Lýðheilsumál að lagfæra kjör verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði Vilhjálmur Birgisson skrifar 30. maí 2022 13:01 Eins og flestir vita renna kjarasamningar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði út í haust og því er undirbúningur að kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands á lokametrunum. Það liggur fyrir að í lífskjarasamningnum voru stigin nokkuð jákvæð skref í að lagfæra kjör þeirra tekjulægstu með því að semja í formi krónutöluhækkana og með svokölluðum hagvaxtarauka. Hugmyndafræðin í kringum lífskjarasamninginn var að auka ráðstöfunartekjur launafólks með fleiri þáttum en beinum launahækkunum, t.d með aðkomu stjórnvalda og að skapa forsendur fyrir lækkun vaxta. Þetta tókst í lífskjarasamningnum en aðgerðapakki stjórnvalda til að liðka fyrir samningnum var metinn á 80 milljarða og stýrivextir Seðlabankans lækkuðu úr 4,25% í 0,75% en þúsundir heimila endurfjármögnuðu húsnæðislán sín í kjölfarið á lækkandi vaxtakjörum. Það er rétt að geta þess að nokkrum dögum áður en lífskjarasamningurinn var undirritaður eða nánar tiltekið 28. mars varð WOW Air gjaldþrota sem klárlega hafði áhrif á gang kjaraviðræðna enda ljóst að með falli WOW Air voru útflutningstekjur þjóðarinnar að dragast verulega saman. Einnig lá fyrir að fall flugfélagsins myndi hafa slæm áhrif á afkomu og atvinnuöryggi í ferðaþjónustunni. Í kjarasamningunum 2019 sá hinsvegar enginn fyrir sér Covid faraldurinn né stríðsástandið í Úkraínu og þær afleiðingar sem það hafði. Það þarf ekkert að fjölyrða um að Covid faraldurinn hafði neikvæð áhrif á efnahagslífið tímabundið og þá sérstaklega ferðaþjónustuna en í dag sýna allar hagtölur að það eru bjartari tímar framundan þótt meiri óvissa ríki vegna áhrifa af stríðinu í Úkraínu. Þessir atburðir hafa leitt til aukinnar verðbólgu og hækkandi vaxta sem og hækkandi leiguverðs og eins og alltaf koma þessir efnahagsþættir hvað verst við verkafólk og tekjulágt fólk og við þessu þarf svo sannarlega að bregðast í komandi kjarasamningum. En hið ánægjulega í þessu er að það horfir til betri vegar í íslensku efnahagslífi og nægir þar að nefna að Útflutningsverðmæti á fyrsta fjórðungi ársins nam 355,6 mö.kr. borið saman við 226,7 ma.kr. á sama tímabili í fyrra. Aukningin nemur 128,9 mö.kr. eða 57%. Útflutningsverðmæti allra stoðanna þriggja; ferðaþjónustu, sjávarútvegs og stóriðju jókst verulega milli ára. Mesta aukningin varð í útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar en það jókst um 44,3 ma.kr. eða 560%. Það má því segja að hægt og bítandi sé ferðaþjónustan að ná vopnum sínum á nýjan leik enda hafa útflutningsverðmæti hennar aukist um 560% á milli ára. Það má klárlega velta því fyrir sér hvort skilyrði til kjarasamningsgerðar núna séu ekki betri heldur en þegar við sömdum um lífskjarasamninginn á sama tíma og WOW Air var að sigla í gjaldþrot. Það er hinsvegar morgunljóst að í komandi kjarasamningum verðum við að stíga þétt skref í átt að því að halda áfram að lagfæra kjör lágtekjufólks á hinum almenna vinnumarkaði, annað er ekki í boði. Enda liggur fyrir að lágtekjufólk á ennþá í umtalsverðum erfiðleikum við að framfleyta sér frá mánuði til mánaðar og halda mannlegri reisn. Nægir að nefna rannsókn sem Varða sem er rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins gerði fyrir Starfsgreinasamband Íslands og var kynnt fyrir formönnum SGS á kjaramálaráðstefnu nýverið. En þar kom meðal annars fram að 38% félagsmanna innan SGS eiga mjög eða nokkuð erfitt með að ná endum saman. Það kom einnig fram að 25% félagsmanna SGS hafa þurft að fá fjárhagsaðstoð í formi mataraðstoðar, eða hjá félags- eða hjálparsamtökum, ættingjum og vinum eða hjá sínu sveitarfélagi á síðastliðnum 12 mánuðum. Það kom einnig fram að um 40% félagsmanna SGS eru á leigumarkaði en eins og allir vita hefur leiguverð hækkað gríðarlega að undanförnu sem veikir stöðu lágtekjufólks innan SGS enn frekar. Það var einnig sláandi að 19% félagsmanna SGS hafa neitað sér vegna efnahags um almenna heilbrigðisþjónustu og 37% um tannlæknisþjónustu og það