Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2022 23:10 Her Malí hefur verið sakaður um ýmis ódæði gegn óbreyttum borgurum frá því herforingjar tóku þar völd í fyrra. Þessi hermaður fagnaði ákaft þegar herinn tók völd. EPA/H.DIAKITE Hermenn og málaliðar frá Rússlandi eru sagðir hafa tekið hundruð manna af lífi í bænum Moura í Malí í mars. Hermennirnir voru að elta vígamenn sem hafa verið umsvifamiklir á svæðinu um árabil. Árásin byrjaði á því að þyrlum var flogið yfir bæinn og skutu hermenn úr þeim á fólk. Hermenn og málaliðar höfðu lokað öllum útgönguleiðum úr bænum. Vitni sem blaðamenn New York Times ræddu við sögðu hvíta málaliða, sem töluðu hvorki ensku né frönsku, hafa verið hermönnum Malí til aðstoðar og yfir fimm daga tímabil hafi þeir farið ránshendi um bæinn og tekið hundruð manna af lífi. Bæði hermenn og málaliðar komu að aftökunum og vitni segja marga hafa verið skotna til bana á grunni uppruna þeirra eða klæðaburðar. Málaliðarnir munu þó hafa verið hvað verstir þegar kom að ránum. Blaðamenn NYT segjast hafa fundið minnst tvær fjöldagrafir við bæinn. Vitni segja allt að fjögur hundruð hafa dáið í árásinni og þar af lang flestir óbreyttir borgarar. Einn viðmælandi NYT sagði aftökurnar í Moura hafa staðið yfir frá mánudegi til fimmtudags og annar sagði að allt ungt fólk bæjarins hefði verið tekið af lífi. This photo, provided to @nytimes, shows what witnesses told us: a group of captives held in the dry riverbed east of Moura. We verified its location by matching geographical features with satellite imagery (coordinates: 14.326786, -4.598533). pic.twitter.com/BViqaHJ02B— Christiaan Triebert (@trbrtc) May 31, 2022 Miðillinn segir Sameinuðu þjóðirnar og sérfræðinga hafa lýst yfir áhyggjum af umfangsmiklum morðum á óbreyttum borgurum í Malí. Í einni skýrslu SÞ kemur fram að mögulega sé um glæpi gegn mannkyni að ræða. Sameinuðu þjóðirnar vinna að skýrslu um árásina á Moura. Abdoulaye Diop, utanríkisráðherra Malí, og Sergei Lavrov, kollegi hans frá Rússlandi. Myndin var tekin þegar Diop heimsótti Rússland.EPA/YURI KADOBNOV Skuggaher Pútíns Rússnesku málaliðarnir til heyra málaliðasamtökum sem ganga undir nafninu Wagner Group. Hópnum hefur verið lýst sem skuggaher Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og hafa þeir verið virkir í Mið-Austurlöndum, Afríku og í Úkraínu. Evrópusambandið segir Wagner Group hafa verið stofnað af Dmitry Utkin, fyrrverandi hermanni frá Rússlandi, sem er skreyttur nasista-húðflúrum. Þá er málaliðahópurinn sagður vera kallaður Wagner Group vegna þess að Richard Wagner hafi verið eitt af uppháhalds tónskáldum Adolfs Hitler. Utkin er meðal annars sakaður um að hafa fyrirskipað pyntingu og morð á sýrlenskum liðhlaupa. Sérfræðingar telja málaliðahópinn fjármagnaðan af rússneska auðjöfrinum Yevgeny V. Prigozhin, sem er náinn bandamaður Pútíns. Í svörum við fyrirspurnum blaðamanna fór hann fögrum orðum um herforingjastjórn Malí og árásina á Moura en þvertók fyrir að málaliðar á vegum Wagner væru í ríkinu. Hann þvertók einnig fyrir að Wagner group væri yfir höfuð til og sagði að hvar sem rússneskir málaliðar væru, hvort sem þeir væru raunverulegir eða tilbúningur, brytu þeir ekki gegn mannréttindum. Franskur hermaður horfir yfir bæ í Malí árið 2017. Franskir hermenn yfirgáfu landið fyrr á þessu ári.EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON Frakkar fóru vegna umsvifa Rússa Fyrr á þessu ári yfirgáfu franskir hermenn og bandamenn þeirra Malí en þeir höfðu verið þar og í öðrum ríkjum Vestur-Afríku í nærri því tíu ár að berjast við vígamenn íslamista. Samband yfirvalda í Frakklandi og Malí hefur beðið hnekki á undanförnum mánuðum eftir herinn tók völd í síðarnefnda ríkinu. Samhliða því hafa umsvif Rússa í Malí aukist. Frakkar sökuðu herstjórnina um að nota málaliða Wagner Group til að tryggja völd sín, undir því yfirskyni að berjast gegn vígamönnum. Frakkar segja um þúsund málaliða hafa verið senda til Malí og margir þeirra haldi til í gömlum herstöðum Frakka. Stærðu sig af miklum sigri Herforingjastjórn Malí stærði sig af umfangsmiklum sigri í Moura og var því haldið fram að 203 vígamenn hefðu verið felldir og rúmlega fimmtíu hefðu verið handsamaðir. Í yfirlýsingu var ekkert sagt um mannfall meðal óbreyttra borgara. Stjórnin hefur neitað því að málaliðar á vegum Wagner group komi að átökum í landinu og segjast vera með samning við Rússland um þjálfun hermanna. