Tilkynningin barst um klukkan 23:10 og steig töluverður reykur upp frá húsinu þegar slökkvilið mætti á svæðið skömmu síðar.
Sveinbjörn Berentsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir að slökkvistarf á vettvangi hafi gengið vel. Þeim hafi tekist að einangra eldinn og slökkva hann nokkuð fljótt.
Slökkviliðið væri nú í því að reykræsta en rannsókn á eldsupptökum væri í höndum lögreglu.
Tunglskin og OSS eru með verkstæði og lager í húsinu en Oss sérhæfir sig í leigu, viðgerðum og viðhaldi á rafhlaupahjólum.




Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.
Fréttin var uppfærð klukkan 00:25.