var einnig skelfilegt að sjá að 33% félagsmanna SGS segjast búa við slæma andlega heilsu samkvæmt PHQ-9 skalanum. Á þessari rannsókn hjá Vörðu sést að það er lýðheilsumál að lagfæra kjör verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði enda ólíðandi með öllu að fólk búi við þannig kjör að það nái alls ekki endum saman og þurfi að hafna almennri læknisþjónustu vegna bágrar efnahagsstöðu. Afleiðingar af þessu öllu eru sorglegar því nú liggur fyrir að verkafólk sem er með grunnskólamenntun og ástundar erfiðisvinnu lifir 3 til 4 árum skemur en háskólamenntaðir skv. grein sem Þorsteinn Sveinsson skrifaði og birtist á vef Seðlabankans. Hjá körlum eru lífslíkur 4 árum styttri og hjá konum 3 árum. Þessi munur á lífslíkum milli menntunar er sláandi og ljóst að þeir sem eru með minni menntun vinna erfiðisvinnu sem klárlega hefur áhrif á lífslíkur fólks. Það er því algerlega ljóst að aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands ber siðferðisleg skylda til þess að berjast af alefli við að lagfæra stöðu lágtekjufólks á íslenskum vinnumarkaði. Við getum ekki látið það átölulaust að lágtekjufólk búi við slæma andlega heilsu, þurfi að neita sér um sjálfsagða heilbrigðisþjónustu og lifi 3 til 4 árum skemur m.a. vegna þess eins að vera verkafólk. Núna verður verkalýðshreyfingin, Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld að taka höndum saman og vinna bug á þessu þjóðfélagslega meini sem íslensku lágtekjufólki er boðið upp á og það í einu af ríkasta landi í heimi. Í komandi kjarasamningum verðum við því að stíga þétt og kröftug skref í því að lagfæra kjör verkafólks þannig að það geti framfleytt sér frá mánuði til mánaðar og haldið mannlegri reisn, enda ótækt að bjóða verkafólki upp á launakjör sem skapa þessar aðstæður sem fjallað hefur verið um í þessari grein. Munum að bág staða lágtekjufólks er ekkert náttúrulögmál heldur mannanna verk sem hægt er að lagfæra. Allt sem þarf er vilji stjórnvalda og Samtaka atvinnulífsins. Höfundur er formaður Verkalýðsfélag Akraness og Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Eins og flestir vita renna kjarasamningar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði út í haust og því er undirbúningur að kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands á lokametrunum. Það liggur fyrir að í lífskjarasamningnum voru stigin nokkuð jákvæð skref í að lagfæra kjör þeirra tekjulægstu með því að semja í formi krónutöluhækkana og með svokölluðum hagvaxtarauka. Hugmyndafræðin í kringum lífskjarasamninginn var að auka ráðstöfunartekjur launafólks með fleiri þáttum en beinum launahækkunum, t.d með aðkomu stjórnvalda og að skapa forsendur fyrir lækkun vaxta. Þetta tókst í lífskjarasamningnum en aðgerðapakki stjórnvalda til að liðka fyrir samningnum var metinn á 80 milljarða og stýrivextir Seðlabankans lækkuðu úr 4,25% í 0,75% en þúsundir heimila endurfjármögnuðu húsnæðislán sín í kjölfarið á lækkandi vaxtakjörum. Það er rétt að geta þess að nokkrum dögum áður en lífskjarasamningurinn var undirritaður eða nánar tiltekið 28. mars varð WOW Air gjaldþrota sem klárlega hafði áhrif á gang kjaraviðræðna enda ljóst að með falli WOW Air voru útflutningstekjur þjóðarinnar að dragast verulega saman. Einnig lá fyrir að fall flugfélagsins myndi hafa slæm áhrif á afkomu og atvinnuöryggi í ferðaþjónustunni. Í kjarasamningunum 2019 sá hinsvegar enginn fyrir sér Covid faraldurinn né stríðsástandið í Úkraínu og þær afleiðingar sem það hafði. Það þarf ekkert að fjölyrða um að Covid faraldurinn hafði neikvæð áhrif á efnahagslífið tímabundið og þá sérstaklega ferðaþjónustuna en í dag sýna allar hagtölur að það eru bjartari tímar framundan þótt meiri óvissa ríki vegna áhrifa af stríðinu í Úkraínu. Þessir atburðir hafa leitt til aukinnar verðbólgu og hækkandi vaxta sem og hækkandi leiguverðs og eins og alltaf koma þessir efnahagsþættir hvað verst við verkafólk og tekjulágt fólk og við þessu þarf svo sannarlega að bregðast í komandi kjarasamningum. En hið ánægjulega í þessu er að það horfir til betri vegar í íslensku efnahagslífi og