Segir fyrirkomulag fasteignagjalda meingallað Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júní 2022 12:03 Bjarni mætti á opinn fund fjárlaganefndar í morgun þar sem hann svaraði ýmsum spurningum nefndarmanna um söluferlið á hlut ríkisins í Íslandsbanka. vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda vera meingallað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stíga þurfi inn í þróunina og koma í veg fyrir hækkandi álögur. Fasteignamat ársins 2023 var birt í fyrradag en heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent frá yfirstandandi ári. Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar um 10,2 prósent á landinu öllu. Meingallað kerfi Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda meingallað kerfi. Þetta sagði hann í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun þar sem hann svaraði fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins. „Þessi tiltekni gjaldstofn er til umræðu vegna þess að fasteignamat í landinu er að hækka mjög mikið og þá verður þetta svo kristaltært, þá kemur svo skýrt fram að við erum að tala um skattstofn þar sem fasteignaeigandinn þarf að taka á sig alla hækkun fasteignamatsins sem þó hefur á engan hátt neitt með það að gera að viðkomandi hafi meiri tekjur til að standa undir skattinum,“ sagði Bjarni. „Það eru að sjálfsögðu bestu skattarnir okkar sem taka tillit til þess, eru eitthvert hlutfall af tekjum. Hitt er í raun og veru einhvers konar eignaupptaka þegar prósentan er orðin of há. Og já, ég tel að þetta sé meingallað kerfi og lýsir sér bara best með því að hjá sumum fyrirtækjum er kannski enginn tekjuvöxtur en skattgreiðslan á að hækka um 20 prósent ef menn ætla ekki að hreyfa prósentuna. Þetta er ósanngjarnt og gengur örugglega mjög nærri mörgum fyrirtækjum.“ Stíga þurfi inn í þróunina Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ótækt að álögur aukist um tugi prósenta á milli ára. „Auðvitað blasir það við að það gengur ekki, hvorki fyrir fólk né fyrirtæki, að álögur séu að aukast um tugi prósenta á milli ára. Ég tel einsýnt að stíga þurfi inn í þessa þróun á næstu vikum og misserum. Það er verkefni atvinnulífsins og auðvitað stjórnmálanna að koma í veg fyrir svona hækkandi álögur.“ Halldór Benjamín er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.vísir/vilhelm Skorið þið þá á sveitarfélög að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts eða álíka? „Ég tel að það sé einsýnt og blasi við í þessari stöðu.“ Stjórn Félags atvinnurekenda sendi sveitarfélögum landsins í fyrradag áskorun um að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði til að mæta hækkunum á matinu. Félagið bendir á að frá því að núverandi tekjumatsaðferð var tekin upp við útreikning fasteignamats atvinnuhúsnæðis fyrir árið 2015 og fram til ársins 2021 hafi álagður fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði á landinu hækkað úr tæplega 17 milljörðum króna á ári í um 28,8 milljarða þrátt fyrir breytingar sumra sveitarfélaga á álagningarprósentu. Skattbyrði fyrirtækjanna hafi með öðrum orðum þyngst um 11,8 milljarða eða tæplega 70 prósent. Fasteignamarkaður Skattar og tollar Húsnæðismál Verðlag Efnahagsmál Alþingi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Sjá meira
Fasteignamat ársins 2023 var birt í fyrradag en heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent frá yfirstandandi ári. Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar um 10,2 prósent á landinu öllu. Meingallað kerfi Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda meingallað kerfi. Þetta sagði hann í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun þar sem hann svaraði fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins. „Þessi tiltekni gjaldstofn er til umræðu vegna þess að fasteignamat í landinu er að hækka mjög mikið og þá verður þetta svo kristaltært, þá kemur svo skýrt fram að við erum að tala um skattstofn þar sem fasteignaeigandinn þarf að taka á sig alla hækkun fasteignamatsins sem þó hefur á engan hátt neitt með það að gera að viðkomandi hafi meiri tekjur til að standa undir skattinum,“ sagði Bjarni. „Það eru að sjálfsögðu bestu skattarnir okkar sem taka tillit til þess, eru eitthvert hlutfall af tekjum. Hitt er í raun og veru einhvers konar eignaupptaka þegar prósentan er orðin of há. Og já, ég tel að þetta sé meingallað kerfi og lýsir sér bara best með því að hjá sumum fyrirtækjum er kannski enginn tekjuvöxtur en skattgreiðslan á að hækka um 20 prósent ef menn ætla ekki að hreyfa prósentuna. Þetta er ósanngjarnt og gengur örugglega mjög nærri mörgum fyrirtækjum.“ Stíga þurfi inn í þróunina Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ótækt að álögur aukist um tugi prósenta á milli ára. „Auðvitað blasir það við að það gengur ekki, hvorki fyrir fólk né fyrirtæki, að álögur séu að aukast um tugi prósenta á milli ára. Ég tel einsýnt að stíga þurfi inn í þessa þróun á næstu vikum og misserum. Það er verkefni atvinnulífsins og auðvitað stjórnmálanna að koma í veg fyrir svona hækkandi álögur.“ Halldór Benjamín er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.vísir/vilhelm Skorið þið þá á sveitarfélög að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts eða álíka? „Ég tel að það sé einsýnt og blasi við í þessari stöðu.“ Stjórn Félags atvinnurekenda sendi sveitarfélögum landsins í fyrradag áskorun um að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði til að mæta hækkunum á matinu. Félagið bendir á að frá því að núverandi tekjumatsaðferð var tekin upp við útreikning fasteignamats atvinnuhúsnæðis fyrir árið 2015 og fram til ársins 2021 hafi álagður fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði á landinu hækkað úr tæplega 17 milljörðum króna á ári í um 28,8 milljarða þrátt fyrir breytingar sumra sveitarfélaga á álagningarprósentu. Skattbyrði fyrirtækjanna hafi með öðrum orðum þyngst um 11,8 milljarða eða tæplega 70 prósent.
Fasteignamarkaður Skattar og tollar Húsnæðismál Verðlag Efnahagsmál Alþingi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Sjá meira