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði þó í viðtali fyrr í mánuðinum að Wagner group væri með starfsemi í Malí og veitti þar öryggisþjónustu. Malí Rússland Hernaður Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Frakkland Tengdar fréttir ISIS-liðar stinga aftur upp kollinum í Írak og Sýrlandi Vígamenn Íslamska ríkisins stinga sífellt oftar upp kollinum í Írak og Sýrlandi. Þó samtökin séu langt frá því að ná fyrri hafa meðlimir samtakanna fyllt upp í tómarúm sem myndast hefur í norðurhluta Íraks og í Sýrlandi. 2. febrúar 2022 14:35 Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franskir hermenn hafi fellt leiðtoga Íslamska ríkisins í Sahel. Adnan Abu Walid al-Sahrawi var meðal annars eftirsóttur af vesturlöndum vegna mannskæðra árása á bandaríska hermenn og hjálparstarfsmenn. 16. september 2021 11:40 Vígamenn mala gull í Afríku Al-Qaeda, Íslamska ríkið og önnur hryðjuverkasamtök hafa að undanförnu dreift úr sér í Afríku. Sameinuðu þjóðirnar og aðrir sérfræðingar hafa sérstaklega varað við því að hryðjuverkasamtök nái stjórn á gullnámum á Sahel-svæðinu. 22. nóvember 2019 14:15 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Árásin byrjaði á því að þyrlum var flogið yfir bæinn og skutu hermenn úr þeim á fólk. Hermenn og málaliðar höfðu lokað öllum útgönguleiðum úr bænum. Vitni sem blaðamenn New York Times ræddu við sögðu hvíta málaliða, sem töluðu hvorki ensku né frönsku, hafa verið hermönnum Malí til aðstoðar og yfir fimm daga tímabil hafi þeir farið ránshendi um bæinn og tekið hundruð manna af lífi. Bæði hermenn og málaliðar komu að aftökunum og vitni segja marga hafa verið skotna til bana á grunni uppruna þeirra eða klæðaburðar. Málaliðarnir munu þó hafa verið hvað verstir þegar kom að ránum. Blaðamenn NYT segjast hafa fundið minnst tvær fjöldagrafir við bæinn. Vitni segja allt að fjögur hundruð hafa dáið í árásinni og þar af lang flestir óbreyttir borgarar. Einn viðmælandi NYT sagði aftökurnar í Moura hafa staðið yfir frá mánudegi til fimmtudags og annar sagði að allt ungt fólk bæjarins hefði verið tekið af lífi. This photo, provided to @nytimes, shows what witnesses told us: a group of captives held in the dry riverbed east of Moura. We verified its location by matching geographical features with satellite imagery (coordinates: 14.326786, -4.598533). pic.twitter.com/BViqaHJ02B— Christiaan Triebert (@trbrtc) May 31, 2022 Miðillinn segir Sameinuðu þjóðirnar og sérfræðinga hafa lýst yfir áhyggjum af umfangsmiklum morðum á óbreyttum borgurum í Malí. Í einni skýrslu SÞ kemur fram að mögulega sé um glæpi gegn mannkyni að ræða. Sameinuðu þjóðirnar vinna að skýrslu um árásina á Moura. Abdoulaye Diop, utanríkisráðherra Malí, og Sergei Lavrov, kollegi hans frá Rússlandi. Myndin var tekin þegar Diop heimsótti Rússland.EPA/YURI KADOBNOV Skuggaher Pútíns Rússnesku málaliðarnir til heyra málaliðasamtökum sem ganga undir nafninu Wagner Group. Hópnum hefur verið lýst sem skuggaher Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og hafa þeir verið virkir í Mið-Austurlöndum, Afríku og í Úkraínu. Evrópusambandið segir Wagner Group hafa verið stofnað af Dmitry Utkin, fyrrverandi hermanni frá Rússlandi, sem er skreyttur nasista-húðflúrum. Þá er málaliðahópurinn sagður vera kallaður Wagner Group vegna þess að Richard Wagner hafi verið