar tilkynntu um slátrun á um einni miljón eldislaxa á öðru svæði í Reyðarfirði vegna ISA smits. Til að setja þessar tölur í samhengi þá telur allur íslenski villti laxastofninn um 50.000 til 60.000 fiska.“ Segir sjókvíaeldi óboðlegt við matvælaframleiðslu Jón segir um að ræða eina hættulegustu veiruna sem komið geti upp í í sjókvíaeldi. „Rétt er að minna á að kenning dýralæknis fisksjúkdóma hjá MAST er sú að aðstæður eldislaxanna í sjókvíunum í Reyðarfirði hafi valdið ónæmiskerfi þeirra brast og veira sem hefði átt að vera þeim meinlaus stökkbreyttist í þetta banvæna afbrigði. Kenning dýralæknis fisksjúkdóma er að umhverfi eldisdýranna hafi valdið þessu.“ Frá Berufirði. Allt bendir nú til að ISA-veiran sé kominn í lax sem er þar í sjókvíum eins og í Reyðarfirði.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Með öðrum orðum aðstæðurnar sem fyrirtækið kýs að búa eldislaxinum er orsökin. Ábyrgðin liggur hjá stjórnendum fyrirtækisins og hvergi annars staðar, að mati Jóns: „Þessi staða á ekki að koma á óvart. Miklar líkur eru á að uppi komi á endanum alvarlegir sjúkdómar í öllu þauleldi og verksmiðjubúskap þar sem miklum fjölda dýra er haldið lengi saman á margfalt þrengra svæði en er þeim náttúrulegt.“ Jón segir gríðarlegum fjölda eldisdýra hefur verið slátrað vegna veirunnar. „Sjókvíaeldi á laxi er ömurlegur iðnaður og óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu,“ segir Jón. Hann telur að nú hreinlega verði stjórnvöld að grípa í taumana og láta ekki hagsmunaaðila í sjókvíaeldi ráða för.
Noregur Kauphöllin Fjarðabyggð Fiskeldi Dýraheilbrigði Lax Tengdar fréttir Grunur um blóðþorra í fyrsta skipti á Íslandi Rökstuddur grunur er um blóðþorra, svonefnda ISA-veiru, í laxi í sjókví Laxa fiskeldis í Reyðarfirði. Veiran uppgötvaðist við krufningu og sýnatöku í kjölfar vaxandi óútskýrðra affalla í sjókví númer sjö hjá Löxum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fyrirtækið komið með þykkan skráp fyrir áföllum. 26. nóvember 2021 15:20 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Grunur um blóðþorra í fyrsta skipti á Íslandi Rökstuddur grunur er um blóðþorra, svonefnda ISA-veiru, í laxi í sjókví Laxa fiskeldis í Reyðarfirði. Veiran uppgötvaðist við krufningu og sýnatöku í kjölfar vaxandi óútskýrðra affalla í sjókví númer sjö hjá Löxum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fyrirtækið komið með þykkan skráp fyrir áföllum. 26. nóvember 2021 15:20