Þættirnir hafa mótað líf þeirra
Þetta er þriðja trúlofun Beccu en áður trúlofaðist hún Arie Luyendyk, Jr. þegar hann var Bachelorinn. Hann fékk síðan bakþanka, hætti með henni og bað Lauren B sem var í öðru sæti í seríunni og eru þau gift í dag.
Síðar trúlofaðist hún Garrett Yrigoyen, þegar hún var sjálf Bachelorette. Parið kynntist í sjöundu seríu af Bachelor in Paradise en Thomas var keppandi í Bachelorette seríu Katie Thurston áður en hann hélt á ströndina þar sem þau kynntust.
Hættu saman á ströndinni en vildu svo vera saman
Í lokaþættinum af Bachelor in Paradise hætti parið saman og ákvað að fara heim í sitthvoru lagi. Eftir að þættirnir fóru í loftið náðu þau þó aftur saman og ætla nú að eyða ævinni saman.
„Ég fann loksins fylgdarmann minn fyrir lífið og þann sem fær hjarta mitt til að brosa á hverjum einasta degi. Ég get ekki beðið eftir að gera þetta allt með þér Tommy,“
sagði Becca í færslu á miðlinum sínum. Sjálfur deildi Thomas fréttunum á sínum eigin miðli og líkti bónorðinu við valdatafl og bætti við: „Þú að halda mér á tánum alla ævi hljómar vel. Skál fyrir eilífðinni krútta #unnusta.“
Mikil ást í Bachelor heiminum
Margir fyrrum keppendur hafa verið duglegir að óska þeim til hamingju með trúlofunina. Meðal þeirra var Joelle Fletcher sem sagði: „Whaaaaa TIL HAMINGJU vinkona!!! Svo ánægð fyrir ykkar hönd!!“.
Joelle eða JoJo Fletcher eins og hún er kölluð var sjálf Bachelorette árið 2016 og þar gaf hún Jordan Rodgers, bróður íþróttamannsins Aaron Rodgers, síðustu rósina sína. Þau giftu sig í mánuðinum eftir að hafa þurft að fresta því um þó nokkurn tíma vegna Covid.