eitt af uppháhalds tónskáldum Adolfs Hitler. Utkin er meðal annars sakaður um að hafa fyrirskipað pyntingu og morð á sýrlenskum liðhlaupa. Sérfræðingar telja málaliðahópinn fjármagnaðan af rússneska auðjöfrinum Yevgeny V. Prigozhin, sem er náinn bandamaður Pútíns. Í svörum við fyrirspurnum blaðamanna fór hann fögrum orðum um herforingjastjórn Malí og árásina á Moura en þvertók fyrir að málaliðar á vegum Wagner væru í ríkinu. Hann þvertók einnig fyrir að Wagner group væri yfir höfuð til og sagði að hvar sem rússneskir málaliðar væru, hvort sem þeir væru raunverulegir eða tilbúningur, brytu þeir ekki gegn mannréttindum. Franskur hermaður horfir yfir bæ í Malí árið 2017. Franskir hermenn yfirgáfu landið fyrr á þessu ári.EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON Frakkar fóru vegna umsvifa Rússa Fyrr á þessu ári yfirgáfu franskir hermenn og bandamenn þeirra Malí en þeir höfðu verið þar og í öðrum ríkjum Vestur-Afríku í nærri því tíu ár að berjast við vígamenn íslamista. Samband yfirvalda í Frakklandi og Malí hefur beðið hnekki á undanförnum mánuðum eftir herinn tók völd í síðarnefnda ríkinu. Samhliða því hafa umsvif Rússa í Malí aukist. Frakkar sökuðu herstjórnina um að nota málaliða Wagner Group til að tryggja völd sín, undir því yfirskyni að berjast gegn vígamönnum. Frakkar segja um þúsund málaliða hafa verið senda til Malí og margir þeirra haldi til í gömlum herstöðum Frakka. Stærðu sig af miklum sigri Herforingjastjórn Malí stærði sig af umfangsmiklum sigri í Moura og var því haldið fram að 203 vígamenn hefðu verið felldir og rúmlega fimmtíu hefðu verið handsamaðir. Í yfirlýsingu var ekkert sagt um mannfall meðal óbreyttra borgara. Stjórnin hefur neitað því að málaliðar á vegum Wagner group komi að átökum í landinu og segjast vera með samning við Rússland um þjálfun hermanna. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði þó í viðtali fyrr í mánuðinum að Wagner group væri með starfsemi í Malí og veitti þar öryggisþjónustu.
Malí Rússland Hernaður Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Frakkland Tengdar fréttir ISIS-liðar stinga aftur upp kollinum í Írak og Sýrlandi Vígamenn Íslamska ríkisins stinga sífellt oftar upp kollinum í Írak og Sýrlandi. Þó samtökin séu langt frá því að ná fyrri hafa meðlimir samtakanna fyllt upp í tómarúm sem myndast hefur í norðurhluta Íraks og í Sýrlandi. 2. febrúar 2022 14:35 Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franskir hermenn hafi fellt leiðtoga Íslamska ríkisins í Sahel. Adnan Abu Walid al-Sahrawi var meðal annars eftirsóttur af vesturlöndum vegna mannskæðra árása á bandaríska hermenn og hjálparstarfsmenn. 16. september 2021 11:40 Vígamenn mala gull í Afríku Al-Qaeda, Íslamska ríkið og önnur hryðjuverkasamtök hafa að undanförnu dreift úr sér í Afríku. Sameinuðu þjóðirnar og aðrir sérfræðingar hafa sérstaklega varað við því að hryðjuverkasamtök nái stjórn á gullnámum á Sahel-svæðinu. 22. nóvember 2019 14:15 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
ISIS-liðar stinga aftur upp kollinum í Írak og Sýrlandi Vígamenn Íslamska ríkisins stinga sífellt oftar upp kollinum í Írak og Sýrlandi. Þó samtökin séu langt frá því að ná fyrri hafa meðlimir samtakanna fyllt upp í tómarúm sem myndast hefur í norðurhluta Íraks og í Sýrlandi. 2. febrúar 2022 14:35
Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franskir hermenn hafi fellt leiðtoga Íslamska ríkisins í Sahel. Adnan Abu Walid al-Sahrawi var meðal annars eftirsóttur af vesturlöndum vegna mannskæðra árása á bandaríska hermenn og hjálparstarfsmenn. 16. september 2021 11:40
Vígamenn mala gull í Afríku Al-Qaeda, Íslamska ríkið og önnur hryðjuverkasamtök hafa að undanförnu dreift úr sér í Afríku. Sameinuðu þjóðirnar og aðrir sérfræðingar hafa sérstaklega varað við því að hryðjuverkasamtök nái stjórn á gullnámum á Sahel-svæðinu. 22. nóvember 2019 14:15