nægir þar að nefna að Útflutningsverðmæti á fyrsta fjórðungi ársins nam 355,6 mö.kr. borið saman við 226,7 ma.kr. á sama tímabili í fyrra. Aukningin nemur 128,9 mö.kr. eða 57%. Útflutningsverðmæti allra stoðanna þriggja; ferðaþjónustu, sjávarútvegs og stóriðju jókst verulega milli ára. Mesta aukningin varð í útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar en það jókst um 44,3 ma.kr. eða 560%. Það má því segja að hægt og bítandi sé ferðaþjónustan að ná vopnum sínum á nýjan leik enda hafa útflutningsverðmæti hennar aukist um 560% á milli ára. Það má klárlega velta því fyrir sér hvort skilyrði til kjarasamningsgerðar núna séu ekki betri heldur en þegar við sömdum um lífskjarasamninginn á sama tíma og WOW Air var að sigla í gjaldþrot. Það er hinsvegar morgunljóst að í komandi kjarasamningum verðum við að stíga þétt skref í átt að því að halda áfram að lagfæra kjör lágtekjufólks á hinum almenna vinnumarkaði, annað er ekki í boði. Enda liggur fyrir að lágtekjufólk á ennþá í umtalsverðum erfiðleikum við að framfleyta sér frá mánuði til mánaðar og halda mannlegri reisn. Nægir að nefna rannsókn sem Varða sem er rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins gerði fyrir Starfsgreinasamband Íslands og var kynnt fyrir formönnum SGS á kjaramálaráðstefnu nýverið. En þar kom meðal annars fram að 38% félagsmanna innan SGS eiga mjög eða nokkuð erfitt með að ná endum saman. Það kom einnig fram að 25% félagsmanna SGS hafa þurft að fá fjárhagsaðstoð í formi mataraðstoðar, eða hjá félags- eða hjálparsamtökum, ættingjum og vinum eða hjá sínu sveitarfélagi á síðastliðnum 12 mánuðum. Það kom einnig fram að um 40% félagsmanna SGS eru á leigumarkaði en eins og allir vita hefur leiguverð hækkað gríðarlega að undanförnu sem veikir stöðu lágtekjufólks innan SGS enn frekar. Það var einnig sláandi að 19% félagsmanna SGS hafa neitað sér vegna efnahags um almenna heilbrigðisþjónustu og 37% um tannlæknisþjónustu og það var einnig skelfilegt að sjá að 33% félagsmanna SGS segjast búa við slæma andlega heilsu samkvæmt PHQ-9 skalanum. Á þessari rannsókn hjá Vörðu sést að það er lýðheilsumál að lagfæra kjör verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði enda ólíðandi með öllu að fólk búi við þannig kjör að það nái alls ekki endum saman og þurfi að hafna almennri læknisþjónustu vegna bágrar efnahagsstöðu. Afleiðingar af þessu öllu eru sorglegar því nú liggur fyrir að verkafólk sem er með grunnskólamenntun og ástundar erfiðisvinnu lifir 3 til 4 árum skemur en háskólamenntaðir skv. grein sem Þorsteinn Sveinsson skrifaði og birtist á vef Seðlabankans. Hjá körlum eru lífslíkur 4 árum styttri og hjá konum 3 árum. Þessi munur á lífslíkum milli menntunar er sláandi og ljóst að þeir sem eru með minni menntun vinna erfiðisvinnu sem klárlega hefur áhrif á lífslíkur fólks. Það er því algerlega ljóst að aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands ber siðferðisleg skylda til þess að berjast af alefli við að lagfæra stöðu lágtekjufólks á íslenskum vinnumarkaði. Við getum ekki látið það átölulaust að lágtekjufólk búi við slæma andlega heilsu, þurfi að neita sér um sjálfsagða heilbrigðisþjónustu og lifi 3 til 4 árum skemur m.a. vegna þess eins að vera verkafólk. Núna verður verkalýðshreyfingin, Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld að taka höndum saman og vinna bug á þessu þjóðfélagslega meini sem íslensku lágtekjufólki er boðið upp á og það í einu af ríkasta landi í heimi. Í komandi kjarasamningum verðum við því að stíga þétt og kröftug skref í því að lagfæra kjör verkafólks þannig að það geti framfleytt sér frá mánuði til mánaðar og haldið mannlegri reisn, enda ótækt að bjóða verkafólki upp á launakjör sem skapa þessar aðstæður sem fjallað hefur verið um í þessari grein. Munum að bág staða lágtekjufólks er ekkert náttúrulögmál heldur mannanna verk sem hægt er að lagfæra. Allt sem þarf er vilji stjórnvalda og Samtaka atvinnulífsins. Höfundur er formaður Verkalýðsfélag Akraness og Starfsgreinasambands Íslands.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun